Leita í fréttum mbl.is

Leysum vandann

6.10sem margt fólk er greinilega í.

Maður heyrir á Útvarpi Sögu um fólk sem er búið að bera út á götuna með börn og hafurtask af bönkunum og Íbúðalánasjóði Ríkisins. Líklega er verið í og með að leysa húsnæði fyrir þann flóttamannaskara sem yfirvöld ætla að fara að hrúga til landsins.

Gamalt fólk er borið út úr eignum sínum vegna þess að það getur ekki borgað opinberu gjöldin.

Hvert á þetta fólk að fara?

Mér heyrist á því fólki sem tekið hefur sér fyrir hendur að sitja í sveitarstjórnum, að því þyki ákaflega vænt um alla sem höllum fæti standa. Til dæmis vinstri meirihluti Dags Bé. í Reykjavík sem ætlar að byggja tvöþúsund leiguíbúðir handa þessu fólki. Eini gallinn er að Dagur hefur öngva peninga til að byggja fyrir þar sem hann safnar skuldum upp á sjöhundraðþúsund á hverri klukkustund 24/7/365.

Þá er spurning hvort hann gæti látið Stólpa í té land undir Gámaborg. Stólpi auglýsir að hann leigi gáma og selji. Örfáar milljónir kostar að setja upp hverja gámaíbúð þannig að leiga þyrfti ekki að vera há. Menn geta séð uppi við Skíðaskála hvernig hægt er að raða þessu saman. 

Verða sveitarfélög ekki að sinna því ef borgarar eru á götunni með börn? Geta þau sagt að ekkert húsnæði sé til? Því miður, er engin íbúð laus? Hvað með þau sveitarfélög sem ætla að ganga á undan með kærleika og taka við flóttamönnum? Hvar eiga þeir að vera? Er ekki tilvalið að okkar fólk sé þá í gámunum á meðan?

Af hverju táknar íbúð fallbyssuhelt steinsteypuvirki með 200 ára endingu með algildri hönnun frá Mannvirkjastofnun og aukinni einangrun í hugum fólks? Er ekki hægt að búa í gámum án þess að sjálfsvirðing þess sem ekki hefur annað bíði sérstaka hnekki og félagsleg sjálfsmynd hans og hamingja brotni óbætanlega? Er víst að ástandið þurfi að vara mikið lengur en til næstu bæjarstjórnarkosninga?

Ég hef meiri trú á því að fyrirtækin Stólpi og Containex geti drifið í að hanna svona úrræði með verðmiða sem þau geti leigt út til heimilslauss fólks, t.d.gegn bæjarábyrgð, heldur en að sveitarstjórnir geti komið sér saman um lausnir. Þess vegna er kannski nóg að sveitarfélög útvegi plássið fyrir svona starfsemi og nauðsynlegar veitur en hitt geri fyrirtækin sjálf. Þau geta byrjað smátt og það er endalaust hægt að stækka. Geta gámahúsahverfi með fallegum trjágörðum, grasflötum, með hjólastíga, gangstéttir og malbikaðar götur ekki beinlínis verið falleg? Allavega í augum þeirra sem ekkert annað hafa?

Fyrri kynslóðir leystu svipuð vandamál og nú eru uppi með byggingu Höfðaborgarinnar, Pólanna, Sænsku húsanna og Framkvæmdanefnd Byggingaáætlunar og viðlagasjóðshúsunum. Af hverju getur núverandi kynslóð ekki neitt nema talað?

Er ekki betra að við leysum vandann sem við blasir í þjóðfélaginu  núna í húsnæðisleysinu áður en hundrað flóttamenn bætast við annað tiltækt húsnæði? Er maður ekki bara gáttaður lausnaleysinu?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Gámar eru eitthvað besta og sterkasta byggingaefni sem hugsast getur. Þeir þurfa að geta borið ofaná sér allt að sex full lestaða gáma (ca. 180 tonn), þurfa að standast mikinn velting og stórsjói á úthöfunum og við þær aðstæður að endast í a.m.k. tíu ár. Raunveruleg notkun þeirra er þó í flestum tilfellum mun lengri.

Þegar gámur, sem þessar kröfur eru settar á og hann byggður samkvæmt þeim, er síðan tekinn á land, í verndað umhverfi, er ljóst að ending hans mun margfaldast.

Í Bandaríkjunum er fjöldi fyrirtækja sem sérhæfa sig í byggingu íbúðahúsnæðis úr notuðum gámum. Þar er bæði verið að tala um einföld hús, ætluð til skemmri tíma notkunar, allt upp í flottustu villur. Fjölbýlishús og heilu blokkirnar eru einnig byggðar þar úr gámum. Í Evrópu eru þessi hús einnig að ná fótfestu, en eins og með flest eru ríkin þar enn töluvert á eftir Bandaríkjunum.

Hér á landi má ekki nota gáma til bygginga. Einungis sem tímabundin hús, þá hellst skrifstofur eða starfsmannaaðstöður er heimilt að setja saman úr gámum.

Íslensk byggingareglugerð, sem sett var á í skjóli EES samningsins heimilar það ekki. Við tökum greinilega slíkt plagg mun alvarlegar en höfundar þess, þ.e. ríki ESB. Þar er þó heimilt að byggja hús úr gámum, þó ekki séu þeir enn eins langt komnir í þeirri þróun og vestan Atlantsála.

Image result for container houses

 

Möguleikarnir eru endalausir, einungis hugmyndaflugið sem heftir og auðvitað íslensk byggingareglugerð.

Um sparnaðinn þarf ekki að deila, hann er svo gígatískur.

Gunnar Heiðarsson, 7.10.2015 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband