Leita í fréttum mbl.is

Hvað er að heyra?

Er söngurinn um það hvað Íhaldið og Framsókn séu að fara illa með aldraða og öryrkja sem dynur á hlustunum frá öllum rásum bara í falsetto?

Tímaritið Tíund sem Ríksiskattstjóri gefur út verður seint ásakað um hægripólitík. Þetta er hið vandaðasta tímarit sem maður handfjatlar sér til ánægju þó óneitanlega sé sumt efnið í þurrara lagi fyrir meðalsnotra.

En Davíð Oddsson er fundvís maður og athugull. Hann segir svo í niðurlagi Reykjavíkurbréfs sín í gær:

"Embætti ríkisskattstjóra stundar ekki vinsældakapphlaup, þótt það vilji augljóslega vera í góðu sambandi við almenning í landinu. Það gefur út ritið Tíund, sem birtir fróðlegt efni sem tengist verksviði embættisins. 

Í nýjasta heftinu segir þetta: »Tryggingastofnun ríkisins greiddi rúma 73,7 milljarða í dagpeninga, dánarbætur, ellilífeyri, endurhæfingarlífeyri, foreldragreiðslur, heimilisuppbót, maka- og umönnunarbætur, mæðra- og feðralaun, örorkulífeyri og örorkustyrki og ýmsar aðrar greiðslur árið 2014. Greiðslur frá Tryggingastofnun voru rúmum sjö milljörðum eða 10,5% hærri en árið áður. 

Það er athyglisvert að greiðslur frá Tryggingastofnun hafa hækkað um 27,2% að raunvirði frá árinu 2010 á sama tíma og laun hafa hækkað um 14,4%. Þá lækkuðu tryggingabætur ekki í hruninu, ólíkt launum. Þær hafa hækkað um 27,1% ef miðað er við árið 2007 en launagreiðslur eru enn 8,2% lægri en þær voru þá.«

Þá segir í sömu grein: »Það er athyglisvert að frá árinu 2010 hefur þeim sem fá greiðslur frá Tryggingastofnun fjölgað um 8.815, eða tæp 19,7%, en á sama tíma hefur framteljendum á skattgrunnskrá fjölgað umm 11.042 eða um 4,2%. Þeir sem fengu greidd laun voru hins vegar aðeins 6.679 fleiri árið 2014 en 2010 og hafði aðeins fjölgað um 3,8% á þessum tíma.«

 

Upplýsingar af þessu tagi, með nauðsynlegu talnaefni, kunna að fara fyrir ofan garð og neðan hjá mörgum. En þær eru himinhrópandi og ættu því að hljóta mikla athygli og skapa umræður. 

Fyrir það fyrsta þá er meintum sannleika, sem hamrað hefur verið á af ákefð og varla nokkur hefur þorað að andæfa, hrundið af stalli með dynk.

Hvernig stendur á því að þingmenn og ráðherrar hafa ekki látið málið til sín taka með afgerandi hætti? Hvernig getur það gerst, að á aðeins fjórum árum hefur þeim sem þiggja bætur frá Tryggingastofnun fjölgað um 19,7% á meðan »vinnandi fólki sem stendur að mestu undir velferðinni í landinu«, eins og það er orðað í Tíund, hefur aðeins fjölgað um 3,8%? Faraldrar hafa ekki geisað né landið setið undir loftárásum og sprengjuregni.

 Ekki þarf að kunna mikið annað en margföldunartöfluna til að sjá að þessi þróun leiðir í ógöngur haldi hún áfram.

 Upplýsingar af þessu tagi hrópa á að við þeim sé brugðist. Og það fast.

 Þeir lesendur þessa bréfs, sem hafa trú á því að sú verði raunin, rétti upp hönd.

 Já, því miður þá kemur þessi nær samhljóða niðurstaða ykkar ekki á óvart. "

Eru þá allar ræðurnar á Útvarpi Sögu um illsku fjórflokksins sem fer illa með þá sem minnst mega sín bara bull og vitleysa. Örorka og bótaþega er sú grein virðist vera sú grein í þjóðfélaginu sem er í hvað örustum vexti eins og ferðamannaiðnaðurinn. Hverjir eiga svo að borga þegar allir eru hættir að vinna?

Ja hérna, hvað er að heyra.


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þú verður að kunna að lesa tölur Halldór. Greiðslur frá tryggingastofnun hafa að sjálfsögðu aukist vegna þess að öryrkjum hefur fjölgað ótæpilega. En það sem skipir máli er að greiðslur til einstaklings hvort sem hann er ellilífeyrisþegi eða öryrki hafa ekki haldist í hendur við launaþróunina og vantar þar töluvert á. Hvað veldur auknum fjölda öryrkja á þessu tímabili er rannsóknarefni. En ég tel það vera brýnt að stefna að aukinni atvinnuþáttöku öryrkja á þeim sviðum sem hæfir hverjum og einum en jafnframt að greiðslur fylgi ávallt lágmarkslaunum sem samið erum á vinnumarkaði hverju sinni. Þannig gæti kerfið staðið undir sér.

Jósef Smári Ásmundsson, 1.11.2015 kl. 14:11

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta virðist vera einhver vinsælasta talnabrellan, sem er þarna á ferðinni.

Heildartalan segir ekkert um það hvort meðalafkoma einstaklinganna hefur breyst, heldur aðeins það, sem vitað er, að öryrkjum og þó einkum öldruðum hefur fjölgað meira en dæmi eru um áður.

Ómar Ragnarsson, 1.11.2015 kl. 16:17

3 identicon

Halldór minn, gamla fólkinu i landinu er að fjölga og öryrkjunum líka, það er eðlilegt með gamla fólkið, en ekki með örykjana,eitthvað er eki í lagi með greiningu á því hvenær þú ert öryrki og hvenær ekki

Axel pétursson (IP-tala skráð) 1.11.2015 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband