4.10.2015 | 22:08
Gott að heyra í Gulla
í kvöld um húsnæðismál unga fólksins. Gulli er eini þingmaðurinn sem mér sýnist að skilji um hvað vandamálið snýst. Það snýst nefnilega um framtíð þjóðarinnar.
Ef við erum svo vitlaus að skilja ekki að unga fólkið okkar verður að geta komið sér upp fjölskyldum hér á landi, þá erum við að afhenda landið okkur til óþjóða sem nóg er til af og eiga hér ótal forsvarsmenn.
Ef við látum bara bankalýðinn framkvæma einhver greiðslumöt fyrir húsnæðismál unga fólksins sem enginn maður á venjulegum byrjunarlaunum getur staðist og teljum það aðgerðir í húsnæðismálum, þá er illa komið. Ef við ætlum ekki að að hjálpa unga fólkinu gegn okkar hálferlenda bankavaldi(þökk sé Steingrimi Jóhanni og norrænu velferðarstjórninni) sem hér ríður húsum og láta það stjórna húsnæðismálum unga fólksins, þá er okkar skömm mikil.
Ef við ætlum ekki að sjá að lífeyrissjóðirnir eru orðnir að Medúsu-skrímsli í þjóðfélaginu þar sem þeir eru búnir að gleypa flest atvinnufyrirtæki landsins og vaxa í sífellu til að gleypa meira, þá sannar það hversu óhæft lið við höfum kosið á Alþingi upp til hópa. Og það skýrir líka það hversvegna almenningi virðist Sjálfstæðisflokkurinn vera orðinn að smáflokki kvótagreifa og bréfagutta sem ekki eigi erindi við neinn. Hvert er okkar gamli breiði flokkur Ólafs Thors farinn?
Það var frískandi að heyra að einn þingmaður í það minnsta veltir framtíð þjóðarinnar fyrir sér af alvöru. Mér finnst alveg óhætt að hlusta meira á hvað Guðlaugur Þór Þórðarson hefur að segja heldur en hverja fimm aðra, ´-ég tala nú ekki um úr vinstra liðinu.
Gulli hefur nefnilega oftar en ekki rétt fyrir sér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:16 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Mikið andskotans bull er þetta í þér í dag Halldór minn - ertu búinn að gleyma því hverjir voru við völd og orsökuðu hrunið ?
Kristmann Magnússon, 4.10.2015 kl. 23:11
Gulli er einn fárra þingmanna sem virðist taka mark á hruninu og vill breyta þjóðfélaginu til betri vegar. Engin efast um að hann var jafn samdauna öðrum stjórnmálamönnum fyrir hrun, en það sem skilur hann frá flestum öðrum, er að hann viðurkennir það og vill betra og bættara þjóðfélag.
Það má vissulega leggja við hlustir þegar hann talar.
Og það er rétt hjá Gulla, meðan ungu fólki er gert útilokað að eignast þak yfir höfuðið, getur ekki farið nema á einn veg. Þennan vanda verður að leysa. Ekki hef ég lausnir, en bendi þó á allt það gífurlega fjármagn sem liggur í lífeyriskerfinu.
Hvergi í heiminum þekkist að örfáir sjóðir séu með margfalda landsframleiðslu innan sinna vébanda. Þess síður að þessum sjóðum sé stjórnað af mönnum sem þar taka sér vald án umboðs þeirra sem fjármagnið eiga. Þetta er einstakt og stór hættulegt.
Gunnar Heiðarsson, 4.10.2015 kl. 23:31
Ég er einfaldlega sammála Gunnari og fleirum í því að lífeyrissjóðakerfið er að rota þjófélagið innan frá. Hvað á að gera við þá peninga sem eru aldrei prentaðir og í þokkabót gefnir út af sjálfvirknum reiknivélum?
Þetta endar bara á einn veg.
Sindri Karl Sigurðsson, 4.10.2015 kl. 23:59
Hafði á sínum tíma ekkert stórkostlegt álit á Guðlaugi. Batnandi og ekki síst vaxandi mönnum, er best að lifa. Er barasta búinn að taka strákinn í sátt. Góðir punktar og skynsamlegir, þeir sem hann teflir fram. Kristmann í Pfaff er leiðinlegur orðinn í flestallri umræðu og kominn algerlega á skjön við sjálfan sig, eins og hann var einu sinni. Gunnar Harðarson er snilldarpenni og setur á blað hugsanir margra, í mörgum málefnum. Yfirleitt sammála honum og annað veifið svona la la. Algerlega sammála þér nafni, að Gulli sé með fingurna á taktinum. Hvers vegna ekki að nýta næsta landsfund til algerrar endurnýjunar? Splundra þessu rækilega upp í stóra bombu og bjóða fram fólk, sem skilur ástandið, en ekki pabbadrengi, sem virðast lítið skilja annað en "hagsmuni".
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 5.10.2015 kl. 04:28
Hverjir orsökuðu hrunið spyr Grumpy Old Man. Eg myndi nú leita heima hjá mér sjálfum Mannsi.Lifðir þú ekki mikið erlendis vegna þess hagstæða verðs á dollaranum sem stóð allt Davíðstímabilið.Seldir heimilismaskínerí frá Evrópu og orsakðir halla á utanríkisversluninni þar sem gjaldeyririnn var seldur á udirkúrs. Það leiddi til hrunsins. Erlendar lantökur bankanna til útlána til útlána innanlands orsökuðu hrunið líka. Það er alveg jafnt þér að kenna eins og öðrm íslenskum kaupmönnum. Svo hafði fallLehmans bræðra einhver áhrif á það að Bjöggi fór á hausinn með bankann.
Annars hef ég adrei skilið af hverju lá svona á að setja gömlu stjórnendurna af, ég held að það hafi verið að fara úr öskunni í eldinn að fá þessar skilanefndir inn í staðinnn. Hefðu bankarir bara ekki klórað sig út úr þessu sjálfir? Ekkert htun, enginn Steingrímur, ekkert fjármálaeftirlit? Hefði saumavélasalan ekki náð sér með tímanum? Var hrunið bara ekki heimatilbúið?
Gunnar Heiðarsson,ég er þakklátur fyrir undirtektir þínar. Það er ágætt barómet að Mannsi sé í fýlu en þú jákvæður. Þá er kannski einhver glóra i því sem um eer rætt.
Það sama á eiginlega við um Sindra Karl.
Og ekki bregst hann nafni minn að sunnan. Ég myndi fagna því að sjá ykkur alla á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins, f það yrði til þess að fjölga skynsemisröddum. Ég efa nú að Mannsa langi mikið á þann fund frekar en að flokknum langi mikið í að fá hann þangað. En hann er allavega búinn að bóka sig sem kjósanda flokksins næst vegna vörugjaldalækkananna. Og nú þegar Bjarni vill lækka tolla líka þá hlýtur að mega bóka Mannsa í tvær næstu kosningar eða hvað Mannsi?
Halldór Jónsson, 5.10.2015 kl. 08:21
Það er alveg merkilegt að heyra í þessu vinstra liði tala um að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hafi orsakað hrunið. Þvílíkt og annað eins bull sem er reint að bera fyrir þjóðina. þetta lið er að reyna að gera EFNAHAGSHRUNIÐ að PÓLITÍSKU HRUNI og einhverra hluta vegna hefur þetta plott þeirra tekist og þar má almenningur, að mínu áliti, svolítið skoða í eigin barm hversu mikið þeir láta stjórnast af óvönduðum stjórnmálamönnum. Efnahagshrunið varð um alla heimsbyggðina og hvorki Sjálfstæðisflokkurinn eða Framsókn voru við völd í Evrópu eða Bandaríkjunum.
Jóhann Elíasson, 5.10.2015 kl. 08:36
Takk fyrir þetta Jóhann , þá má alveg rifja þetta upp, að Ísland var ekki eitt um að lenda í erfiðleikumk. En ég held að við höfum gert okkur þetta erfiðara en það hefði þurft að verða, loka öllum bönkunum til að opna þá aftur með skilanefndum sem ekkert hafa gert sem aðrir hefðu ekki gert jafnvel nema maka eigin krók. Hafa menn fylgst með þessu liði, hvernig það hegðar sér, skilnefndardrottningar og prinsar velta sér í óstöðvandi peningum sem enginn lifandi sála gerir athugasemdir við. Sjálfstökulið á sjálfstýringu sem ætlar aldrei að klára verkið skiljanlega þegar það ghetur skrifað reikninga uppá 30-50 þúsund kall á kluikkutímann og komist upp með það.. Stjórnmálamenn okkar eru þvílíkir aumingjar að þeir spyrja ekki einu sinni hvað sé með þessa starfsemi.Mikið rosalega hlýtur þetta fólk að fyrirlíta Alþingsmenn okkar.
Halldór Jónsson, 5.10.2015 kl. 18:08
Já og Gunnar heiðarsson, þetta er athyglisvert sem þú segir um lífeyrissjóðina,"Hvergi í heiminum þekkist að örfáir sjóðir séu með margfalda landsframleiðslu innan sinna vébanda. Þess síður að þessum sjóðum sé stjórnað af mönnum sem þar taka sér vald án umboðs þeirra sem fjármagnið eiga. Þetta er einstakt og stór hættulegt."
Þetta er grafalavarlegt mál að óbreyttir starfsmenn sjóðanna séu orðnir mestu valdamenn í þjóðfélaginu án þess að nokkur hafi kosið þá til þess. Bara lýður af götunni er farinn að stjórna öllum stærstu fyrirtækkum landsins án þess að eiga neitt sjálfir í þessu.
Halldór Jónsson, 5.10.2015 kl. 18:12
Gunnar Heiðarsson, þú hefur mikið til þíns máls eins og svo oft áður. Í vor skrifaði Ómar Skapti Gíslason lokaverkefni við Háskólann á Akureyri um lífeyrissjóðina. Í þessu verkefni kom margt mjög athyglisvert í ljós og hvet ég þig og þá sem áhuga hafa á þessum málefnum, til að lesa þessa skýrslu hún er vistuð á "Skemmunni" og er öllum opin.
Jóhann Elíasson, 6.10.2015 kl. 08:51
Takk Jóhann, mikið rit upp á 91 síðu. En finnst þér hún taka á þeim pólitísku afleiðingum sem lífeyrissjóðir eru að hafa í þjóðfélaginu?
Halldór Jónsson, 6.10.2015 kl. 18:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.