Leita í fréttum mbl.is

Reykjavík

er líka vandamál okkar í Kópavogi.Aumingjarekstur Dags Bé. og EssBjarnar á Borgarsjóði þýðir hærra orkuverð yfir okkur. Við verðum að greiða hátt í tvöfalt Seltjarnarnesverð fyrir hitaveituna. Rafmangið verður mun dýrara þegar þeir kumpánar hækka bara afgjaldið af Orkuveitunni þegar þá vantar peninga í sukkið.

Einn helsti baráttumaður Sjálfstæðismanna í Reykjavík heitir Kristján Karl Brynjarsson. Hann skrifar svo í Morgunblað dagsins:(bloggari feitletrar)

"Rekstrarvandi A-hluta borgarsjóðs er ekki einhver tímabundin óheppni, vegna þess að ekki náðist að selja nógu margar lóðir. Eða vegna þess að síðasti vetur hafi verið óvenju snjóþungur, líkt og í öðrum betur reknum sveitarfélögum. Heldur er vandinn langvarandi kostnaðarvandi.

Þrátt fyrir að í Reykjavík hafi útsvarið verið í hæstu hæðum frá árinu 2010, hagvöxtur og almennt efnahagsástand verið á uppleið hefur A-hluti borgarsjóðs, að einu ári undanskildu, verið rekinn með tapi síðan 2010. Þetta eina ár sem staða sjóðsins var hífð upp fyrir núllið, var það gert með eignatilfærslum og öðrum bókhaldsbrellum.

Nú er svo komið að ekki verður brugðist við vandanum á annan hátt, en að lækka rekstrarkostnað borgarinnar verulega, eða um 10%. Afsakanir, um að eitthvað annað en fjármálastjórn borgarinnar hafi brugðist, duga ekki lengur og eru beinlínis skaðlegar. Við blasir að fækka verði stöðugildum hjá borginni um 500. Án þess þó að þjónustan skerðist um það sem því nemur.

Reyndar var ekki hægt að fara með þjónustuna neðar en á botninn þar sem hún er samkvæmt síðustu þjónustukönnun Gallup. Verði ekkert að gert og verði fjármálum borgarinnar áfram stýrt af sömu lausung og verið hefur undanfarin fimm ár, þá mun eigið fé borgarinnar verða uppurið eftir 15 ár.

Það ætti því að vera orðið hverjum manni ljóst, nema kannski meðhlaupurum núverandi meirihlutaflokka í borgarstjórn og meirihlutanum sjálfum, að núverandi meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata er gersamlega úti á þekju í fjármálum borgarinnar. Það sem er kannski enn verra, er það að núverandi meirihluti hefur enga burði til þess að taka á málunum af myndugleika. Enda er þar valinn maður í hverju rúmi í því að bruðla með annarra manna peninga.

Stærsti vandinn er þó kannski sá, að borgarstjóri þráir sviðsljósið, meira en allt annað. Enda þar allt svo bjart og fagurt. En forðast dagsljósið, sem er þó eins og sakir standa æði drungalegt, eins og heitan eldinn. Enda þar ekkert að finna nema uppsöfnuð leiðindi, en þó lífsnauðsynleg, til þess að stýra málum hér í borginni á þann hátt að ekki hljótist af stórfelldur skaði. "

Ég gleðst yfir því að slíkur maður skuli vera í fylkingarbrjósti skattgreiðenda í Borgarstjórn Reykjavíkur. Þó erfitt sé að fást við ofurefli og peningaaustur Borgarstjóra í skrautsýningar á sjálfum sér, þá er þýðingarmikið að skattgreiðendur greini vandann sem við er að etja.

Dagur hér og Dagur þar á myndum allstaðar er reynt að nota til að draga athyglina frá þeim staðreyndum, að sukkið í Reykjavík er vandamál alls höfuðborgarsvæðisins þar sem að Dagur Bé. hann er með skotleyfi á pyngju heimilanna í gegn um Orkuveituna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband