8.9.2015 | 08:44
Hættulegar hugmyndir
koma fram i viðtali Mbl. við Hauk Arnþórsson stjórnsýslufræðing. Hann státar af dómbærni sinni um hvað sé hæfilegur fjöldi stjórnarandstöðu Alþingis til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um þingmál. Alla þessa þekkingu hefur hann frá líklega Stjórnlagaþinginu sáluga.
Með greininni er mynd af breiðu glotti Katrínar Jakobsdóttur eins og til að undirstrika hættuna af þessari ráðstöfun. En dr. Haukur segir af spekt sinni í Moggafréttinni sem hljóðar svo;
"Hvorki forseti Íslands né kjósendur ættu að hafa rétt til að vísa málum til þjóðaratkvæðis. Þessi réttur á að vera í höndum alþingismanna og ætti að vera nægilegt að þriðjungur þeirra færi fram á þjóðaratkvæðagreiðslu."
Þetta segir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur, sem vill að Íslendingur taki upp það kerfi sem Danir hafa haft í marga áratugi.
Markmið málskotsréttar er væntanlega að tryggja samræmi á milli almannavilja og fyrirætlana stjórnvalda. Þeim markmiðum er best náð með því að minnihlutinn á Alþingi hafi þann rétt, enda má þá segja að hann sé virkur, það er sé í höndunum á aðila sem getur haft áhrif á mál og samið um málamiðlanir. Þannig geti hann leitt til skapandi lausna. Hins vegar má segja að hann sé óvirkur ef hann er knúinn fram með undirskriftum eða ef hann er hjá forseta, hann geti þá einvörðungu leitt til höfnunar máls,
segir Haukur í samtali við Morgunblaðið. Rétt er að minna á að þjóðaratkvæðagreiðslur eru ekki markmið í sjálfu sér, þær hafa marga galla svo sem að þær leggja áherslu á meirihlutavald, en þróuð samfélög taka einnig tillit til minnihlutans og ef þær eru síendurteknar dregur fljótlega úr þátttöku,
bætir hann við. Haukur telur ekki hættu á misnotkun ef minnihluti þings geti vísað máli til þjóðaratkvæðis.
Ég held ekki. Minnihlutinn hefur ekki gert það í Danmörku, heldur notað málskotsréttinn til þess að semja sig inn í mál. Áhættusamt gæti verið fyrir minnihlutann að efna til þjóðaratkvæðis sem ekki fellir mál. Við það veikist samningsvald hans í þinginu.
Ósennilegt er því að hann efni til þjóðar atkvæðagreiðslu nema að undangenginni undirskriftasöfnun þannig að hann gangi að meirihlutavilja almennings vísum. Slík undirskriftasöfnun styrkir svo aftur stöðu hans í þinginu. Ef almannavilji og fyrirætlanir stjórnvalda ganga í sitt hvora áttina má samt hugsa sér að þjóðaratkvæmagreiðslur yrðu aftur og aftur, en ef málskotsrétturinn er í höndum minnihlutans á þingi er líklegt að stjórnmálin gangi í gegnum þroskatímabil þar sem aðilar lærðu að taka aukið tillit til minnihlutans. Það gæti leitt til aukinnar samfellu í reglusetningu.
Haukur segir að almenningur hafi ekki verið upplýstur um takmarkanir þjóðaratkvæðagreiðslna og margir líti á þær sem markmið í sjálfu sér.
En ef málskotsrétturinn nái tilgangi sínum muni draga úr slíkum áhuga. Hann segir að tilkoma netsins og samfélagsmiðla hafi stóraukið pólitískt vald almennings og vilji almennings hafi mikið meira vægi en áður. Á þessum tímum sé ekki heppilegt að stórauka styrk almannaviljans með myndun formlegrar leiðar gagnvart stjórnarframkvæmdum, sem svo aftur veiki fulltrúalýðræðið."
Merkilegt er að Morgunblaðið birtir þennan pistil hins barnslega sakleysis gagnrýnilaust. Þó má segja að myndin af Katrínu Jakobs í stjórnarandstöðu segi allt sem þarf um gersamlegan óframkvæmanleika þessara hugleiðinga doktorsins.
Þroskastig þess fólks sem kosið er á þing nú til dags af hinum ýmsustu misábyrgu framboðum sæju fljótt til þess að Alþingi ræki upp á sker og var það ekki sérlega vel siglandi fyrir.
Það verður þó að vera vakandi gagnvart svona víðtækum barnaskap og óraunsæi þegar hann birtist og einkanlega þegar hann er sveipaður í bókvísi kunnáttu í þrætubók. Þetta sannar enn og einu sinni hversu núverandi stjórnarskrá tekur öllum tillögum Háskólasamfélagsins og 101 liðsins fram.Hún dugar Íslendingum alveg ágætlega hér eftir sem hingað til.
Það er margt annað sem vantar miklu fyrr en fitl við Stjórnarskrána og ástæða til að vera á varðbergi gegn svo hættulegum hugmyndum sem doktorinn reynir að læða inn í skrautumbúðum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:50 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Það væri hægt að einfalda málið mikið með því að taka upp franska kosningakerfið hér á landi:
=Almenningur ætti kost á því að kjósa hæfasta/ vitrasta einstaklinginn beint á toppinn í skipuriti þjóðarinnar og hann þyrfti að bera raunverulega ábyrgð á öllu frá A-Ö.
http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1792985/
Jón Þórhallsson, 8.9.2015 kl. 09:28
Ég er innilega sammála þér í þessari grein þinni, ágæti Halldór Jónsson. Hugmyndir doktorsins eru EKKI til góðs.
Jón Valur Jensson, 8.9.2015 kl. 15:19
Í stað þess að vera alltaf að vísa einhverjum málum til forsetans með atkvæðagreiðslu;
>er þá ekki bara alveg eins gott að kjósa forseta á Bessastaði í framtíðinni sem að leggur af stað með stefnur í stærstu málunum?
Jón Þórhallsson, 8.9.2015 kl. 17:31
Nei, nafni, þetta er rangt hugsað hjá þér.
Málskotsvaldið er öryggisventill, og veitir ekkert af; en aðrir en forsetinn eiga að stjórna hér dagsdaglega.
Jón Valur Jensson, 8.9.2015 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.