12.10.2015 | 22:40
Hvað skyldi Steingrímur gera?
á Landsfundi VG?
Þessi maður frá Þistilfirði lét kjósa sig á þing 2009 með örfáum atkvæðum sem eindreginn andstæðing þess að Ísland gengi í ESB.
Hann var ekki lengi að því að söðla um þegar honum bauðst ráðherraembætti með feitum eftirlaunarétti. Alþýðuvinurinn lagði svo hart að sér fyrir land og þjóð að hann missti bæði svefns og matar og varð fjölskyldan að troða í hann mat svipað og sænska proppgæs svo hann gæti haldið áfram að bjarga einhverjum ímynduðum verðmætum úr hruninu sem hann sagði að hér hefði orðið.
Nú var sótt um aðild að ESB með hans atkvæði og síðan hefur hálf þjóðin staðið á öndinni yfir því að hana langar svo í þjóðaratkvæði til að klára aðildarviðræðurnar með því að hætta við að ganga í sambandið ef marka má Gallup.
Í allri lýðveldissögunni og þótt víðar væri leitað er vandfundin hliðstæða við slík sinnaskipti stjórnmálamanns eins og Steingríms Jóhanns eða heils stjórnmálaflokks eins og VG.
Hann sá sér óvænna þegar öll hans ráðherrastörf og skattlagningarhugsjónir voru dæmd ómerk og þjóðin rak hann frá völdum með afgerandi hætti í almennum þingkosningum. Þá komu fyrri yfirlýsingar óðar aftur og hann er hugsanlega á móti inngöngu í ESB um þessar mundir. Þó er slíkt alls ekki vitað til fulls.
Hann neyddist til að setja annan formann í klúbbinn sinn sem kallast Vinstri hreyfingin grænt framboð. Segir mikið er það ekki? Fríða konu sem skyndiglottir við hin ólíkustu tækifæri þegar öðrum er síst hlátur í hug. Allt þetta sannar að VG er víður hugsjónaflokkur með húmor sem getur tekið að sér að leiða þjóðina á móts við nýja tíma í léttum dúr. Fróðlegt væri að vera fluga á vegg og heyra samræður Steingríms við flokksmenn á þessu þingi. Hvernig mun Steingrímur, hvað þá formaðurinn brosmildi greiði atkvæði þegar kemur að aðildarviðræðum við ESB? Nema þeir bara sleppi því?
Svo mikil ógn stafar af þessari óvissu að núverandi ríkisstjórn gat ekki slitið viðræðunum af ótta við áhrif þessarar voldugu hreyfingar. Það stefndi til uppreisnar meðal þjóðarinnar sem krafðist þjóðaratkvæðis. Beint lýðræði er það víst kallað á Útvarpi Sögu.
Áhöld eru um að Sjálfstæðisflokkurinn sem heldur sinn Landsfund sinn á svipuðum tíma, muni treystast til að tjá sig um málið. Enda nóg af öðrum stórum málum að ákveða eins og hið heita baráttumál ungra Sjálfstæðismanna um vínsölu í matvörubúðum.
Og svo koma málefni kvótflóttamannannna og hælisleitendanna. Hjá báðum flokkum eru þessi mál á sjálfstýringu og verða ekki rædd öðruvísi en frá sjónarmiðum góða fólksins sem ekkert aumt má sjá og er handhafar kærleikans.
Það er eiginlega stærri spurning en hvað Sjálfstæðisflokkurinn muni gera? Hvað skyldi Steingrímur gera í ESB málinu?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:43 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Góður punktur hjá þér kæri Halldór.
Ég má til að setja eldri pistil frá mér inn því hann á svo vel við :
Upp komst um jarðfræðinemann að hann er mesti raðlygari stjórnmálasögu Íslands.
Þetta rifjaði Loki Laufeyjarsson skilmerkilega á blogi Páls Vihlálmssonar :
„Mesti þjófnaður frá landnámi var þegar Steingrímur J stal atkvæðum af þúsundum Íslendinga undir því fororði að VG mundi standa gegn því að sótt yrði um aðild að ESB enda var það í fullu samræmi við stefnuskrá og ályktanir flokksins. Sjá hér:
.
https://www.youtube.com/watch?v=AIBuEnFQ6ac
.
Atli Gíslason þingmaður VG sannreyndi að samkomulag var á milli forystumanna VG og Samfylkingarinnar um að sækja um aðild að ESB áður en kosið var og sannast því að Steingrímur J laug blákalt að þjóðinni degi fyrir kosningar. „Ég hef nú sannreynt að fyrir kosningarnar vorið 2009 hafi verið ákveðið í þröngum hópi forystu VG og Samfylkingarinnar, næðu flokkarnir þingmeirihluta, að sækja um aðild að ESB og samþykkja Icesave, skilgetið afkvæmi ESBumsóknarinnar. Sannleikanum var haldið frá mér og ótal fleirum í aðdraganda kosninganna. Ég var afvegaleiddur og afvegaleiddi kjósendur í Suðurkjördæmi. Ég harma það og biðst afsökunar." Sjá hér:
.
http://www.dv.is/frettir/2011/11/7/atli-gislason-eg-afvegaleiddi-kjosendur/ “
.
.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 12.10.2015 kl. 23:42
Mjög vel skrifuð grein hjá þér, Halldór, og góð krufning á þessu hálfgerða líki eða (vonandi ekki) afturgöngu Vinstri grænna.
Jón Valur Jensson, 13.10.2015 kl. 04:25
Takk fyrir góðan pistil, Halldór.
Steingrímur gerir auðvitað ekkert varðandi ESB stefnuleysi sitt. Enda sama hvað sá maður segir, engu frá honum treystandi. Hann fyrirgerði allan sinn trúverðugleik vorið 2009 og mun aldrei endurheimta hann.´
Hitt er aftur áhugaverðara, hvað Sjálfstæðisflokkur og einnig Framsóknarflokkur, ætla að gera varðandi þessa ólánsumsókn. Þeir eru jú við stjórnvölinn og verða vonandi áfram. En það gæti þó oltið á því hvort þeir hafi kjark til að klára þetta mál og draga umsóknina til baka, fyrir næstu kosningar. Verði það ekki gert má sannarlega segja að formenn þessara tveggja flokka hafi sest á bekk með Steingrími og víst að þeir fá svipaða meðferð kjósenda og hann.
Fari svo má sannarlega biðja Guð að hjálpa okkur. Ef hér verður mynduð ríkisstjórn afturhaldsins, með stuðningi anarkistans, er tími kominn til að skoða flutning úr landi!!
Gunnar Heiðarsson, 13.10.2015 kl. 08:52
Gott innlegg frá þér, Gunnar Heiðarsson snillingur!
Jón Valur Jensson, 13.10.2015 kl. 10:13
Þistilfjarðarkúvendingurinn hlýtur að vera búinn að á nóg af pólitík. Pólitíkin er allavegana búin að fá nóg af honum. Ef hann sér það ekki sjálfur, er það sorglegt. Tek heilshugar undir með Gunnari, hér að ofan, um að núverandi valdhafar verða að girða sig hressilega í brók, það sem eftir lifir kjörtímabils, ef ekki á illa að fara í næstu kosningum. Seinni hálfleikur er hafinn og ennþa er opinn tékkinn um umsókn.
Göðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 13.10.2015 kl. 13:12
https://www.youtube.com/watch?v=AIBuEnFQ6ac
.
Atli Gíslason þingmaður VG sannreyndi að samkomulag var á milli forystumanna VG og Samfylkingarinnar um að sækja um aðild að ESB áður en kosið var og sannast því að Steingrímur J laug blákalt að þjóðinni degi fyrir kosningar. „Ég hef nú sannreynt að fyrir kosningarnar vorið 2009 hafi verið ákveðið í þröngum hópi forystu VG og Samfylkingarinnar, næðu flokkarnir þingmeirihluta, að sækja um aðild að ESB og samþykkja Icesave, skilgetið afkvæmi ESBumsóknarinnar. Sannleikanum var haldið frá mér og ótal fleirum í aðdraganda kosninganna. Ég var afvegaleiddur og afvegaleiddi kjósendur í Suðurkjördæmi. Ég harma það og biðst afsökunar." Sjá hér:
.
http://www.dv.is/frettir/2011/11/7/atli-gislason-eg-afvegaleiddi-kjosendur/ “
.Þessu þarf að halda á lofti endalaust til að sýna fram á hve ömurlegur pólitíkus þessi maður er. Og flokkurinn sem hann stofnaði.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.10.2015 kl. 18:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.