Leita í fréttum mbl.is

Lítið að gera

í dagvinnunni ef marka má þessa frétt Morgunblaðsins:

"Starfs­menn Sýslu­manns­ins á höfuðborg­ar­svæðinu eru bún­ir að fara yfir flest mál sem lögð voru inn til þing­lýs­ing­ar meðan á verk­falli lög­fræðinga stóð og gott bet­ur.

Þuríður Árna­dótt­ir, sviðsstjóri og staðgeng­ill sýslu­manns, sagði að þegar verk­falli lög­fræðinga var frestað um miðjan júní hafi um 10-11 þúsund skjöl­um verið óþing­lýst hjá embætt­inu. Síðan þá hef­ur annað eins bæst við.

Skjöl­um er þing­lýst eft­ir þeirri dag­setn­ingu sem þau ber­ast. Skjöl sem lögð hafa verið inn til þing­lýs­ing­ar eft­ir að verk­fall­inu var frestað bíða því á meðan unnið er í eldri mál­um og þar til kem­ur að þeim í tímaröðinni. „Hal­inn“ stytt­ist þó með hverj­um degi sem líður, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag."

Ég hef ekki heyrt að unnin  hafi verið brjáluð yfirvinna til að afreka þetta. Bara unnið svona með öðru? Hafi verið unnin yfirvinna þá er  svona verkfall kannski bísness fyrir verkfallsmenn. Hvað sem því líður þá eru taxtahækkanirnar farnar út í veður og vind. Verðbólgan er komin af stað og kynt af stjórnmálastéttinni sem jarmar um skort áhúsnæði, skort á starfsfólki, skort á peningum.

Hvernig væri að fara í almennt slódán að kæla vitleysuna? Það er kannski minna að gera en starfsmenn og verkalýðsfélög þeirra láta?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband