Leita í fréttum mbl.is

Er raunsæi bannað?

þegar kemur að innflutningi flóttamanna og veitingu hælis af einhverri tilfinningasemi eins og í tilfelli Tony Omos.Það er aldrei spurt um kostnað samfélagsins af manngæsku vinstri elítunnar og því er ekki úr vegi að reyna það.

Ég fann ritgerð eftir Ingu Sveinsdóttur um móttöku flóttamanna. Þar er greining á kostnaðarþáttum við móttöku flóttamanns á lykilformi.

Ég reyndi að fylla í línurnar miðað við fjölskyldu með 2 börn, mállaus við komuina til landsins og örsnauð. Ég slumpa á þær krónur þar sem mig brestur þekkingu en tek fram að hér er um kostnað á mánuði per einstakling í fjögurra manna fjölskyldu og fæ þá  út meðalmánaðarkostnað hvers flóttaseinstaklings.

Ég tek leikskólakostnað á áætluðu raunvirði sem er kannski úrelt en allir vita að foreldrar borga aðeins brot af kostnaði með leikskólagjöldum. Því eru öll líkindi að tölur mínar vegna ýmisar samfélagsþjónustu séu kolvitlausar. En þær eru allavega ekki of háar.Það er erfiðar með almenna skólakerfið auðvitað en þó mætti deila nemendum upp í fjárlög.

En ég gerði tilraun að setja tölurnar inn í lykilinn hennar Ingu. Tölurnar eru kostnaður í krónum per einstakan flóttamann á mánuði miðað við að hann tilheyrir fjögurra manna fjölskyldu:

Fjárhagsáætlun vegna móttöku flóttamanna

Framfærsla

Framfærsla Matur og nauðsynjavörur fyrsta mánuðinn

(reiðufé)                                      20.000

Fjárhagsaðstoð vegna daggæslu                  15.000

Skólamáltíðir                                  10.000

Íþróttir og tómstundir                         10.000     

Styrkur vegna fatakaupa                        10.000     

Samtals framfærsla                         kr. 65.000  

Húsnæðiskostnaður

Húsaleiga                                   kr.50.000

Framlag sveitarfélags til húsaleigu 

Húsaleigubætur

Sérstakar húsaleigubætur

Sími og nettenging                           kr.10.000    

Viðhald og viðgerðir                         kr.20.000

Samtals húsnæðiskostnaður                  kr.  80.000

Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæsla Lækniskostnaður                kr   40. 000 

Augnlækningar Gleraugu og önnur hjálpartæki kr  30.000

Tannlækningar                                kr.40.000      

Sálfræðiþjónusta (                           kr.20.00    

Samtals heilbrigðisþjónusta               kr.  130.000

Menntunarkostnaður 

Leikskóli og daggæsla                      kr.   100.000    

Grunnskóli                                  kr.  100.000 

Framhaldsskóli                              kr.  100.000

Kennsla í og á móðurmáli                    kr.  100.000 

Fullorðinsfræðsla                          kr.   100.000  

Starfsþjálfun                               kr.  100.000

Samtals menntunarkostnaður                  kr.  600.000

Ráðgjafaþjónusta og annað

Félagsráðgjöf                                 kr. 50.000 

Kennsluráðgjöf Túlkaþjónusta og þýðingar

Ýmislegt

flóttamannavegabréf, hópferðir, o.s.f.v.)     kr. 50.000

Samtals ráðgjafaþjónusta og annað             kr. 100.000

Verkefnastjórnun

Verkefnisstjóri                               kr. 20.000

Símakostnaður og bifreiðastyrkir              kr. 50.000

Ferðakostnaður                                 kr.50.000

Skrifstofukostnaður                            kr.20.000

(í eitt og hálft ár)

Samtals verkefnastjórnun Ófyrirséð            kr.140.000-

                                            

Þá eru eftir liðir vegna móttöku, flutnings til landsins

yfirumsjón, aukin vinna ráðuneyta, skattstofa,

                                             kr. 150.000

Það er ekki að búast við að þessi kostnaður lækki.Miklu fremur mun hann aukast vegan flutnings ættinga hingað af mannúðarsjónarmiðum .                      

                                              kr. 50.000  

 

Samtals kostnaður við hvern flóttamann á mánuði  kr. 1.295.000

 

Þetta er gróft áætlaðar tölur sem eru settar á kostnaðarlykil Ingu Sveinsdóttur í hennar ágætu ritgerð við Háskólann. Tölurnar tel ég fremur vera vægt áætlaðar og geta verið mun hærri ef grannt væri  skoðað en tæplega mikið lægri. 

Útlagður kostnaður ríkis og sveitarfélaga við hvern flóttamann er þá minnst kr. 1.300.000  per mánuð. Þessi tala mun ekki lækka heldur haldast verðtryggð um mörg ókomin ár.

50 flóttamenn núna munu því kosta  meira en sextíog fimm milljónir á mánuði frá fyrsta mánuði, 780 milljónir á fyrsta árinu.(Hvað þá 5.000 eða 50.000eins og þeir algáfuðustu leggja til?)

Á tíu árum yrði þetta  7.8 milljarðar. Hugsanlega fara einhverjir þeirra að skila til þjóðfélagsins á þessum tíma og þeim mun fyrr sem valdir eru kristnir og menntaðir einstaklingar en ekki eftir táraflóði og Malaga-methodík eins og hér er háttur. þarna eru þó til reynslutölur.

Þeir fremstu að gáfum meðal okkar hafa stungið upp á að taka 50.000 flóttamenn í einu. Þeta myndi kosta Ísland hátt í þúsund milljarða á því ári. Hvað  myndum við spara við okkur í staðinn? Hvernig myndum við leysa það tæknilega?  5.700 manns á biðlista eftir aðgerðum? Hundruð manna háðir opinberum matargjöfum? Vantar spítala uppá tugi milljarða.

Hvar liggja þá mörkin í fjölda flóttamanna og þurfalinga? Hversu mikilli gjafmildi hefur þjóðin efni á? Er það fyllilega raunsætt að tala með þessum hætti eins og gáfumennin og fyrirmennin hafa gert?

                                                     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Norðmenn hafa reiknað það út að hver flóttmaður frá þessum heimshluta kosti að meðaltali 100 milljónir króna þegar upp er staðið að lokum. Það þýðir að múslímskur flóttmaður kostar enn meira. Kostnaðurinn í krónum og aurum er þó auðveldasti kostnaðurinn við að eiga. Ég tel að vestræn menning eins og við höfum þekkt hana sé bókstaflega í húfi. Það hljómar kannski mjög dramatískt en er ekki sagan uppfull af dæmum um það hvernig menningarheimar hafa hrunið?

Valdimar H Jóhannesson, 3.9.2015 kl. 11:04

2 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Halldór,

Hvað kostar það að hafa fólk á Íslandi?  Sennilega um tíu þúsund milljarða á ári.  Er þá ekki hagkvæmast að fólk hætti að búa á Íslandi og annars staðar þar sem það kostar peninga að lifa?  Það getur engan veginn staðist hreina peningalega hagkvæmni að halda úti byggð á afskektri eyju lengst norður í ballarhafi, ef peningar eru það eina, sem við eigum að spá í?  Aumingjaskapur margra Íslendinga er stundum svo hlálegur að það er grátlegt að horfa upp á volæðisháttinn.

Kveðja

Arnór Baldvinsson, 3.9.2015 kl. 14:47

3 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Halldór og Valdimar,hafið báðir innilegar þakkir fyrir innlegg ykkar. Betur væri, ef okkar mjög svo gáfaða þjóð hugsaði meir á ykkar nótum.

Kveðja,

kristjan9

Kristján P. Gudmundsson, 3.9.2015 kl. 14:50

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Mér heyrist á öllu skvaldrinu að þjóðin sé að verða svo aumingjagóð að hún sé í raun hætt að vera þjóð. Núna á hún að vera eitthvað annað. Segja má að þetta annað sé loksins komið í leitirnar eftir allan þennan tíma.

Verst að það stendur ekki fyrir sjálfráða og sjálfstæða þjóð heldur ...skap.

Í upphafi skal endan skoða og það er nákvæmlega það sem síðuskrifari er að benda fólki á. Að gera sér grein fyrir hlutunum er nr. 1 og á ekkert skylt með volæði.

Það að gera það ekki er ávísun á volæði og aumingjaskap.

Sindri Karl Sigurðsson, 3.9.2015 kl. 16:13

5 identicon

Arnór.  Þetta er nú með því heimskulegra og er þá langt til jafnað.

Til að mæta kostnaði vegna flóttamanna er bara tvennt í boði: Skattahækkun og niðurskurður.

Ég held að flestum þyki skattar á almenning alveg nógu háir.  Allavega er fólk ekki svo sælt af kjörum sínum svona yfirleitt.

Hvar á svo að skera niður?  Í heilbrigðiskerfinu?  Í menntakerfinu?  Menningunni?  Ekki svo viss um að 5 og 10 þúsund flóttamannaöskuraparnir yrðu beint hrifnir af því.

Þá er bóta- og tryggingakerfið eftir.  Þar má sjálfsagt skera fyrir þeim.  Íslenskir bótaþegar hafa það nefnilega svo mikið betra en flóttafólkið.

ocram (IP-tala skráð) 3.9.2015 kl. 16:25

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Frá hvaða plánetu kemur Arnór Baldvinsson eiginlega?  Það virðist vera að RAUNSÆI sé með öllu bannað hjá þessu "Rétttrúnaðarliði".  "Vinstri hjörðin" fékk tækifæri til  þess að koma hér öllu í gott horf á síðasta kjörtímabili en þess í stað var öllu komið hér á vonarvöl og hefur núverandi ríkisstjórn átt fullt í fangi með að laga hér til eftir óreiðu "Ríkisstjórnar Fólksins" og það hefur bara gengið vonum framar.  En ekki er fyrr farinn að sjást einhver árangur en "Rétttrúnaðarliðið" heimtar að öllu sé komið fyrir bí með því að tekið verði við einhverjum þúsundum flóttamanna en þeim finnst algjört aukaatriði hvernig eigi að fjármagna þetta.

Jóhann Elíasson, 3.9.2015 kl. 17:58

7 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Piltar, eru þetta góð vísindi.

Muslim Demographics

þarna er fjöldi fæðinga í hinum ýmsu löndum skoðaður og dregnar áliktanir af því.

Egilsstaðir, 04.09.2015  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 4.9.2015 kl. 09:47

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir Valdimar. Ég deili þínum áhyggjum.Merkilegt að enginn spyr um kostnaðinn þegar rætt er um upptöku svo og svo margra flóttamanna. Og flóttamenn eru ekki skilgreindir í undirtegundir. Ómenntaðir, ólæsir, hinsegin, alnæmissmitaðir eða fólk með kunnáttu. Það virðist ekki mega velja á milli múslímskra og kristinna?

Arnór, ég sé á þínu bloggi að þú ert töluglöggur maður. Þú ert allavega hættur að búa á Íslandi og sparar fyrir okkur. En hvað finnst þér í raun um kostnaðinn af flóttamönnum? Erum við aumingjar að velta honum fyrir okkur? Eða hvernig á ég að skilja þig?

Takk fyrir allir saman

Halldór Jónsson, 4.9.2015 kl. 23:42

9 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

hvað með húsnæði? Er Dagur kannski búinn að byggja þessar 2000 Íbúðir sem vantar nú þegar? Hvernig í ósköpunum ætla menn að leysa það? Nei mér datt þetta svona í hug!

Eyjólfur G Svavarsson, 5.9.2015 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband