14.10.2015 | 08:43
"Úr Schengen strax"
er fyrirsögn á grein heillakarlsins Baldurs Ágústssonar " fyrrum Forsetaframbjóðanda". Hann mælir þar hvert orð sannara öðru að margra mati.
Hanns skrifar svo:
"Árum saman hefur fólk mótmælt aðild okkar að Schengen-»landamæraklúbbnum« með blaðaskrifum, bloggi o.fl. Sjálfur skrifaði ég grein í Morgunblaðið 24. september, 1999 - sem sagt áður en við hófum virka þátttöku í Schengen-samstarfinu. Margir aðrir hafa mómælt síðan eins of oft má sjá í blöðunum.
Schengen mært við Íslendinga
Þegar verið var að segja almenningi frá ágæti Shengen voru settar fram nokkrar fullyrðingar sem vert er að rifja upp.
Í fyrsta lagi: Íslendingar munu ekki þurfa að bera vegabréf á ferðum innan Evrópu - hvers virði sem það átti nú að vera!
Í öðru lagi: Ferðafrelsi« átti að vera milli Schengen-landanna en hver þjóð átti, á sinn kostnað, að annast landamæragæslu á þeim hluta ytri landamæra Shengen-svæðisins að henni snéri. Þannig áttu Spánverjar t.d. að annast gæslu á »Schengen-landamærunum« á suðurströnd sinni og Frakkar á sama hátt á vesturströnd sinni. Milli þessar tveggja landa átti ekki að þurfa gæslu - þau eru bæði innan Schengen-svæðisins. Sama gildir um mestalla Evrópu. Ísland gætir þannig norðvestur-landamæra Schengen.
Í þriðja lagi: Aðild að Schengen átti að veita okkur aðgang að gagnagrunni sem innihélt upplýsingar um þekkta glæpamenn um alla Evrópu svo við ættum auðveldara með að þekkja þá og hindra komu þeirra til Íslands.
Í fjórða lagi: Ráðamenn þjóðarinnar sögðu nauðsynlegt að tilheyra Schengen því annars gætum við og aðrir íbúar Norðurlanda ekki ferðast án vegabréfs milli Íslands og hinna Norðurlandanna en um það hafði verið samið einhverjum árum áður.
Hvernig tókst svo til?
Í einu orði sagt: ömurlega! Tilkynning frá dómsmálaráðuneytinu - strax í upphafi - sagði fólki til að taka vegabréfið með. Og núna? Við innritun í Leifsstöð erum við beðin að sýna vegabréf - jafnvel þó að ákvörðunarstaður okkar sé annað Schengenland !
Aðgangur að gagnagrunni um afbrotamenn er e.t.v. til aðstoðar við löggæslu hér á landi. Hann er hinsvegar of dýru verði keyptur með aðild að Schengen. Við höfum t.d. lengi átt ágætt samstarf við alþjóðalögregluna Interpol.
Athyglisvert er að Bretland - sem er ekki er aðili að samningnum fékk og hefur full afnot af gagnagrunninum.
Maður hlýtur að spyrja: Var aðild kannski aldrei nauðsynleg?
Einhvernveginn finnst manni sjálfsagt að ríki skiptist á upplýsingum um hættulega glæpamenn án þess að aðild að frjálsu ferðasambandi sé gerð að skilyrði. Einhvern veginn finnst manni að stjórnvöld fari stundum frjálslega með staðreyndir þegar upplýsingar eru veittar okkur landsmönnum.
Fyrir u.þ.b. tveim árum fór fólk að flykkjast frá Afríku til Spánar. Fljótlega fóru Spánverjar fram á að ESB styddi þá og styrkti við landamæragæsluna - þrátt fyrir fyrrnefnd ákvæði Schengen-samningsins. Sama sagan endurtók sig svo með Ítalíu og Grikkland. Af þessu getum við séð hvernig þátttökuríkin standa við samninga og ekki síður hvernig ESB fer með framlög þátttökuríkjanna - og vill síðan fá aukin framlög frá ríkjum sínum, m.a. til að kosta gæsluna sem þessi lönd áttu sjálf að bera.
Trygg landamæri - öruggt land
Ferðafrelsi milli Norðurlanda hefur sjálfsagt þótt eðlilegt á þeim tíma sem um það var samið, þjóðirnar af sama meiði og með sameiginlega sögu, menningu og lífsmat. Nú eru hinsvegar breyttir tímar: Stór hluti þeirra sem þar búa eru hvorki innfæddir Svíar, Norðmenn né Danir, heldur Austurlandabúar eins og t.d. Íranir og Sýrlendingar. Þetta fólk hefur alist upp við önnur trúarbrögð, menningu og þjóðfélagsleg gildi og uppbyggingu. Það stenst því ekki lengur að hafa frjálst flæði ferðamanna og fólks í leit að atvinnu og betri búsetu frá þessum löndum. Að vitna í sameiginlega fortíð Norðurlandanna, menningu og tungumál er ekki aðeins rangt heldur beinlínis villandi og hættulegt.
Frá náttúrunnar hendi höfum við einhver bestu landamæri í heimi. Notum þau og gætum þeirra sjálf. Þau eru skurnin utan um fjöregg okkar; landrými, auðlindir, lága glæpatíðni og heiðarlegt samfélag við bestu skilyrði.
Schengen-samningurinn gerir Íslendingum illt eitt eins og reyndar margt annað sem undan ESB kemur. Þegar við lítum til annarra Schengen-landa og frétta frá t.d. Miðjarðarhafsströndum þeirra, er ljóst að engir gæta Íslands betur en íslensk lögregla, útlendingaeftirlit og - þar sem það á við - Landhelgisgæslan.
Við eigum tafarlaust að segja okkur frá Schengen, taka upp eigin landamæragæslu og hætta þessari sífelldu þjónkun við ESB, erlend þjóðríki og stofnanir sem er til hreinnar skammar og niðurlægingar."
Ég tek undir þessi orð Baldurs. Það er ólíðandi að sjónarmíð þeirra Björns Bjarnasonar og Halldórs Ásgrímssonar séu höfð að slíkum lögum að ekki megi ræða eða draga í efa þessa gjörð sem þeir áttu mestan þátt í að koma á.
Bretar eru eyþjóð eins og við og sáu strax að þetta hentaði þeim engan veginn að verða ytri landamæri. Þeir ýttu með því kaleiknum til Íslands og við drukkum í þýlindisbotn að vanda með ómældum erfiðleikum og böli sem yfir okkur hefur hellst.
Fram kemur hjá Baldri að Bretar njóta ókeypis alls þess sem okkur var talin trú um að við fengjum afhent í staðinn. Enda hindrun glæpa sjálfsögð samvinna milli þjóða. Við getum svo þakkað Schengen straum hælisleitendanna, glæpammanna og annars óþjóðalýðs til landsins sem viðbót við allt meint hagræði.
Úrsögn úr Schengen mætti verða tillaga á Landsfundi Sjálfstæðismanna. Og Vinstri Grænna að auki þar sem þeir hafa líklega fátt vinsælt til að álykta um eftir ESB þjónkun sína og svik.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:48 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Þetta er vel sett upp hjá Baldri og vona að hann sendi þetta á alla Alþingismenn. Það eru bara allir sammála þessu nema svona flokkar eins og Samfylking ofl sem vilja vera ósammála til þess eins að vera á mót öllu skynsömu.
Valdimar Samúelsson, 14.10.2015 kl. 10:29
Nei Valdiomar, mér hefur fundist það vera tabú í sjálfstæðisflokknum að ræða þetta , Björn virðist bara ráða þessu.
Halldór Jónsson, 14.10.2015 kl. 11:51
Er Björn ennþá að agetera fyrir þessari vitleysu. Það hljóta að vera einhverjir með viti þarna í flokkum sem ég hef alltaf kosið. Það verður að hrinda einhverju af stað í þessum málim. Ég sendi Alþingismönnum bréf strax og flóttamannastraumurinn fór að vera áberandi.
Valdimar Samúelsson, 14.10.2015 kl. 12:57
Tek undir, mjög þörf þessi grein Baldurs og velgert að vekja umræðu um hanna Halldór.
Þó að flestir mínu nær umhverfi hafi skömm á þessu Schengen fyrirbæri þá er það svo skrítið að svo virðist vera sem þingmenn og ráðherrar hafi einhverja sér hagsmuni af því að viðhalda þeim rottugangi sem þetta fyrirbæri veldur. Að minnsta kosti þá skiptir engu máli hvað sagt er í þessu sambandi, þeir þegja bara allir .
Hrólfur Þ Hraundal, 14.10.2015 kl. 13:02
Tek undir með ykkur og þakka fyrir grein Baldurs.
Ekkert skil ég í Birni Bjarnasyni!
Látið hann ekki ráða þessu í flokknum!
Jón Valur Jensson, 14.10.2015 kl. 13:34
Það þarf ekkert endilega að skilja í Birni Bjarnarsyni í öllum málum , hann er ekkert fullkomnari en við hin sem allt eigum að éta og helst ekkert að skilja.
Hann á þó margt gott skilið en svei honum ef hann ætlar að halda áfram að styðja þetta Schengen rugl.
Hrólfur Þ Hraundal, 14.10.2015 kl. 19:26
Fyrir gefðu Halldór, sé að ég gleymdi að segja, það sem á að segja þegar vel er gert, og þar með tökum við undir orð Baldurs og segum fullum hálsi, úr Schengen strax og notum til þess allar rekur jafnt brotnar sem heilar að grafa þetta andskotans rusl sem dýpst.
