1.9.2015 | 07:53
Stefanía enn á ferð
með sinn boðskap í þjóðernismálum. Og reynsluheimur Stefaníu Jóndasdóttur er stærri en margra sem nú hæst láta í því að flykkja hingað óflokkuðum flóttamönnum. Fólki ólíkrar menningar eða svo framandi að ekkert okkar mun skilja hana. Stefanía þekkir sérstaklega vel til austur í Albaníu og þekkir þar menn og málefni.
Stefanía skrifar í dag í Mbl.:(feitletranir eru bloggarans)
"Ég er hugsi yfir framtíðinni.
Sér enginn hvert stefnir í endalausri vitleysu í móttöku hælisleitenda? Ég ætla ekki að sykurhúða orðið hælisleitun yfir í alþjóðlega vernd. Tvöhundruð og tuttugu hælisleitendur eru hér komnir frá áramótum og þessi fjöldi er utan við komu flóttafólksins sem taka á á móti.
Frá Rauða krossinum koma upplýsingar um að stærsti hópur hælisleitenda sé frá Albaníu, Makedóníu og fleiri löndum þar sem ekkert stríð geisar. Því tökum við að okkur fólk, sem ekki er að flýja stríð, heldur í leit að betra efnahagslífi? Eigum við að halda uppi öllu þessu fólki og án þess að vita nokkuð um það?
Hvað vilja Albanir hingað? Eigum við ekki líka að fjölga drykkjufólki og heimilislausum frá Póllandi og fleiri ríkjum, en þegar eru á okkar framfæri, þrjátíu manns með mat, vasapeninga og gistiskýli, þar sem þeir lemja gjarna á þeim Íslendingum um gistirúm, og nú túlk á launum svo að borgarráð nái nú betur að skilja þá og þarfir þeirra?
Þetta er flott, eigum við ekki líka að fjölga þeim fráskildu erlendu konum sem hingað sækja með börn sín, því að þær detta inn í kerfið, gerum það endilega. Þjóðin hefur ekkert annað að gera en að vinna fyrir þessu, og öllum þeim hælisleitendum sem koma, því að spurst hefur út að hér stjórni kjánar.
Samfara þessu er verið að eyðileggja sjávarútveginn, dræm humarvertíð, makríll selst ekki og fleira á niðurleið. Unga fólkið okkar fer til annarra landa, því ekkert gengur hjá þeim við að koma sér þaki yfir höfuðið, bara ætlað hælisleitendum.
Það er verið að skipta hér um þjóð. En það er bannað að segja nokkuð því stjórnleysislýðræðið ræður ríkjum. Enginn stjórnmálamaður þorir í þann slag. Yngri kynslóðin og þingmenn eru helteknir af mannréttindum og lýðræði, sem þau misnota og eru ekki hæf til annars.
Ég mótmæli harðlega móttöku hælisleitenda frá ríkjum þar sem ekki geisar stríð og ég vara ykkur við því að fjölga Albönum í landinu.
En endilega haldið áfram að leika ykkur, hlaupa maraþon og flykkjast á drykkjuhátíðir út um allt land. Ykkar er að fá á baukinn þegar allt fer í óefni og þið ráðið ekki við neitt á glæpaeyjunni Íslandi.
Landinu mínu fagra er ekki bara nauðgað af stóriðju heldur líka af vanþakklátu fólki. Hver ber ábyrgðina á þeim lögfræðingum sem verja hvern sem er inn í landið ? Auðvitað enginn, þetta er eins og allt annað hjá okkur. Og þið, sem teljið ykkur svo gott fólk, þá skulið þið vita að þessi mál hafa ekkert með góðmennsku að gera heldur mikla heimsku, sem umheiminum er ljós og er og verður misnotuð.
En það er ykkar komandi kynslóð að vinna, ekki bara fyrir ykkar lífi heldur líka til þess að halda uppi hælisleitendum, þar sem þið lítið á það sem siðferðislega skyldu ykkar að bjarga heiminum, en það geri ég ekki.
Ég fæddist ekki til þess að standa undir heimsku mannanna. En ég vara ykkur við, vitið þið hvað það er að missa landið sitt, sem þið munið á endanum gera? Því sterkari öflin munu ráða yfir grátklökkum ."
Gerir fólk sér ekki grein fyrir hvað það er að ana út í með því að heimta að fá hingað hundruðir af fólki úr öðrum heimi? Hvert er lokamarkmiðið hjá því? Gerir það sér ekki grein fyrir að þetta breytir þjóðinni varanlega? Er því sama þó önnur þjóð taki við landinu en nú situr það? Er engin leið að fá ábyrga umræðum um þessi mál? Bara öskur um nasista og rasista?
Stefanía talar af reynslu. Það gerir ekki Hallgrímur Helgason eða hans nótar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:54 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 3419867
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Snilldarlega sagt og svo rétt. Hvernig vaeri ad allt thetta góda fólk hjálpadi íslendigum sem eru á gotunni og thurfa á hjálp ad hald..???
Eda er thetta ekki bara sýndarmennskan í sinni fullkomnustu mynd.
Thad er alltaf sama sagan. Minnihlutahópar ná alltaf ad hafa nógu hátt og med thví ad gera thad, thá fullvissa their sjálfa sig um ad thjódin sé sammála.
Held ad thad yrdi ansi skrítid á svipinn ef thjódin fengi ad ráda en ekki einhver hópur af fólki sem tilbúid er ad setja hér allt til fjandans.
M.b.kv.
Sigurdur Hjaltested (IP-tala skráð) 1.9.2015 kl. 08:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.