Leita í fréttum mbl.is

Nú skal ráðslagað

og loftslagað af hálfu ríkisstjórnarinar.

Í við tali við Sigrúnu Magnúsdóttur kemur eftirfarandi m.a. fram:

"Af öðrum málm sem unnið er að í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu má nefna stefnumörkun um landsskipulag næstu ára, hagræð- ingu hvað varðar verkefni og samstarf stofnana ráðuneytisinsundirbúning að þátttöku Íslands í hinni mikilvægu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í desember og endurskoðun byggingarreglugerðar með það að markmiði að lækka byggingarkostnað.

Ráðstefnan í París er Sigrúnu ofarlega í huga, enda hefur hún verið nefnd mikilvægasta alþjóðaráð- stefna fyrr og síðar. Þar á að ganga frá alþjóðasamkomulagi um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda. Hún segir að Ísland muni leitast við að ná sameiginlegu markmiði með ríkjum ESB og Noregi um 40% minnkun losunar til 2030 miðað við 1990. Markmiðið sé framhald af því fyrirkomulagi sem nú sé við lýði á 2. skuldbindingartímabili Kýótó- bókunarinnar, þar sem Ísland er hluti af sameiginlegu losunarmarkmiði Evrópuríkja á tímabilinu 2013- 2020...."

 

Hefur þessi ágæti ráðherra eða ríkisstjórn ekki fylgst með rökræðum vísindamanna undanfarin ár?

Eftirfarandi er að finna á www.agbjarn.blog.is sem er bloggsíða Ágústar H. Bjarnason verkfræðings. Ágúst hefur manna mest og lengst sem ég þekki fylgst með vísindarannsóknum á loftslagsmálum. Þaðer athyglisvert að hann nefnir að 

"...sérstaklega þar sem hitastig jarðar hefur staðið meira og minna í stað í fjölda ára. Menn eru þó að deila um hvort eitt árið sé hlýrra eða kaldara en annað, en þá er munurinn oftar en ekki tölfræðilega ómarktækur því hann er innan mælióvissu. Hugsanlega gæti árið í ár orðið í hlýrra lagi með hjálp El Niño sem er í gerjun núna í Kyrrahafinu..."

 

Rýrnun jökla; kólnun eða hlýnun framundan...?

RSS hitastig juli 2015

 

Stórt er spurt í fyrirsögn pistilsins og svarið er einfalt: Veit ekki.

Það er þó áhugavert að velta þessu aðeins fyrir sér, sérstaklega þar sem hitastig jarðar hefur staðið meira og minna í stað í fjölda ára. Menn eru þó að deila um hvort eitt árið sé hlýrra eða kaldara en annað, en þá er munurinn oftar en ekki tölfræðilega ómarktækur því hann er innan mælióvissu. Hugsanlega gæti árið í ár orðið í hlýrra lagi með hjálp El Niño sem er í gerjun núna í Kyrrahafinu.

Ekki verður tekið þátt í þessum metingi hér um mishlý ár, en þar sem bloggarinn er vinur vors og blóma stendur honum þó nokkur uggur af hugsanlegri kólnun eftir góðærin undanfarið.

Myndin efst á síðunni:  Samkvæmt mælingum með gervihnöttum (RSS-MSU) hefur engin hækkun í lofthita jarðar orðið síðan í janúar 1997. Notuð er aðferð minnstu kvaðrata til að finna bestu aðhvarfslínu (regression line). Smella á mynd til að stækka og sjá betur.  Ferillinn nær til loka júlí 2015.  Hann er fenginn af vefsíðu Ole Humlum prófessors við Oslóarháskóla (www.climate4you.com), en sá er þessar línur ritar teiknaði inn á hann.



Hafi einhver áhuga á smá grúski um þessi mál, þá má benda á pistil sem ritstjóri þessarar síðu dundaði sér við um helgina, en pistillinn fjallar um aðra frétt sem nýlega var í fjölmiðlum, þ.e. um áhrif sólar á veðurfar. Sjá pistilinn: Leiðrétt sólblettagögn - Sólin hefur enn áhrif."

 

Það er ekkert sannað í því að jörðin sé að hitna af mannavöldum.

Ríkisstjórn Íslands þarf að gæta sín að semja ekki um að láta önnur ríki  leggja íþyngjandi kvaðir á Íslendinga vegna ósannaðrar ímyndunar um hlýnun loftslags jarðar vegna gróðurhúsaáhrifa á ráðslögum þar em hver talar uppí annan um fjöðrina sem hugsanlega er erðin að átta hænum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband