8.10.2015 | 08:48
Bresk móðir Theresa?
May er hugsanlega að renna uppá stjörnuhiminn þarlendra stjórnmála. Hugsanlega ekki jafnoki hinnar betur þekktu í alhliða kærleika. En hugsanlega rödd sem á eftir að heyrast meira. Manni heyrist líka braka í Evrópusambandinu þegar maður hlustar.
Svo stendur í Morgunblaðinu:
"May hét breytingum á reglum um hælisleitendur með það að markmiði að fækka þeim sem fá hæli í Bretlandi. Hún sagði m.a. að núverandi fyrirkomulag umbunaði þeim farandmönnum sem kæmust til landsins, »þeim auðugustu, heppnustu og sterkustu«, en leggja þyrfti áherslu á að »hjálpa þeim verst stöddu á hættulegustu stöðum heimsins«.
Bretar myndu aldrei samþykkja sameiginlega stefnu Evrópusambandsins í málefnum flóttafólks og stjórnin hygðist taka harðar á málum hælisleitenda sem kæmu til Bretlands frá »öruggum löndum«.
May var einkum gagnrýnd fyrir að halda því fram að innflytjendur tækju störf frá innfæddum Bretum, hefðu valdið launalækkunum, að landið hefði ekki þörf fyrir þann fjölda innflytjenda sem kæmi núna til landsins og efnahagsleg áhrif innflytjenda væru »nálægt núlli«.
Simon Walker, framkvæmdastjóri Institute of Directors, stærstu samtaka frammámanna í breska atvinnulífinu, kvaðst vera »forviða á ábyrgðarlausu orðagjálfri« innanríkisráðherrans sem hefði kosið að ala á andúð á innflytjendum með ræðu sem þjónaði hagsmunum samkeppnislanda en ekki Bretlands. »Goðsögnin um innflytjendur sem stela störfum er þvættingur.«
James Kirkup, aðstoðarstjórnmálaritstjóri The Telegraph, sem hefur stutt Íhaldsflokkinn, tekur í sama streng og segir að innanríkisráðherrann sé að »glæða elda fordóma í kaldrifjaðri tilraun til að verða leiðtogi Íhaldsflokksins«. »Það er erfitt að sjá hvar hægt er að byrja á hræðilegri, ljótri, villandi, kaldranalegri og ábyrgðarlausri ræðu Theresu May á flokksþingi Íhaldsflokksins. Ef þið hafið ekki lesið fréttir um ræðuna skal ég segja frá aðalatriðunum í stuttu máli: »Innflytjendur eru að stela vinnunni ykkar, gera ykkur fátækari og eyðileggja landið ykkar. Staðreyndirnar skipta engu, verið bara reið út í útlendinga. Og gerið mig að leiðtoga Íhaldsflokksins.«..
Kirkup skírskotar til þess að David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hyggst víkja sem leiðtogi Íhaldsflokksins eftir þetta kjörtímabil. Hann segir m.a. í grein sinni að embættismenn í ráðuneyti innanríkisráðherrans hafi komist að þeirri niðurstöðu í skýrslu í fyrra að »tiltölulegar fáar vísbendingar« séu um að innflytjendur hafi tekið störf frá innfæddum íbúum Bretlands þegar efnahagurinn er sterkur eins og hann er nú.
Breska fjármálaráðuneytið hafi komist að þeirri niðurstöðu að innflytjendur hafi aukið hagvöxtinn í Bretlandi um 0,25% á ári. Þá telji OBR, óháð fjármálaráð á vegum bresku stjórnarinnar, að innflytjendur stuðli að minni fjárlagahalla með skattgreiðslum sínum.
The Telegraph segir í forystugrein um málið að fjöldi innflytjenda sem komi til Bretlands hafi sexfaldast frá árinu 1997 og engin ríkisstjórn geti leitt áhrif slíkra breytinga hjá sér. Flestir ætlist til þess að haldið sé uppi lögum og reglu á landamærunum og vilji ekki að öllum sé hleypt inn í landið. »Það sem þessi ríkisstjórn - og allar aðrar - þurfa að gera er að marka stefnu þar sem tilgreint er hverja við viljum fá til landsins og hverja við viljum ekki, stefnu sem gerir þeim fyrrnefndu kleift að koma en letur hina síðarnefndu til þess.
Þetta er kjarninn í stjórnarstefnu í málefnum innflytjenda. Það sama er að segja um hælisleitendur: það ætti ekki að vera umdeilt að segja að þeir sem flýja ofsóknir í raun og veru eigi að fá hæli en vísa eigi burt þeim sem ekki eru raunverulegir flóttamenn."
Theresa May er innanríkisráðherra Breta eða í sama embætti og Ólöf Nordla hjá okkur. Báðar eiga framtíðina fyrir sér þar sem þær stefna á landsfundi flokka sinna. Spurning er hvort skoðanir þeirra á innflytjendamálum eigi eftir að renna saman einhvern tímann?
Geta vestrænar þjóðir haldið áfram með því að sýna skilyrðislausan kærleika í málefnum flóttamanna eins og móðir Theresa sýndi á sinni tíð og að "Góða fólkið" okkar eigi að ráða öllu í innflytjendamálum?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:31 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 3419716
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.