Leita í fréttum mbl.is

Skárri er það nú fylkingin

sem ætlar að bjarga landinu frá svartnættinu til bjartrar framtíðar án þess að nota til þess innflutt bensín.Manni skilst að þeir vilji fremur framleiða það innanlands en flytja það inn. Ekki verður sér hvernig það kemur til með að létta undir með einstæðum mæðrum og öryrkjum sem eru uppáhaldshópar vinstrimanna að útvega þeim dýrara bensín.

 

samfósarEinn góður vinur minn tengdur olíufélagi hafði gaman af kveðskap og geymdi hann á miðum sem voru dreifðir um vasa hans. Stundum leitaði hann lengi áður en réttur miði fannst. 

Eitt sinn sá hann myndir af pólitískum andstæðingum sínum. Þá kom miði í leitirnar þar sem stóð:

"Hér í hlaðið rógur reið

ranglætið og illgirnin

lygi  og smjaður skelltu á skeið

skárri er það nú fylkingin."

Hann krafðist þess að ég lærði þessa vísu af því að skáldið, sem hann sagði vera Pál Ólafsson, væri það skylt mér.Hann var mikill og góður húmoristi og laumaði frá sér beittum athugasemdum.  Hann lofaði mér sínum stuðningi hvenær sem ég vildi bjóða mig fram til miðstjórnar með sérstökum glampa í augunum. Ég féll held ég einum sex sinnum við slík tækifæri o alltaf var hann jafn hissa á því að áróðursvél sín hefði ekki fengið skilaboð sín í tæka tíð eða eitthvað annað hefði hent.

Stundum dúkkar skrambans vísan upp við óviðeigandi tækifæri svona alveg óvart og algerlega andstætt minni innstu sannfæringu og án nokkurra tenginga við veruleikann. Auðvitað má maður ekki fara með svona kveðskap í pólitík eins og gamli Páll.Það er rétt svo að ég þori að láta þessa færslu standa þar sem ég er alls ekki að væna þessa menn um nokkuð ljótt. Miklu frekar að minnast þessa gamla vinar míns.

Jáhá. Fríðar eru þær fylkingarnar þeirra sem ætla sér að hafa vit fyrir okkur hvað bíla og bensín varðar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband