Leita í fréttum mbl.is

Sko VG!

Ég gluggaði í afrakstur Landsfundar VG. Þeir ályktuðu meðal annars sem svo:

"Aðild Íslands að Schengen-samkomulaginu um afnám vegabréfaskoðunar var óheillaskref. Í því felst að Íslendingar taka að sér vörslu ytri landamæra Evrópusambandsins og girðingar eru hækkaðar gagnvart öðrum ríkjum og heimshlutum. Schengensamstarfið er að auki kostnaðarsamt og felur í sér víðtæka og varhugaverða skráningu persónuupplýsinga."

Mikið væri ég glaður ef eitthvað svona vitrænt hefði komið frá Sjálfstæðisflokknum. Því var hinsvegar ekki að heilsa.

En svo er það spurningin um það hverju maður eigi að trúa í yfirlýsingum þeirra VG manna með tilliti til reynslunnar.

"Hugsanlegur ávinningur af aðild Íslands að Evrópusambandinu réttlætir ekki frekara framsal á ákvörðunarrétti um málefni íslensku þjóðarinnar og er aðild að Evrópusambandinu því hafnað.....Hugsanlegur ávinningur af aðild Íslands að ESB réttlætir ekki frekara framsal á ákvörðunarrétti um málefni íslensku þjóðarinnar."

Hvað þýðir þetta á mæltu máli? Á hugsanlega að sækja um aðild að ESB eins og Steingrímur J. gerði með Jóhönnu?  Hver er raunverulega stefnan? Ég vildi svo sannarlega að ég gæti trúað þessu eins og maður les það. En hver getur treyst því?

Ályktun VG um málefni flóttamanna er stórum skynsamlegri en ályktun ungliðanna í Sjálfstæðisflokknum. VG virðist gera sér grein fyrir að móttakan er vandaverk og kostnaðarsamt. Hinsvegar leggja þeir ekki áherslu á það að innflytjendur verði Íslendingar þegar þeir segja:"Þá þurfa innflytjendur að hafa raunveruleg tækifæri til að rækta eigin menningu og tungu og halda tengslum við heimaland sitt."

Ég finn hvergi að VG vilji slíta stjórnmálasambandi við Ísrael heldur segja þeir:"Hernámi Ísraelsríkis á palestínsku landi og langvarandi kúgun Ísraels á Palestínumönnum verður að linna. Íslensk stjórnvöld eiga að krefjast þess að Ísraelsríki standi við gerða samninga og hlíti alþjóðalögum." sem er náttúrlega óupplýst bull.

Í heild eru stefnumálin sosum stútfull af almennri manngæsku en á köflum barnaleg óskhyggja sem á lítið erindi inn í alvöru þjóðmálaumræðu. Nema að flokkurinn hafi fundið Gróttakvörnina.

En svo er hugsanlega bara allt til sölu við réttar aðstæður á þeim bænum eins og dæmin sanna.Og þá jafnvel Ísland í NATO og herinn kjurt en ekki úr og burt  blási vindurinn úr þeirri átt.

Ég held að flokksþing verði almennt að setja sér vinnureglur um að litlir hópar geti ekki skipulagt yfirtöku á svona Landsfundum þegar margir eru búnir að fá nóg og farnir heim. Allir fulltrúar verða að taka þátt í afgreiðslu mála og fundirnir mega því ekki standa of lengi.

En VG er ekki alls varnað þvert á það sem ég hélt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Halldór. Burtséð frá því hvernig Ísland á að standa í sambandi við ESB-regluna trúarlega rugluðu og óréttlætanlega framkvæmdu, þá eru fögur fyrirheit VG og fleiri flokka einungis fyrirfram baktjalda-foringjaskipulagður lygaspuni. Það hefur raunveruleikans reynsla sýnt okkur öllum.

Og heimsveldis-bankaspillingarinnar "eigendur" stjórna ennþá öllu bak við tjöldin, í samráði við skattrænandi fjárfestingasjóði. Sem heita þó enn "lífeyrissjóðir" á launaseðlum, í fyrirtækjum, og í Íslands dómarabókstafa-túlkasafninu brögðótta.

Allir ræningjabankabónus-bossar bíða nú eins og spenntir krakkar eftir næsta heimsbankaráni. Og jafnvel eftir næstu rannsóknarskýrslu "siðmenntaða" og löglausa Íslands.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.10.2015 kl. 00:44

2 Smámynd: Halldór Jónsson

'Eg er viss um að þú talar fyrir munn margra þegar þú lýsir afstöðu þinni til íslenskra stjórnmála. Því miður hallast ég að því að því að þú hafir margt til þíns máls varðandi lífeyrissjóðaskrímslið og bossana þar.

Halldór Jónsson, 27.10.2015 kl. 08:12

3 identicon

"..og felur í sér víðtæka og varhugaverða skráningu persónuupplýsinga." Það er þetta sem gerir það að verkum að við getum útilokað mótorhjólakappa, sígauna, aktivista og falún gong. Fólk sem ekki er á sakaskrá en stjórnvöld telja ástæðu til að fylgjast með. Þetta er sá hluti sem aðeins er aðgengilegur Schengen ríkjum og við missum ef við förum úr Schengen. Þetta er það sem Sjálfstæðisflokkurinn elskar við Schengen og vill ekki vera án. Og "...girðingar eru hækkaðar gagnvart öðrum ríkjum og heimshlutum.." er einnig mörgum að skapi.

Davíð12 (IP-tala skráð) 27.10.2015 kl. 09:24

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nei Davíð ekki fara með rangt mál,að minnsta kosti svaraði Bjarni því sjálfur á fundi í Kópavogi,í aðdraganda seinustu Alþ.kosninga,að hann mælti ekki með afnámi Schengen.

Helga Kristjánsdóttir, 27.10.2015 kl. 17:55

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Lögreglan staðfesti í útvarpi í dag að Bretar sem eru ekki í Schengen fá sömu upplýsingar. Wf við settum á vegabréfaskyldu fyrir alla þá geta menn ekki komið hingað skilríkjalausir.Sem yrði gríðarlegur léttir fyrir þjóðina.

Halldór Jónsson, 27.10.2015 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 3420146

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband