2.11.2015 | 08:18
Skynsamlega skrifað um skatta
af honum frænda mínum á Mogganum, Stefáni Gunnari Sveinssyni í dag.
Stefán skrifar:
"Sú stórmerkilega frétt birtist um helgina að Ingvar Kamprad, stofnandi IKEA, væri nú loksins farinn að borga aftur skatta í Svíþjóð, eftir að hafa flust þaðan árið 1973. Í fréttinni var það sérstaklega tilgreint að hann hefði flutt til Sviss til þess að forðast hina háu skatta sem lagðir eru á efnafólk í Svíþjóð. Núna hefði hins vegar hægri stjórn lækkað skattana, og það ásamt andláti konu hans árið 2011, hefði sannfært Kamprad að nú væri rétti tíminn til að snúa aftur heim.
Ég verð að játa að ég þurfti nánast að lesa þessa frétt tvisvar, svo mikið brá mér. Eftir að hafa lifað í landi, þar sem stjórnmálastéttin nánast í heild sinni hefur talað um »hámörkun skattstofna« eins og sjálfsaflafé almennings sé ekkert nema tala í Excel-líkani, vildi ég varla trúa því að sjálfur IK í EA væri »skattaflóttamaður,« í hópi með æði skuggalegum kónum eins og Gerard Depardieu, Tom Jones og Rolling Stones.
Það var þá ekki rétt, sem íslenskir skattspekingar hafa haldið fram í öll þessi ár, að skattgreiðendur væru eins og svampur, sem einungis þyrfti að kreista nógu mikið. Það var þá ekki rétt að alltaf mætti hækka skatta og gjöld, án þess að það hefði nokkur áhrif á hegðun almennings, að þessu sinni með því að viðkomandi hreinlega fluttist búferlum erlendis og bjó þar bróðurpart ævinnar.
Í þessu samhengi má geta að auðæfi Kamprads eru metin á um fjóra milljarða Bandaríkjadala og hann borgaði að þessu sinni um 2 milljónir Bandaríkjadala, eða um 17,7 milljónir sænskra króna til sænska ríkisins. Það er hægt að kaupa nokkrar Billy-hillur fyrir það.
Það liggur við að það sé ótrúlegt að þurfa að nefna hin sjálfsögðu sannindi sem felast í Laffer-kúrvunni víðfrægu, nefnilega að þegar skattar eru of háir, dragast tekjurnar af þeim saman. Að sama skapi þegar hinir of háu skattar eru lækkaðir aukast tekjurnar, þar sem fleiri eru þá tilbúnir til þess að greiða þá og verða um leið ólíklegri til þess að reyna að víkja sér undan þeim, eða hreinlega að svíkja undan skatti.
Stundum þegar skattamál eru rædd er notuð samlíking af tíu manns á veitingahúsi sem skiptir reikningnum eftir efnahag. Ef reikningnum er skipt nægilega ójafnt þannig að hinn efnamesti telji sínum hag betur borgið annars staðar þá fer hann og borðar þar. Hinir níu sitja eftir með sárt ennið. Það má því segja að í þessu dæmi hafi Ingvar Kamprad ákveðið að snúa aftur til borðsins.
Sett fram á annan hátt: Hvað skyldi Svíþjóð hafa orðið af miklum tekjum frá Ingvari Kamprad á þessum 42 árum sem hann hefur búið erlendis? Með því að hrekja hann (og eflaust marga fleiri) annað hefur byrðin á þá sem eftir voru aukist nokkuð, þar sem það hefur þurft hærri skatta á þá sem eftir stóðu til þess að ná inn sama fé. Væntanlega hefur það ekki verið hugmyndin þegar skattarnir voru hækkaðir til að byrja með. <netfangið>sgs@mbl.is"
Skyldi einhverjumm sossanum í Svíþjóð ekki detta í huga að rukka karlinn afturábak? Ekki myndi ég útiloka það að óreyndu.
Við Íslendingar munum eftir því þegar tollar voru lækkaðir af úrum þá fóru menn að kaupa þau innanlands og ríkið fékk tekjur af úrainnflutningi sem voru engar áður. Eins var með nælonsokkana, allt í einu fengust þeir í búðum. Þegar álagning var gefin frjáls skræktu kommarnir að allt myndi rjúka upp í verði. Innflutningsverð lækkaði hinsvegar því menn þurftu ekki lengur að taka "kommissjónina" erlendis til að bæta upp tapið á innanlandsversluninni þar sem álagningin var ákveðin á skrifstofu Kristjáns verðlagsstjóra. Það var margt fleira lygilegt í þessa veru í gamla daga sem ég man ekki í svipinn.
Hugleiðing Stefáns er því þörf upprifjun fyrir Sjálfstæðismenn, sér í lagi í sveitarstjórnum, sem eru víða farnir að tala áberandi mikið og hátt um nauðsyn meiri tekna til að standa undir hinu og þessu.
Það eru mörg dæmi til frá því í gamla daga um deyðandi skattlagningu svipað og Kamprad flýði á sínum tíma."Steingrímskan" lifir enn góðu lífi á Alþingi Íslendinga. Það þarf að skrifa og tala skynsamlega um skatta á Íslandi sérstaklega í skugga vaxandi verðbólgu og kerfismennsku.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:21 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.