Hrólfur Þ Hraundal, 14.10.2015 kl. 20:18
Við innritun í Leifsstöð erum við beðin að sýna vegabréf - Það eru alþjóðlegar reglur sem koma Schengen ekkert við. Schengen aftur á móti er ástæða þess að við þurfum ekki að fylla út ferðapappíra, sækja um inngöngu og framvísa vegabréfi þegar við lendum í Kaupmannahöfn eins og gera þarf fari maður til USA.
Bretland - sem er ekki er aðili að samningnum hefur aðeins aðgang að hluta gagnagrunns Schengen. Til dæmis voru hér stöðvaðir nokkrir mótorhjólakappar oftar en einu sinni fyrir nokkrum árum og mikið gert úr. Menn sem ekki voru dæmdir glæpamenn og því ekki í þeim hluta gagnagrunnsins sem Bretar hafa aðgang að. Og ekki á listum Interpol. Þeir eiga ekki í neinum erfiðleikum með að komast til Bretlands en Schengen gerði okkur kleift að stöðva þá og senda til baka. Svona skeður á hverjum degi og stundum oft á dag. Óæskilegir sem sendir eru til baka og hefðu betur skipulagt ferð til London.
Bretland er ekki aðili að Schengen. Því sem samveldisland þá eru tugir milljóna Asíubúa, Indverja, Ástrala o.s.frv. sem hafa ígildi Bresks vegabréfs en eru ekki í ESB. Bretar hefðu þurft að slíta Samveldinu til að geta orðið gjaldgengir í Schengen.
Þessi fávísu rök Baldurs ganga vel í suma, enda skipta þau ekki máli og engin hugsun lyggur að baki. Lygi á lygi ofan er bara skrautið á kökuna. Kakan sjálf, það sem skiptir máli, er einbeittur vilji til að loka landamærunum fyrir öllum sem ekki hafa rétta trú og húðlit. Þar nær hann í fylgi við þvæluna, lof og hrós. Sem betur fer er þetta svo augljóst og heimskulegt að ekki er nokkur hætta á að nokkur með viti taki undir.
Davíð12 (IP-tala skráð) 14.10.2015 kl. 22:02
Davíð 12
Hvernig má það vera að þú skrifar eins og vitiborinn maður með rökfestu þar til kemur að síðustu máksgrein. Þá kemur kommúnistinn upp í þér og þú byrjar að bölva og ragna eins og naut í flagi. Svei þér fyrir kjaftinn um þann fróma mann Baldur. Reyndu að vera kurteis og málefnalegur eins og þú byrjar vel
Halldór Jónsson, 14.10.2015 kl. 22:36
Ég stend með Hrólfi og segi Úr Schengen strax!
Halldór Jónsson, 14.10.2015 kl. 22:37
Hr. Davíð 12. Þú ætir að gæta þín sleipunni eins og innfæddir á norðanverðu Snæfellsnesi gera. En þau orð þín sem hefjast á „Þessi fávísu rök Baldurs ganga vel í suma“ Eru án raka af þinni hálfu og dæma sig þar með sjálf til dauða.
Allt lífið þurfum við að upp fylla skilyrði og mig hefur ekkert munað um það og ég vil fá að gera það áfram, svo þeir sem til mín vilja koma þurfi að gera það sama, en ekki vaða inná mig á skítugum skónum með drasl að selja þá ég vil hafa næði heima hjá mér.
Hrólfur Þ Hraundal, 14.10.2015 kl. 23:24
Ein smá leiðrétting. Það voru Þeir kratarnir Jón Baldvin Hannibalsson og Þorsteinn Pálsson sem voru upphafsmenn að koma okkur inn í Schengen. Það gerðu þeir í glasi þegar skálað var í kampavíni fyrir loforðum þeirra að koma okkur inn fyrir "Gullna ESB hliðið".
Það kom síðan í hlut Björns og Halldórs að koma í veg fyrir það þessir tveir "heiðurs menn" væru gerðir að ómerkingum í alþjóðlegu samstarfi og því var skrifað undir það sem áður var búið að handsala. Nú sér maður að þeir hefðu betur látið það ógert.
Benedikt V. Warén, 15.10.2015 kl. 23:24
OOps, sorrý guys, það er of seint að byrgja bruninn, þið eruð dottinn í bruninn.
Hver var aðal ástæðan að ganga i þétt Schengen, við þurfum ekki að sýna vegabréf þegar við ferðumst til Evrópu, vááá Jón Baldvin plataði landsmenn að samþykkja þetta.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 16.10.2015 kl. 03:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.