Leita í fréttum mbl.is

Afglæpavæðing

vændis er á dagskrá Amnesty International í Dublin í dag.

Það er svo, að ýmislegt sem menn banna með lögum, fer undir yfirborðið og lifir þar góðu lífi. Dæmi eru hin sprenghlægilegu afskipti íslenskra yfirvalda af síðunum deildu og Piratebay. Skyldu þau halda að bannið hafi haft áhrif á miðlun efnis? 

Þegar vændi var glæpavætt í Svíþjóð og hérlendis þá eru þar á bak við velmeinandi konur sem vita upp á hár að konur séu aldrei nema neyddar í vændi af reyfurum sem venji þær fyrst á dóp og brennivín til að gera þær auðsveipar. Þessar frómu konur virðast ekki vita að vændi er lögleg atvinnugrein víða um heim og mjög arðbær. Í þeim löndum er opinbert eftirlit með starfsfólki sem nýtur opinberrar verndar eins og aðrir þegnar.

Allt sem er arðbært dregur að sér hæfileikafólk eins og allir vita. Löglegi vændisiðnaðurinn veltir hrikalegum upphæðum og margt slungið viðskiptafólk hefur efnast gríðarlega. 

Vændi hefur verið nefnd elsta atvinnugrein mannkyns.Eiturlyfjaverslun er líka eldgömul atvinnugrein. Íslendingum finnst hún sjálfsögð tekjulind ríkisins þegar tóbak og brennivín á í hlut. Hass, vændi og fleira góðgæti er hinsvegar glæpavætt og því fer sem fer. Starfsemin leitar í undirheima þar sem miður heiðarlegt fólk er á ferli. Allt verður þar hættulegra þar sem verndar lögreglu nýtur ekki við.

Mér finnst gleðilegt að Amnesty International er að átta sig á því, að afglæpavæðing vændis mun gera meira fyrir fleiri heldur en sú velmeinandi sérviskustarfsemi sem við þekkjum á sviðinu. Íslendingum er rétt að fylgjast með framvindu afglæpavæðingar vændis og hugsanlega fleiri þátta úti í hinum stóra heimi sem er kannski eilítið öðruvísi en sumir halda og prédika sem sannindi. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.8.2015 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband