Leita í fréttum mbl.is

Isavia ohf

var lýst á þann veg á Útvarpi Sögu af formanni fjárlaganefndar Vigdísi Hauksdóttur að það fór eiginlega hrollur um mann. Að heyra lýsingar á hroka stofnunarinnar, spillingu í yfirstjórn og slíkri ósvífni og hroka sem stofnunin sýnir Alþingi, gerir mann algerlega kjaftstopp sem áhorfanda.Fjölskyldur yfirmanna ferðast um heiminn á fríbílætum! Og þessi stofnun veltir aðeins 22 milljörðum. Græðir einhver ósköp á að reka Fríhöfnina í Keflavík. Allir vita að dyr þangað inn eru þröngar inngöngu fyrir þá sem vilja selja eitthvað. Þar kostar 1 lítri af Ballantine Finest Whisky meira heldur en sama vara í búð eða á bensínstöð á götunni  í Póllandi, bara sem dæmi.

Ég hef aldrei komið inn í Isavia ohf. sjálfur og þekki ekkert til þar innandyra.Hugsanlega þekki ég einhverja starfsmenn frá gamalli tíð. En sögur Vigdísar er þess eðlis að almenningur hlýtur að sperra eyrun. Mér heyrðist hún nefna að að það væru svona 14 ohf félög starfandi sem lifa sjálfstæðu lífi innan stjórnsýslunnar á Islandi. Manni skildist að þau gæfu yfirleitt aðeins út þær upplýsingar sem þeim hentaði hverju sinni. RÚV ohf, Íslandspóstur ohf og hvaðeina.

Ég er ekkert að setja út á fyrirbrigðið ohf sem slíkt. Ég er til dæmis eindreginn stuðningsmaður opinbers rekstrar á póstdreifingu til dæmis. Ég treysti ekki einkaaðilum fyrir pósti. Vegagerð, Flugmál, Löggæsla, Landamæravarsla,Landhelgisgæsla og Kvótakerfi eru líka mál sem eiga að vera á hendi Alþingis.Hef meira að segja lengi stutt RÚV þó stundum reyni á taugarnar.

En er ekki nauðsynlegt að ekki sé efast um heilbrigði þessara ohf.stofnana? Það virðist hreinlega að það hafi gleymst að o-ið þýðir OPINBERT og því í þjóðareign.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvað er ohf? Opinbert hlutafélag í eigu ríkissjóðs? Getur hlutafélag verið "opinbert"?

Hvers konar bull er þetta eiginlega? Annað hvort eru fyrirtæki hlutafélög og þá í eigu einhverra hluthafa, eða þá þau eru ríkisrekin. Það er með öllu útilokað að ríkisrekið fyrirtæki geti verið hlutafélag.

Enda kemur það á sanninn, alltaf þegar þessum ohfum vantar peninga eru þeir sóttir í ríkissjóð, en sjaldan sem hagnaði þeirra er skilað þangað inn.

Það er ekki mikill vandi að stjórna fyrirtæki við slíkar aðstæður, en hins vegar útilokað fyrir önnur fyrirtæki að keppa við þau.

Isavía er eitt þessara fyrirtækja, þar sem sífellt er sótt meira í ríkiskassann, en enginn sem virðist þurfa að bera ábyrgð.

Ekki ætla ég að dæma um hvort umsjón flugvalla landsins sé betur sett undir beinni stjórn ríkisins. Víst er að ríkissjóður þarf að fjármagna þessa umsjón og viðhaldi vallanna. Því gæti allt eins verið best að hafa stjórnunina á þessu sem næst kassanum sjálfum.

Ekki að ég sé hlynntur ríkisrekstri, fjarri því. Tel reyndar að þar þurfi að draga verulega saman. Að rekstur eins og umsjón og viðhald flugvalla landsins ætti frekar að bjóða út á frjálsum markaði. Að slíkur rekstur væri betri í höndum þeirra sem hefðu beinan hag af því að skila góðu búi, sem og bera ábyrgð á ef illa er staðið að málum.

En þetta er bara mín hugmynd, þekki ekki nægilega þennan rekstur til að dæma hvort hann sé þess fallinn að fara á frjálsan markað, þó ætla mætti að í því fælist sparnaður fyrir ríkið. Ef það ekki hentar, á ríkið einfaldlega að sjá um hann sjálft. Ekki gegnum eitthvað gervihlutafélag sem kallast ohf.

Ohf er ekkert annað en skálkaskjól. Hvaða aumingi sem er getur stjórnað slíkum félagsskap, Eina sem viðkomandi þarf að búa yfir er samviskuleysi og kostar að vera vel fyrir sig. Ekki finnst eitt einasta ohf hér á landi sem rekið er með sóma og þar sem þetta rekstrarform er sennilega bundið við Ísland, má leiða líkum að að hvergi í heiminum sé til ohf fyrirtæki sem rekið er með sóma.

Annað hvort er rekstur á höndum einkaaðila eða ríkisins. Það er ekkert millistig þar á milli. Allt slíkt er bara tálsýn.

Ekki er ég viss um að forstjóri Isavía myndi halda sinni vinnu lengi, ef þetta fyrirtæki væri rekið á frjálsum markaði, ef hann þyrfti að standa skil sinna gerða fyrir alvöru eigendum.

Hann yrði þá fljótt látinn taka pokann sinn. Svo er um flest eða öll ohf sem hér er haldið gangandi.

Hvaða snilling skildi hafa dottið í hug þetta rekstrarfyrirkomulag? Hann ætti sannarlega að skammast sín!

Gunnar Heiðarsson, 12.10.2015 kl. 09:48

2 identicon

Af því þú nefndir póstinn; er ekki stjórnarformaður Isavia forstjóri póstsins? Og pósturinn er eitt þeirra fyrirtækja sem ég reyni helst ekki að versla við sé þess kostur, aðallega vegna þess sem maður veit um innviði þar.

ls (IP-tala skráð) 12.10.2015 kl. 10:33

3 identicon

En hvað með öll Hf félögin sem eru yfirskuldsett með lánum og síðan sett í gjaldþrot. Almenningur borgar. Sé engann mun. Hinavegar hélt ég að Ohf. þyrfti alltaf að greiða til baka framúrkeyrslu ársins í ár með því að taka af framlagi/tekjum næsta árs. Hinsvegar á forstjóri Isavia aðferðast á eigin kostnað, eins og við hin gerum. Nemas þegar hann sannarlega er í vinnunni, hann er varla á svo lélegum launum.

Bjarki (IP-tala skráð) 12.10.2015 kl. 12:43

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það sem mér finnst alvarlegast í þessu er að Alþingi ákveður að setja upphæð í endurbætur ákveðinna flugvalla en þeir peningar skila sér aldrei í þær endurbætur og reyndar ekki einu sinni til viðkomandi flugvalla. Gufa svona upp einhversstaðar á leiðinni með viðkvæðinu; við frestum þessari uppbyggingu og ætlu fé í hana eftir x ár.

Stofnunin hefur ekkert um það að segja, hún fær fé af fjárlögum sem ætlað er til ákveðinna verkefna samkvæmt lögum.

Þ.a.l. er verið að brjóta lög og við því eru ákveðin viðurlög og þeim ber að beita í svona málum, án refja.

Sindri Karl Sigurðsson, 12.10.2015 kl. 18:59

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Ohf, svo ekki sé nú talað um "Sjálfseignarstofnanir" eru baneitruð rekstrarform. Nægir þar að nefna Rúv og Eir, sem viðbjóðsleg dæmi um ömurleika þessara rekstrarforma. Við búum í strjálbýlu landi og samgöngur eru dýrar. Það er nánast útilokað að reka flugvelli á landsbyggðinni, öðruvísi en með tapi. Væri ekki allt í lagi að kyngja þeirri staðreynd, í stað þess að fela hana undir einhverju rekstrarformi sem gerir lítið annað en ala á spillingu og í framhaldinu verðskuldaðri úlfúð?

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 13.10.2015 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband