Leita í fréttum mbl.is

Nafnlaust bréf

er einnig að finna í Morgunblaðinu í dálki Velvakanda. 

Ég birti það hér á mín ábyrgð þar sem mér finnast sjónarmiðin athyglisverð:

"Nú er verið að kynda undir nýjasta æði Íslendinga sem er móttaka flóttamanna. Yfirkyndarinn er á vegum 365 miðla og sendir sitt fólk til að finna fyrrverandi fréttamenn sem komnir eru í vinnu í hörmungariðnaðinum til þess að spyrja álits, sem þeir gera fúslega og segja það sem búist er við af þeim.

Svo eru fréttamennirnir sendir til að taka viðtöl við félagsmálaráðherra sem sér færi á að minna á sig með óábyrgum yfirlýsingum og svo snúa sér að öðrum pólitíkusum sem reyna að yfirbjóða næsta mann og svo eru það bæjarstjórar ýmsir sem sjá sér leik á borði að fá fullt af fólki í sína bæi á meðgjöf frá ríkinu því flóttamenn kosta.

Þeir fá frítt húsnæði og uppihald í nokkur ár á meðan er verið að koma fótunum undir þá og það væri fróðlegt að fá upplýsingar frá félagsmálaráðherra um áætlaðan kostnað við að taka við þeim 50 sem talað var um í upphafi. Þá getur skattborgarinn kannski áttað sig á hvað yfirboðin frá t.d. pólitíkusum kosta.

Hvar á að skera niður á móti í velferðarkerfinu - því það verður gert og það þarf að hafa fullt af fræðingum á launum til að gera þessu fólki vistina bærilegri.

Verður almennur skattgreiðandi kátur með að lenda enn aftar í biðröðum eftir aðstoð? Getur það hugsanlega valdið gremju í garð flóttafólksins sem flutt er inn í æðinu?Viljum við fá öfgahópa sem gera aðsúg að þessum gestum okkar?

Við höfum ekki verið að standa okkur vel í flóttamannamálum og sorglegt er dæmið af sjúka flóttamanninum sem sleppt var á almenning áður en heilsufar hans var kannað og hann náði að setja líf fjölda ungra stúlkna í hættu. Íslendingar hafa aldrei haft nýlendur né farið með hernaði á hendur þessa fólks (pólitík Bjarkar).

Við eigum að vanda okkur og taka ekki við öllum því með getur flækst stórhættulegt fólk og við þurfum að skoða bakgrunn þess áður en við tökum við því, tökum frekar færri og gerum vel við þá.Látum þjóðina njóta vafans."

(Feitletranir eru bloggarans)

Er ekki ástæða til að staldra ögn við áður en einstakir gáfumenn sem eiga aukakamers út i Flatey koma því til leiðar að landið sé galopnað fyrir hverskyns flóttamönnum? Vill þjóðin þetta eða bara einhver minni gáfumannafélög?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Gott innlegg maður er dolfallin af þessari góðmennsku á okkar kostnað og Kæra Eygló fær allan heiðurinn á heimsvísu. 

Valdimar Samúelsson, 1.9.2015 kl. 16:49

2 identicon

Nauðsinlegt er fyrir skattgreiðendur að fá upplýsingar um hvernig hafi tiltekist með flóttafólkið sem Akranes tók við, hvort þeir sem ekki stunda skóla, séu komnir í fasta vinnu, og hvernig flóttafólkið hafi samlagast heimamönnum.              

Held að það sé nauðsylegt að landsmenn fái þessar upplýsingar, svo hægt verði að gera sér grein fyrir hvort skattgreiðendur treista sér til að taka við 50-100-500 eða 5000 flóttamanna.

Síðan er mikilvægt að þetta séu að mestum hluta kristnir flóttamenn.

Síðan held ég að besta lausnin sé að þjóðin kjósi sjálf um hvort hún treystir sér til að taka við 50-100-500-5000 flóttamönnum, tel það skyldu stjórnvalda að þjóðin kjósi um þetta mikla ágreiningsmál sjálf.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.9.2015 kl. 16:55

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Valdemar, maður er krossbit og kjaftstoppp.

Sjáðu þennan rithöfund á framfæri þjóðarinnar,Hallgírm Helgason. Á að tala við þennan mann um kostnað? Myndi það þýða?

Nafni

3.málsgrein  er auðvitað sú fyrsta spurning sem á að fara eftir.Næst er hvaða menntun hefur viðkomandi svona með tilliti til fyrri reynslu af Akraneskonunum.Við eigum að velja okkur flóttamenn með tilliti til þess hvaða hæfileikum við sækjumst eftir. Ekki eftir fegurðarsmekk og vælum viðkomandi.

Dettur þér hug að elítan láti okkur nokkurntíman koma að ákvarðanatökunni?

Halldór Jónsson, 1.9.2015 kl. 21:14

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þarna gætir mikils misskilnings varðandi það að taka á móti kvótaflóttamönnum. Í fyrsta lagi er ljóst að bréfritari skilur ekki munin á hælisleitendum sem hingað koma og því að taka á móti svokölluðum kvótaflóttamönnum. Hælisleitendur einfaldlega skjóta upp kollinum hér og við þurfum að kanna allan þeirra bakgrunn til að vita hvort þeir eru raunverulega að flýja stríð eða ofsóknir eða ekki. Kvótaflóttamenn eru hins vegar á vegum Flóttamannastonunar Sameinuðu þjóðanna sem eru búnar að kanna bakgrunn þeirra og skilgreina þá sem flóttamenn sem þurfa vernd.

Flestir þessara flóttamanna eru vinnufært fólk og börn þeirra. Þeir fá stuðning í tvö ár en eru síðan á eigin vegum. Þeir stunda sína vinnu og greiða sína skatta. Þegar upper staðið eru tekjur hins opinbera af þeim síst minni en kostnaðurinn þó vissulega falli kostnaðurin mikið til í uphafi en tekjurnar koma síðar. 

Það að taka á móti flóttamönnum skerðir því ekki möguleika okkar til að hjálpa þeim Íslendingum sem höllum fæti standa og þurfum við því ekki að velja þar á milli.

Og Halldór. Þegar aldurinn færist yfir hjá þér og þú ferð að þurfa að nota heilbrigðiskerfið mikið og hugsanlega að nota mikið af lyfjum þá mun það að hluta til verða fjármagnað með sköttum sem þeir koma til með að greiða sem við tökum við sem flóttamenn á næstu árum. Og það sama á við um fjármögnun þess hjúkrunarheimilis sem þú hugsnlega munt dvelja á seinustu ári. Og þar að auki er líklegt að sumir þeirra flóttamanna verði meðal þess starfsfóks sem annast þig á þessum stofnunum þegar þar að kemur.

Við skulum ekki gleyma því að með þessum flóttamönnum fáum við mikinn mannauð sem auðgar íslenskt safélag þegar fram í sækir bæði í eiginelgri og óeiginlegri merkingu þess orðs.

Hér má sjá bloggsíður tveggna ungra stjúlkna sem komu hingað sem flóttamenn á barnsaldri. Það þarf ansi mikla fordóma í garð útlendinga til að telja að það hafi verið slæmt fyrir íslenskt samfélag að þær og fjölskyldur þeirra hafi komið til landsins.

http://eyjan.pressan.is/frettir/2015/08/30/jovana-kom-6-ara-sem-flottamadur-til-islands-umraedan-gerir-mig-virkilega-sorgmaedda/

http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/kom-8-ara-til-islands-sem-flottamadur-her-fekk-eg-taekifaeri-til-ad-gera-thad-sem-mig-langar-vid-lifid-mitt

Sigurður M Grétarsson, 1.9.2015 kl. 23:05

5 identicon

Tek heilshugar undir það að þjóðin sjálf fái að ráða því hve margir flóttamenn 50-100-500-5000 verða fluttir til landsins.Því það er svo margt vanhugsað í þessum málum hjá blessuðum ráðherranum, í sumum trúarbrögðum fá konur ekki að vinna utan heimilis, og ein fyrirvinna dugar ekki á Íslandi,  og þessar fjölskyldur fara beint á framfærslu hins opinbera, því ástandið á íslandi gerir kröfur um tvær fyrirvinnur og dugar ekki til , samt eru þessar fjölskyldur að missa íbúðirnar ofan af sér. 

Síðan talar ráðherran um að flytja inn samkynhneigða og transfólk, hélt að nóg væri nú um samkynhneigða á Íslandi,og transfólk sem þarf að fara í kynleiðréttingu, það er greinilegt að nú þarf framsókn að skipta út ráðherra, ef ekki á ylla að fara fyrir Framsóknarfloknum, nú er maður orðinn algjörlega kjaft stopp, og best að stoppa.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 1.9.2015 kl. 23:25

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er furðulegt að halda því fram að flóttafólk sem kemur til Íslands greiði skatta.

Jú kanski greiða flóttamenn skatta af styrkjunum frá Ríki og Bæ, en að það hjálpi að greiða fyrir lyf fyrir Halldór í ellinni er algjör misskilningur.

Þetta fólk fer ekki í vinnu, Akranes er að biðja um að Ríkið haldi áfram að styrkja bæjarfélagið til að standa undir kostnaði við uppihaldi flóttamanna.

Íslendingum kemur þetta ekkert við og eiga alls ekki að taka við einum einasta flóttamanni. 

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 2.9.2015 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 3419867

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband