Leita í fréttum mbl.is

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

var haldinn síðast í febrúar 2013. Nú skal aftur halda landsfund í október komanda.

Það er ekki úr vegi að rifja upp hvað brann á sjálfstæðismönnum þá og bera saman við þau tíðindi sem efst eru á baugi núna.

Þá samþykkti Landsfundur eftirfarandi um húsnæðismál:

Séreignastefnan í húsnæðismálum er grunnstoð sjálfstæðisstefnunnar. Breyta þarf húsnæðisstefnunni þannig að fólki verði gert kleift að eignast  í stað þess að hvetja til skuldsetningar.

Taka þarf íbúðalán og leiguíbúðalán til gagngerrar endurskoðunar.

Auðvelda verður ungu fólki sín fyrstu kaup. Leiga verði valkostur á íbúðamarkaði.

Íbúðalánasjóð og leigufélag Íbúðalánsjóðs þarf að endurskoða frá grunni."

Þetta er nokkuð afdráttarlaus yfirlýsing um afstöðu Sjálfstæðisflokksins til húsnæðismála fólks. Borið saman við leiguliðastefnu Dags B. Eggertssonar í Reykjavík geta línur vart verið skýrari.

Leiguhúsnæði á dýrustu lóð Íslandssögunnar verður seint sú lausn sem unga fólkið leitar að með hjólhest sem eina farartæki fjölskyldunnar.Hótel Mömmu"-lausnin eða félagslegt leiguhúsnæði er ekki það sem flokkurinn telur ákjósanlegast fyrir framtíð þessa lands."

Flokkurinn er hinsvegar líka að segja að veldi fjármögnunarfyrirtækjanna er orðið allt of mikið og íþyngjandi sem setur skuldsetningu sem eina úrræði ungs fólks í húsnæðismálum.

Nákvæmlega það sem þessi bloggari hefur verið að segja um ofurveldi stóru verktakanna á íbúðamarkaði í krafti lóðastefnu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Rándýrar lóðir eru ekki á meðfæri alþýðu sem þarf að koma þaki yfir höfuð fjölskyldu sinnar.  

Þá liggur beinast við að spyrja hvað flokkurinn hefur framkvæmt til að vinna framgangi séreignarstefnunnar í húsnæðismálum frá síðasta landsfundi?

Ef fyrst er spurt um þetta á vettvangi sveitarstjórna á Höfuðborgarsvæðinu, þá er árangurinn harla lítill. Marktækur munur virðist heldur ekki vera frá því hvort flokkurinn er í stjórn eða ´minnihluta.

Á vettvangi ríkisins er svarið sama. Þar hefur ekkert miðað heldur ef frá er talin viðleitni Eyglóar Harðardóttur þar sem óafgreitt frumvarp hennar um húsnæðismál er, -mál sem engin sátt er um í sjónmáli. 

Nema að hér hafa orðið stjórnarskipti og allt umhverfið er orðið bjartara. Framkvæmdir hafa aukist en verðbólgumyndandi kjarasamningar hafa verið gerðir og dýrtíð er að hraðvaxa. Matarkarfa sem kostaði átta þúsund krónur í Bónus á síðasta ári er komin í ellefu þúsund núna.(Heimild: Hlerað samtal tveggja hagsýnna húsmæðra í Sundlaugunum í Laugardal fyrir viku)Ekki greiðir þetta fyrir lausn húsnæðismála svo mikið er víst nema atvinna hafi aukist verulega.

Vörugjöld hafa verið lækkuð sem hefur lækkað mörg heimilistæki í verði. Matarskattur hefur verið hækkaður en efsta þrep í virðisaukaskatti lækkað um nærri sex prósent, úr 25.5 í 24%. Tekjuskattur hefur verið lækkaður og fleira smálegt.

Þetta eru hænufet í rétta átt en meira þarf að koma til. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins í október þarf að taka af skarið og setja fram knallharðar tillögur sem miða í þá hátt að greiða fyrir séreignarstefnunni í húsnæðismálum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Halldór.

Þá má ekki gleyma þeirri glóralausu byggingareglugerð sem samin hefur verið, að mestu með tilskipunum frá Brussel.

Þessi blessaða reglugerð er orðin svo íþyngjandi að nær útilokað er fyrir framtaksamt ungt fólk að byggja sér hús með eigin höndum og jafnvel þó einhverjir hefðu kannski kraft til þess, þá er reglugerðin með þeim ósóma og skilyrðum, að mun dýrara er að byggja en áður.

Það er kannski full langt að ætla ofurveldi íslenskra verktaka að eiga þátt í þessu reglugerðafargani, mun freka er þar um að kenn enn stærra ofurveldi verktaka, út í Evrópu. Þeirra sem hafa lobbýista á fullum launum í anddyri Berlaymont, til að sjá um að reglugerðafarganið geri einstaklingum og minni fyrirtækjum erfiðara fyrir.

Hins vegar er ljóst að ofurveldi íslenskra verktaka nýtur góðs af framtaksemi kollega þeirra ytra.

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 7.8.2015 kl. 22:19

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Satt segirðu Gunnar

Kröfur um altæka hönnun, aukaherbergi, aukna einangrun sem vafamál er hvort nokkurntímann borgar sig, geta átt við í einhverjum klassa húsa. En ekki þar sem þarf að leysa bráðavanda eins og eftir Vestmannaeyjagos, sem er nokkurn veginn svipað og ástandið í dag.

Ég hefði viljð sjá hverfi byggt eftir bandarískum teikningum og stöðlum. 4 hæða blokkir úr 2x4 og forframleiddum gólfbitum,klætt með steindum plötum utan, sprinkler vegna bruna. Fullur sómi að útliti og frágangi.Söluverð um 100 þúsund fermetrinn. Af hverju má ekki minnast á þetta? Eða gámahús enn billegri?  

Síðustu verð sem ég heyri hérlendis eru 900 þús á fermetra fyrir 28 fermetra íbúðir. Er nema furða þó hér sé margt erfitt?

Halldór Jónsson, 8.8.2015 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband