Leita í fréttum mbl.is

"Góða fólkið"

er bloggvini mínum Jóhanni Kristinssyni í Houston hugstætt. En hann skilgreinir það svona:

" GÓÐA FÓLKIÐ, því finnst allt í lagi að gefa útlendingum allt sem þeir vilja, en hrækja framan í Íslendinga sem þurfa á hjálp að halda.Síðasta trikk Góða FÓLKSINS er að skera niður heimahjúkrun fyrir öryrkja og eldra fólkið svo að það hafi efni á að standa undir uppihaldi útlendinga...."

Ég er nýbúinn að hlusta á hann Alvar Óskarsson útvarpsmann lýsa því á Sögu hvernig hann sem stómasjúklingur mun ekki framar fá aðstoð einu sinni í viku vegna tækniþjónustu sem hann getur ekki framkvæmt sjálfur. Það eru ekki lengur til peningar hjá Degi Bé. til að kosta þetta og það þarf að spara segir hann. En Alvar dregur þrátt fyrir þetta ekki úr kjörorði sínu við öll tækifæri:"Veljum íslenskt." Spurning hvað verður íslenskt í framtíðinni ef svo fer fram sem horfir?

Það er mikið til í greiningunni hans Jóhanns á "Góða Fólkinu". Það er eins og það sé einhver elíta sem stjórnar hér á landi langt um fram lýðræðislegan fjölda.Það er þetta fólk sem stjórnar fjölda hælisleitenda, fjölda viðtekinna flóttamanna, framlögum til Hörpu án nokkurra takmarkana(sjá grein Örnólfs Hall arkitekts í Mbl. í dag.) Það er þetta Fólk sem stjórnar því að rífa Reykjavíkurflugvöll hvað sem 70.000 manns vilja annað, þrengja Grensásveg, hindra umferð á Hofsvallagötu og Borgartúni,auka hlut félagslegra húsæðisúrræða, fjölga reiðhjólum og svo framvegis mætti lengi telja.

Það er þetta "Góða Fólk" sem er hugsanlega skylt þessum "Guðjóni bak við tjöldin" sem Kiljan skilgreindi á sinni tíð. Eitthvað vald sem hefur vit fyrir okkur hinum.

Enda trúir þessi þjóð víst á álfa og huldra vætta að stórum hluta. Jafnvel kýs það samkvæmt því í kosningum? Kannski býr "Góða Fólkið" líka þar?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ykkur Jóhanni Kristinssyni í Houston er greinilega uppsigað við "góða fólkið". Enda teljið þið það ótækt að ríkið gefi sveltandi útlendu barni mat meðan Reykjavíkurborg skaffar ekki öldruðum þjónustufólk. Og teljið að það sé einhver einn lítill hópur sem geri allt sem fer í taugarnar á ykkur, einhver "elíta" sem öllu ræður og gerir ekkert eins og þið viljið. Það hlýtur að vera erfitt að vera þið tveir, fámennasti ofsótti minnihlutahópur á Íslandi.

Davíð12 (IP-tala skráð) 3.10.2015 kl. 14:40

2 identicon

Davíð12 - við erum þá þrír.

Gunnar (IP-tala skráð) 3.10.2015 kl. 15:23

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Er þetta svona einfalt? Ríkið eða góða fólk þjóðarinnar,hefur gegnum árin gefið sveltandi börnum að borða, safnað og sent og eignast uppeldisbörn í Afríku,auk ákveðnar árlegrar upphæðar í þróunarhjálp.Íslendingar hafa alla tíð verið tilbúnir að láta af hendi rakna til fátækra í útlöndum.

Helga Kristjánsdóttir, 3.10.2015 kl. 17:23

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta Gunnar.

Helga mín, ég og Jóhann erum ekki að tala um afgreiðslur Alþingis og fjárlög. Við erum að tala um umræðustjórana sem ákveða ítölu flóttamanna og meðferð hælisleitenda,þá sem stjórnuðu ákvörðunum um Hörpu og sjá um að leyna gögnum í dag. Þá sem ákveða að týna opinberum gögnum þegar hentar aða segja ekki sannleikann eins og Örnólfur Hall hefur ítrekað lent í þegar hann hefur verið að leita eftir upplýsingum. Þá rekur hann sig á veggi . Það ríkir einhver Omerta þar sem þessi elíta stendur saman um að blekkja og leyna upplýsingum. Menn spyrja hvernig Tony Omos komst aftur til Íslands. Færðu einhver svör við því? Það eru einhverjir eins og kannski þessi Davíð12, nafnlausir Mökkurkálfar sem grafa undan lýðræðinu og koma hinu og þessu til leiðar á bak við tjöldin en henda skít í alla aðra borgara til að þagga niður í þeim.

Halldór Jónsson, 4.10.2015 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband