Leita í fréttum mbl.is

Söguleg upprifjun

er hollur lestur í grein Sigurðar Oddssonar kollega.

"Geir bað Guð blessa Ísland og við fengum fyrst makrílinn. Svo eldgos og túrista. Mesta blessunin var þó að Jóhönnu og Össuri með dyggum stuðningi Steingríms tókst ekki að troða okkur í ESB, þrátt fyrir eindreginn vilja.

Voru reiðubúin að greiða Icesave fyrir aðganginn.

Sá síðastnefndi sveik um leið kosningaloforðið, sem átti stærstan þátt í kosningasigri VG. Þau svik verða seint toppuð. Það má segja um Steingrím að hann er kjarkmaður mikill að hafa boðið sig aftur fram til þings.

Össur aftur á móti lagði sig allan fram um að standa við kosningaloforðið. Fór meira að segja sérferð með umsóknareyðublöðin til vinaþjóðar okkar, Svía, og sparaði ríkissjóði í leiðinni frímerkin.

Ég fór í sumarfrí til Krítar skömmu eftir að Steingrímur fór á vegum AGS til Grikklands að hjálpa til við lausn efnahagsvanda Grikkja. Eitt kvöldið var ég í göngutúr og fór inn á veitingahús við ströndina til að svala þorstanum. Ung og falleg kona afgreiddi mig og spurði. Hvaðan kemur þú? Frá Íslandi svaraði ég. Það gengur vel hjá ykkur… Þið eruð með krónuna en ekki helv… evruna, bætti hún við er hún sá að ég skildi ekki hvað hún átti við. Ég spurði þá hvort hr. Steingrímur hefði ekki komið að hjálpa þeim og hún spurði.

Hvaða Steingrímur? Þrátt fyrir alla umfjöllunina vissi hún ekkert hver Steingrímur var. Þá var ég hissa og sagði að AGS hefði sent hann þeim til hjálpar. „Hann er ekki góður maður hafi AGS sent hann. Þeir vilja alltaf meir og fá aldrei nóg.“

Síðan áttum við langt samtal. Hún sagði mér að hún ætti staðinn, sem var gisti- og veitingahús. Áður hefði hún haft starfsfólk í vinnu, en nú væri hún eiginlega ein og vinnudagurinn langur. Alla daga vikunnar. Ég sagði henni að frá hruni hefði vinnudagurinn líka verið langur hjá mér og væri enn, þó ég væri nú í sumarfríi. Hún svaraði.

„Þið sjáið þó fyrir endann á þessu, en hjá okkur er ekkert nema svartnættið framundan.“ Merkilegt er að til séu Íslendingar sem tala niður krónuna og eiga enn þann dag í dag þá ósk heitasta að ganga í ESB."

Má ekki annars bara dást að því að Steingrímur J. skuli hafa kjark til að ganga uppréttur á götum úti og mæta augliti fólks? Um leið og maður verður að gera sér ljóst að kjósendur hans líta allt öðruvísi á málin en andstæðingar hans. Hans stuðningsmenn sjá ekkert annað en að þessi maður hafi lagt jafnvel matarlaus nótt við dag að bjarga þjóðinni? Og svo Grikkjum í framhaldi? Hinir eins og við Sigurður sjáum hlutina svo allt öðruvísi.

Stjórnmálamaður þarf að geta logið blákalt án þess að depla auga, halda hiklaust fram að hvítt sé svart ef það hentar, geta sagt "það var þá" ef eitthvað er rifjað upp úr fortíðinni og kallað taprekstur undirliggjandi halla. Af þessum orðum ættu lesendur kannski að geta ráðið í hver mín persónulega mesta stjórnmálahetja er í gegn um tíðina og enginn hefur toppað.

Það þýðir ekkert hálfkák í pólitík. Kannki ættu menn að fara að velta slíku fyrir sér þegar styttist í kosningar og 80 % ætla að kjósa aðra flokka en Pírata séu skoðanakannanir rétt lesnar.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Það var gaman að krónan fékk hrós.

Egilsstaðir, 04.09.2015 Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 4.9.2015 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband