31.10.2015 | 13:19
Hrafnaþing
var vel lukkað á ÍNN í gær þó að gulleit froskaásjóna stjórnandans Ingva Hrafns með milligöngu Skype sé pirrandi til að byrja með. Reksturinn er greinilega að verða mjög arðbær úr því að menn geta haft fasta búsetu erlendis og send spekina í gegn um netið. Er ekki bara betra að senda viðmælendurna til Key Largo og taka þættina upp þar? Allir jafn sólbrenndir og sælir? Jæja annars, ég er bara að stríða Ingva kallinum sem er ágætur og honum sé lof og prís fyrir þessa hvað mest vitrænu þætti sem sjást og heyrast i íslenskum fjölmiðlum.Þetta er ágætt hjá honum og nýjung líka. Það sem þar er sagt á Hrafnaþingum væri verra ósagt.
Ingvi Hrafn kom með spurningu sem ég skildi vel. Af hverju mega menn ekki setja niður ódýran sökkul á höfuðborgarsvæðinu og setja þar ofan á gámahús eða slík einföld hús svipað og háskólinn á Bifröst gerði á sínum tíma. Svo má bara taka húsin og flytja þau. Leysa húsnæðisvandræðin á verði sem ungt fólk getur borgað? Setja svo ekki evrópska byggingareglugerð sem keyrir upp byggingakostnað um 15%?
Ég er búinn að reyna að ná eyrum bæjarpólitíkusa árum saman með einhverjar svona hugmyndir en algerlega án árangurs. Þeir sjá ekkert annað en fallbyssuheld steinsteypuvirki til fimmhundruð ára og yfirtökugjöld sem taka til sín þriðjung eða helming byggingarkostnaðarins áður en skóflu er dýft í jörð. Tala svo fjálglega um að leysa þurfi húsnæðismál unga fólksins svo það fari að kjósa Sjálfstæðisflokksins en ekki Pírata.
Það er á sveitarsjórnarstiginu sem húsnæðisvandamálin byrja og eru. Hvort sem er í þeim bæjarfélögum þar sem villtu vinstrin ráða eða íhaldið. Ég er hættur að nenna að ræða þetta á þeim vettvangi svo forstokkaður sem fulltrúarnir yfirleitt eru.
Jón Kristinn Snæhólm var glöggskyggn að vanda þegar hann ræddi vanda Sjálfstæðisflokksins. Það er nokkuð ljóst að flokkurinn nær sér aldrei á strik ef rétt er að fylgi hans sé komið niður í 17 % í Reykjavík. Sé flokkurinn í meira en tuttugu prósent á landsvísu bendir þetta þá ekki til að sérstök vandamál blasi við flokknum í Reykjavík? Fulltrúarnir séu hvorki að ná til fólksins sem kaus þá hvað þá annarra?.
Er ekki Sjálfstæðisflokkurinn allt í kringum Reykjavík með mun meiri hundraðshluta? Myndi maður yfirleitt láta sjá sig meðal almennings ef maður væri borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík með þetta rekord? Kannski skýringin á því að maður fréttir lítið til þeirra yfirhöfuð? Einhver minnimáttarkomplEss þjaki þá um hábjartan Daginn eins og ýmsa unglinga í gamla daga?
Þannig er ekki aðeins að búast við öðru en að niðurlæging Sjálfstæðisflokksins haldi áfram það sem lifir þessa kjörtímabils og heldur það næsta líka vegna venjulegrar sjálfsánægju fólks sem gerir það blint á sjálft sig í pólitík. Forsendur framfara láti því bíða eftir sér til tjóns fyrir þjóðina.Því hér á landi hafa aldrei orðið teljandi framfarir nema áhrifa Sjálfstæðisflokksins gæti sem víðast.
Björn Jón Bragason íþróttakappi, sagn-og lögfræðingur,magister í "Steingrímsfræðum" eins og Jón segir, var einnig í þættinum og lagði gott til. Hann er manna fróðastur um fyrirbrigðið Steingrím J. Sigfússon og VG. Allir eru þeir sammála um að þetta tvennt hafi aldrei verið aðskilið. Steingrímur er flokkurinn og ræður öllu. Þessvegna er Björn Valur kjörinn varaformaður og fulltrúa unga fólksins hafnað.Við áhorfendur hljótum að fagna kjöri varaformanns VG alveg ógurlega.
Bjön Jón er að verða ritstjóri vikublaðsins Reykjavíkur.Blað langafa míns Jóns Ólafssonar hét þessu nafni og ég forsómaði að taka þetta nafn þangað til Ámi umboðsmann tók það til sín. Svona blað hefði geta orðið baráttutæki Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem bitið hefði.En borgarfulltrúarnir höfðu engan áhuga á slíkum tillögum.
Undir ritstjórn Ingimars Karls hefur þetta blað verið vinstrisinnað blað sem hefur gapað upp í borgarstjórnarmeirihlutann í Reykjavík og Hjálmar Sveinsson, sem er mesta ógæfa í skipulagsmálum sem dunið hefur yfir nokkra borg að margra dómi. Vonandi verða nú þáttaskil í stefnu blaðsins og flatbyggðarsjónarmið þeirra EssBjarnar, Hjálmars og Dags Bé. í skipulagsmálum fari að víkja fyrir nútímanum með nýjum ritstjóra.
Birni Jóni er óskað velfarnaðar með sitt blað(hann mætti senda eintak í Kópavog) og vonandi heyrum við fljótt aftur í honum og Jóni Kristni á Hrafnaþingi hjá farfuglinum Ingva Hrafni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:26 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 3420144
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Halldór, við sem munum tímana tvenna. Þar má finna margt í minningarskjóðunni. Ég sem þetta skrifa man höfuðborg landsins Reykjavík í stöðu þar sem framtaksleysi og doði hvíldi yfir öllu um mánaða og árabil. Sem betur fer á þeim tíma urðu borgarstjórnarkosningar og borgarbúar hristu af sér doða og slen, og til varð ný borgarstjórn. Við oddvitastöðu í þeirri borgarstjórn tók ungur maður Davíð Oddson. Var sem aðgerðarleysi og doða væri svipt sem hulu af Reykjavíkurborg. Borgin öðlaðist nýtt líf, og tifaði af lífi. Þetta framansagt er úr minningarskjóðunni.
Hvernig er ef horft er nú yfir Reykjavíkurborg. Skuldir Reykjavíkurborgar sagðar hrannast upp og fara í dag með himinskautum. Samþykktir eru gerðar varðandi heimspólitík, sem er ekkert fyrir eða í anda borgarbúa nema síður sé ( og því síður landsins alls). Reykvingar höfum öðlast skipulagssnilling, Hjálmar Sveinsson sem gengur með reglustriku um Borgina og mælir út hvernig megi þrengja götur og tefja fyrir umferð borgarbúa.. Kjánarnir sem stjórna og vita af húsnæðiseklunni í Reykjavík, reisa bara fuglahús( á Hofsvallagötu ). Moka uppp jarðvegi í Vatnsmýrinni sem er dýrasta byggingasvæði sem finna má innan lands Reykjavíkur. Ósköp er að vita hvað fáir Reykvíkingar vita hverjir það eru sem eru fulltrúar mótvægis við ríkjandi óráðsíu fulltrúa, Reykjavíkurborgar. Vonandi vitkumst við á komandi mánuðum og augu opnist, og okkur beri gæfu til að færa Reykjavíkurborg nýja og betri stjórnendur.
Eðvarð Lárus Árnason (IP-tala skráð) 1.11.2015 kl. 00:19
Ég heyrði þær tölur að skuldir Borgarsjóð yxu um 700.000 kr. ám klukkutíma, 24/365. Og Reykvíkingum virðist bara vera sama.Allaveg tala þeir í stjórnarandstöðunni ekki um þetta út á við enda heyrist líka sjaldan nokkuð frá þeim. Eða heyrir þú betur en ég?
Halldór Jónsson, 1.11.2015 kl. 13:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.