Leita í fréttum mbl.is

Skattkrumla kommúnistanna

fær greinilega umfjöllun í Staksteinum Morgunblaðsins í dag:

"Fjárlagafrumvarpið var kynnt í gær og fylgdi kynningunni að óvissan í frumvarpinu væri jákvæð, sem hlýtur að vera afskaplega jákvætt.

En viðbrögðin við þessari jákvæðu óvissu voru ekki öll jákvæð. Formaður Vinstri grænna taldi það „óskynsamlega ráðstöfun að fara í skattalækkanir“, og staðfesti með því að vinstri menn sjá aldrei svigrúm til skattalækkana. 

Þegar illa árar í þjóðarbúskapnum er hallærið notað sem röksemd fyrir því að ekki megi lækka skatta og jafnvel talið styðja gríðarlegar skattahækkanir eins og á síðasta kjörtímabili.

 Þegar ástandið batnar óttast vinstri menn ekkert meira en þenslu og sjá enga aðra leið út úr þeirri ógn en að halda sköttum í hæstu hæðum til að drepa allt kvikt í atvinnulífinu. 

Núverandi formaður VG, Katrín Jakobsdóttir, vék aldrei frá línunni sem gefin var frá þáverandi formanni og stórmeistara í skattahækkunum, Steingrími J. Sigfússyni, hvort sem var í skattahækkunar-, Icesave- eða öðrum kjararýrnunarmálum. 

Og nú stendur hún vaktina fyrir hann og andmælir hóflegum skattalækkunaráformum núverandi ríkisstjórnar.  Vonandi verður skattalækkunarótti VG ekki látinn ráða ferðinni og skattgreiðendum leyft að njóta hinnar jákvæðu óvissu með ríkissjóði."

Borgið meira hvernig sem árar í landinu, það er boðskapur kommúnista allra tíma. Allt fyrir framtíðarríkið þar sem alræði öreiganna ríkir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Halldór - sem og aðrir gestir, þínir !

O: jæja.

Slæmir: eru helvítis Kommúnistarnir Halldór minn - og hafa löngum verið en, ....... gleymum ekki tuddaskap og lygum ofurgræðgisvæddra Kapítalízkra flokkssystkina þinna, heldur.

Það pack - (svokallaðir: Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn) standa fyrir linnulausum ránum, í formi Bifreiðagjalda og ofur- Tryggingagjalds / auk löngu úreltra Stimpilgjalda, t.d.

Á meðan það ástand varir - tjóar lítt, að hreyta í vinstra hyskið, Halldór minn.

Með beztu kveðjum samt: sem áður - af Suðurlandi /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.9.2015 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband