10.8.2015 | 18:13
Verkalýðsbaráttan innanfrá
gægist hugsanlega fram í pistlum Ragnars Þórs Ingólfssonar stjórnarmanns í V.R.
Mér sýnist Ragnar staðfesta það sem þessi bloggari hefur lengi haldið fram að lífeyrissjóðakerfið væri búið að tapa áttum og orðið að valdabaráttutæki sérhagsmuna um leið og að hefur fjarlægst eigendur sína. Með hverju ári missa eigendur lífeyrissjóðanna yfirsýn yfir starfsem þeirra og sjóðirnir birtast flestum sem óbilgjarnir og harðsvíraðir lánveitendur til almennings. Tilgangurinn upphaflegi er farinn að verða óskýrari eins og fram kemur í pistli Ragnars:
" Skattar af vinnuframlagi eru sjaldséð sjón þar sem einungis hluti kemur fram á hefðbundnum launaseðli. Vel falin launatengd gjöld sjá sjaldnast dagsins ljós á launayfirlitum alþýðunnar, líklega vegna þess að okkur koma þau ekki við eins og svo margt annað er snýr að verkalýðshreyfingunni og lífeyrissjóðunum.
Mér fannst tímabært að taka saman helstu tölur eftir að hafa hlustað á grátstaf forseta ASÍ um allt of háan virðisaukaskatt og ekkann í kollega hans hjá SA, í ljósi þess að þeir sjálfir eru nýbúnir að hækka framlög í starfsmenntunarsjóði aðila vinnumarkaðarins um 50% og samþykkja 30% iðgjalda hækkanir í botnlausa hýt íslenska lífeyrissjóðakerfisins.
Staðgreiðsluskatts þrep 37,32%-40,22%-46,22%
Af fyrstu 241.475 kr. .................................... 37,32%
Af næstu 498.034 kr. ................................... 40,22%
Af fjárhæð umfram 739.509 kr. ................. 46,22%
Lífeyrissjóður er 12% á almennum vinnumarkaði og hækkar í 15,5% á næstu árum.
Tryggingagjald 7,69%
Endurhæfingarsjóður 0,13%
Stéttarfélag 1% (meðaltal)
Sjúkrasjóður 1% (meðaltal)
Orlofssjóðir 0,25% (meðaltal)
Endurmenntunarsjóðir, starfsmenntunarsjóðir og aðrir sjóðir 0,7% (meðaltal)
Útvarpsgjald er 18.800 kr. á einstaklinga sem fæddir eru
1943 og síðar og eru með tekjur yfir 1.495.407 kr. á ári.
Undanþegin eru börn innan 16 ára aldurs.
Gjald í framkvæmdasjóð aldraðra er 9.604 kr. á einstaklinga sem fæddir eru 1943 og síðar og eru með tekjur yfir
1.495.407 kr. á ári. Undanþegin eru börn innan 16 ára aldurs.
Varlega er áætlað að samtals 63% af vinnuframlagi fari í skatta með beinum og óbeinum hætti en sjálfsagt er þetta hlutfall miklu hærra eftir því sem dýpra er kafað.
Það sem eftir stendur fer í okur vexti og húsaleigu sem niðurgreitt er að hluta af ríki og sveitarfélögum í gegnum skattkerfið og almannatryggingakerfið.
Ekki er tekið tillit til persónuafsláttar í þessum tölum.
Ekki er tekið tillit til hvers kyns gjalda eins og komugjalda og annara gjalda heilbrigðisstofnanna, gjalda er tengjast skóla og dagvistun barna og sérgjalda og sérskatta á ýmsa vöruliði svo sem eldsneyti ofl.
Af allri nauðsynja vöru og þjónustu greiðum við svo virðisaukaskatt sem er skilgreindur í tveimur þrepum.
Virðisaukaskattur 25,5%
Virðisaukaskattur 7%
Það er ekki að undra hversu lítið svigrúm heimilin hafa til að auka skattstofn ríkisisns eða veltu og svigrúm fyrirtækja til að hækka laun á almennum markaði þar sem neysla er sífellt að dragast saman vegna minnkandi kaupmáttar, mikillar verðbólgu og óbilandi sjóðsöfnunar árráttu aðila vinnumarkaðarins og ríkisins við endalausar gjaldtökur og jaðarskatta hækkanir.
Ofan á þetta bætist svo við gengdarlaus okurvaxta stefna stjórnvalda sem varin er verðtryggingu.
Sjálfsagt er hægt að týna meira til en hvað er til ráða?
Ragnar Þór Ingólfsson
Og ekki er nóg með þetta:
Ragnar skrifar enn:
" Margir sem ég þekki, þar á meðal ég sjálfur, bera ekki mikið úr bítum í komandi kjarasamningum, í ofan álag sem ég um mín laun sjálfur óháð kjarasamningsbundnum hækkunum. Af hverju ætti ég að vilja verkfall? Til hvers að vera í stéttarfélagi og þurfa að fara í verkfall fyrir lítið sem ekki neitt. Ætli sé ekki bara best að segja sig úr slíkum félagsskap?
Þetta heyri ég æ oftar í umræðunni, hef fengið fjölda spurninga frá fólki í þessari stöðu þar sem óánægju gætir. Ég hef líka heyrt að fólk segi sig úr stéttarfélögum til að sleppa við að fara í verkfall. Ég hef velt þessu töluvert fyrir mér og er hugsi yfir þessari stöðu og hugarfari samborgara minna.
Hvað er eftir þegar við getum ekki bakkað upp okkar minnstu bræður? Hvað er að í þessu samfélagi? Er spillingin og sjálftaka græðgis aflana orðin svo gróin í huga okkar að náungakærleikurinn, samheldnin og baráttuandinn er gjörsamlega farin og ekkert kemst fyrir nema afturendinn á sjálfum okkur?
Ef þú gengur fram á slys eða samborgara þinn í vandræðum, strunsar þú fram hjá eða réttir þú hjálparhönd? Flestir sem ég þekki myndu örugglega leggja viðkomandi lið. Ekki endilega af góðmennskunni einni saman heldur líka vegna þess að ef við lendum einhvern tíma í þeirri stöðu að þurfa á hjálp að halda, þá viljum við að einhver hjálpi okkur án þess að viðkomandi hafi beinan hag af því sjálfur.
Það sem verkalýðshreyfingin er að berjast fyrir eru ekki bara einhver þunnildi handa þeim efnameiri heldur eru þetta afar hófsamar en mikilvægar kröfur sem munu móta samfélag okkar fyrir lífstíð. Kröfur sem gætu haft úrslitaáhrif um það hvort börn okkar og barnabörn geti lifað mannsæmandi lífi.
Hvers virði er það, fyrir heildina, að atvinnulífið greiði lágmarks laun sem duga fyrir framfærslu? Í hvernig þjóðfélagi viljum við lifa og eru þetta kjör sem við myndum sjálf sætta okkur við?
Ég tók þátt í 1. maí hátíðarhöldum verkalýðshreyfingarinnar, eins og ég hef gert undanfarin ár, og gekk með félögum mínum í VR, en þar hef ég átt sæti í stjórn félagsins síðan 2009. Það ár tók ég ákvörðun um að láta mig þessi mál varða og hef gert það síðan. Ég hef litlu náð að breyta og get ekki sagt að ég sé stoltur af verkalýðshreyfingunni, sem mér finnst hafa brugðist fólkinu algjörlega. Ekki síður en stjórnmálamenn. Ég hef gengið svo langt að neita að bera fána félagsins og merki ASÍ. Mér dettur ekki í hug að bera merki einhvers sem ég ber ekki virðingu fyrir og finnst í hjarta mínu hafi brugðist.
Ég mun þó ekki gefast upp. Ég vil bera fánann einhvern tímann og ég trúi því að við getum breytt þessu og komið einhverju góðu til leiðar. Hvenær það verður er undir okkur sjálfum komið því við verðum aldrei sterkari en fjöldin sem tekur þátt og lætur sig málin varða.
Við verðum aldrei sterkari þjóð en okkar minnstu bræður og alveg eins og með bullandi óánægju mína með verkalýðshreyfinguna þá skammast ég mín stundum fyrir að vera Íslendingur, miðað við umræðuna undanfarið þar sem fólk telur sig yfir það hafið að taka höndum saman við að bæta kjör þeirra lægst settu, vegna þess að við fáum svo lítið út úr því sjálf.
Auðlindir og ríkiseignir eru afhentar vildarvinum þeirra sem stjórna á meðan við sitjum heima í sjálfselsku okkar og borum í nefið. Stjórnendur fyrirtækja sem eru í almannaeigu í gegnum lífeyriskerfið maka krókinn sem aldrei fyrr og kunnulegt ábyrgðar rop glymur undir hverri hækkun ásamt röklausu þvaðri um skaðsemi þess að geta lifað af dagvinnulaunum, launum sem ekki nokkur maður treystir sér til að lifa á.
Hvað er að okkur?
Ég hef aldrei áður fundið fyrir þeirri tilfinningu að vera ekki stoltur af þjóð minni, fólkinu mínu, en nú hef sjaldan verið samborgurum mínum jafn reiður fyrir að gefast hreinlega upp.
Verkalýðshreyfingin hefur algerlega brugðist og hún gerir það enn á ný fyrir að beina málum í þennan farveg í stað þess að nota ítök okkar í atvinnulífinu. Setja fjármálakerfið og atvinnulífið í verkfall með því að hætta öllum fjárfestingum lífeyrissjóðanna, á meðan óvissa ríkir á vinnumarkaði. Fjárfestingum sem fjármálakerfið og aðrar afætur maka krókinn á. Af hverju skiptir verkalýðshreyfingin ekki um stjórnir í stærstu fyrirtækjunum og kemur þar fyrir fólki sem hefur metnað fyrir mannsæmandi lífskjörum og hófsömum hagnaði ofar græðgi. Af hverju rjúfum við ekki órjúfanlega sátt SAASÍ yfir eftirlaunasjóðum okkar og tökum stjórnina sjálf?
Þessi ömurlega staða láglaunahópa verður algerlega skrifuð á verkalýðshreyfinguna sjálfa. Samstöðuleysið og láglaunastefna síðustu ára er helsti orsakavaldur þess. Þó hreyfingin hafi ekki mikinn trúverðugleika og skrapar botnin hvað traust varðar, eins og kannanir hafa sýnt, þá breytir það ekki bláköldum veruleika þeirra sem þurfa að lifa á lágmarkslaunum.
Ég hef orðið vitni af mörgum försunum í kringum samninga SA og ASÍ þar sem leikritaskáldin í brúnni búa til leikþætti í kringum þunnildin sem samið er um, með tilheyrandi drama sem endar í vöfflum þar sem allir eru vinir, eins og í bandarískri bíómynd.
Ég hef á tilfinningunni að staðan í kjaramálum nú sé í raun einn risastór farsi til að réttlæta tilverurétt ákveðinna afla sem kalla sig aðilar vinnumarkaðarins. Farsi þar sem skúrkar og hetjur verða til með endalausum málalenginum og yfirlýsingum sem ekkert bíta, en setja fólk í ákveðin lið. Áróður þar sem stéttum er stillt upp á móti stéttum.
Þó rökhugsandi fólk sjái í gegnum plottið þá er komin tími til að draga hausin úr sandinum. Ef ekki núna hvenær þá? Ég vil ekki trúa því að við fáum einhverja smánarlega þáttöku þegar við göngum til atkvæða um verkfallsboðun. Ég leyfi mér að trúa því, að við sem teljum okkur eiga meira skilið en þeir lægst settu, tökum upp hanskann og stöndum eins þétt við bakið á félögum okkar og við mögulega getum. Við verðum hreinlega að gera það. Ákvörðun okkar mun móta samfélag okkar langt inní framtíðina. Hún mun hafa áhrif á börnin okkar og afkomendur þeirra.
Við getum ekki leyft okkur að hugsa um eigið rassgat í þessum efnum. Þetta er hreinlega lífsspursmál fyrir þá lægst settu.
Tökum höndum saman og berjumst fyrir betra og réttlátara samfélagi og hrífum hvern þann með sem er efins um málstaðinn. Látum ekki kjarkleysi annarra draga úr okkur kjarkinn.
Ragnar Þór Ingólfsson
Stjórnarmaður í VR "
Er ekki ástæða til að hugleiða þessi sjónarmið manns úr verkalýðshreyfingunni? Er fjármagnið, Auðvaldið eins og það hét hjá Karli Marx, ekki búið að valta yfir hinn venjulega mann?
Verkalýðsforystan hugsar um sjálfa sig í þrengstu merkingu fyrst áður en kemur að almenningi? Lífeyrissjóðirnir séu að verða valdatæki spilltra forystumanna launþega en ekki brjóstvörn almennings?
Hugsanlega er hér hluti af skýringu á velgengni Pírataflokksins.Fólk er að gefast upp á kerfinu í heild sinni? Það trúir engum lengur?
Eru einhverjir á ferð yfirleitt í stjórnmálum eða verkalýðsbaráttunni sem eru að reyna að segja eitthvað annað en spila gatslitnar plötur um frelsi jafnrétti og bræðralag? Sem er bara andhverfa orðanna séð innanfrá.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Eru Sjóræningjarnir með einhverja skíra stefnu í lífeyrissjóðs og verkalýðsmálum?
Ef svo er þá hef ég alveg mist af því, kanski að þú getir sagt mér hver sú stefna er?
Batnandi fólki er bezt að lifa, ef Sjóræningjarnir eru komnir með stefnu í málefnum landsmanna.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 10.8.2015 kl. 19:36
barátta? þetta er orðið að einhverju sjóðasukksskrímsli og hefur ekkert með baráttu að gera lengur. Var kannski á dögum Guðmundar Jaka en þetta er bara einhver útvalin klíka sem makar krókinn á kostnað þessara verkamannagrey. Það er ekki hægt að hugsa sér betra kerfi en það sem fyllist sjálfkrafa öll mánaðarmót af lögbundnum iðgjöldum. Svo þarf engin að bera ábyrgð heldur, fjárausturinn í hruninu hefur haft furðu litlar afleiðingar. Það er næstum broslegt að tala um einhverja baráttu á sama tíma!
einar (IP-tala skráð) 10.8.2015 kl. 19:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.