Leita í fréttum mbl.is

Donald Trump

er maður sem ég þekkti lítið nema af afspurn þar til í kvöld. 

Ég fór að hlusta á manninn og horfa á hann. Hann er að verða sjötugur og er innblásinn í ræðustólnum. Greinilega meinar það sem hann segir og segir það með að tala með öllum líkamanum. Mér datt í hug hvort maðurinn væri leikari en hann er það ekki. Hann er hinsvegar vanur þáttastjórnandi úr sjónvarpi. Hann kann að koma fram, hann getur talað og hann getur greinilega hugsað. Og hann er snjall. Hefur skrifað 17 bækur um viðskipti sem hafa selst vel. Ég myndi ekki afskrifa Donald Trump.

Tvöfaldur heiðursdoktor í Business Administration, B.Sc. í hagfræði sjálfur. Farið í gegnum margar gjaldþrotameðferðir og unnið til baka. Þrjú hjónabönd og fimmbörn, og afi fyrir þó nokkru. Eignir núna eru hugsanlega 10 billjónir dollara.

Það er eðlilegt að snobbelítan kalli þennan mann fífl og reyni að niðurlægja hann. Ég er viss um að hann er yfir meðallagi að greind og hæfileikum. Hann er kannski ekkert bjútí en hann er stæðilegur á velli og nokkuð réttholda. Með eigið hár.

Og hann hefur alveg ráð á að setja út á margt í stjórnskipuninni eins og heimskulegar spítalabyggingar þar sem hann hefur óhemju starfsreynslu í byggingabransanum að baki. Kannski ættum við að sýna honum teikningar af nýja Lansanum okkar?

Hann er ófeiminn til að segja skoðanir sínar á mönnum og málefnum. Mér finnst óneitanlega heldur minna til Hillary koma eftir að fara að horfa á Donald Trump.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

https://video-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hvideo-xtf1/v/t42.1790-2/11782695_858001184285770_1673727801_n.mp4?efg=eyJybHIiOjMwMCwicmxhIjo1MTJ9&rl=300&vabr=154&oh=e4834c12f38f6857702b2367b3941c89&oe=55C5E073

Svona búa kratarnir upp áróðurinn gegn Trump. Okkar gáfnafantar eru búnir að fatta að nafnið rímar við Prump

Halldór Jónsson, 8.8.2015 kl. 09:01

2 identicon

Jú ykkur svipar saman í skoðunum og mannfyrirlitnigu.  Takk fyrir að minna mig á að þú ert til. Var eiginler svo þægilega búin að gleyma því.

Anna María Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 9.8.2015 kl. 01:34

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þér þykir vafalaust cool hvernig hann talar um konur og innflytjendur ?

Jón Ingi Cæsarsson, 9.8.2015 kl. 09:34

4 identicon

 Donald Trump hofdar til margra Bandarikjamanna um thessar stundir trulega vegna thess ad folk er loksins ordid threitt a fulltruum tviflokksins sem framad thessu hafa fleitt ser afram med theirri list ad tala og bladra endalaust an thess ad segja nokkud. Tviflokkurinn hefur afrekad thad ad koma skuldum Bandarikjanna i taepa 19 trilljonir dollara. Rikisvaldid heldur afram ad thenjast ut ( seinasti forseti Bandarikjamanna sem raunverulega dro ur rikisumsvifum var 30 forsetiinn Calvin Coolidge oft nefndur Cool Calvin) og arasir a "personal liberty" helst i hendur. Sem sagt frekar lelegt "resume" hja tviflokknum og thers vegna edlilegt ad folk se farid ad leita ad odrum kostum. Sagan a svo eftir ad sina hvort Donald Trump eigi eftir ad verda utnefndur, hann er ekki fullkominn en hver er thad, en ef bara a saman "resume" Donalds og "resume" tviflokksins er valid audvelt. Takk fyrir

Gudmundur Runar Asmundsson (IP-tala skráð) 9.8.2015 kl. 13:51

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Ja hérna Anna mín, hverja fyrirlít ég nú svona?  Mér finnast heimskingjar með byssur eða atkvæðisrétt hættulegir sem þarf að varast.Ekki ertu gamla vinkona min Anna Sverris, nei hún hefði ekki talað svona.

Jón Ingi, hann hlýtur nú að tala vel um konur, marggiftur maðurinn. Innflytjendur eru varla mjög líkir konum almennt. Hvað finnst þér um innflytjendur og konur? Líkist þetta tvennt?

Halldór Jónsson, 9.8.2015 kl. 13:59

6 identicon

Donald Trump hefur sjálfur aldrei farið í gegnum gjaldþrotameðferð, en það hafa hinsvegar mörg fyrirtæki hans gert.
Hann situr yfirleitt eftir með meira fé eftir hvert gjaldþrot, en skilur eftir sig sviðna jörð hjá iðnaðarmönnum, verktökum, efnissölum, bönkum o.sv.frv.

Þessi gjaldþrot eru yfirleitt undir kafla 11. í gjaldþrotalögum USA, þar sem hægt er að endurskipuleggja fjármál fyrirtækja, ergó, að fá afskriftir á kostnað kröfuhafa.

Donald Trump er afskriftakóngur, meindýr í viðskiptaheiminum, og er að sjálfsögðu jafn eftirsóknarverður forseti og Jón Ásgeir.

Hilmar (IP-tala skráð) 10.8.2015 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband