Leita í fréttum mbl.is

Að RÚVera eða ekki RÚVera?

það er spurningin. 

Við þessu er einfalt svar. RÚVera skal meðan það lýtur stjórn vinstri manna. RÚVera hægri manna eru árásir á stofnunina og útvarpskommana sem hana eiga óskipt.

Óli Björn veltir þessu fyrir sér í Morgunblaðinu í dag.

Grunnspurningar Eyþórs Arnalds og samnefndarmanna hans  eru þessar:

  • Er ohf. rekstrarformið heppilegt fyrir starfsemi Ríkisútvarpsins?
  • Á Ríkisútvarpið að vera á auglýsingamarkaði?
  • En líklegt er að eftirfarandi spurningar, sem eru áleitnar, valdi mestu um geðshræringuna:
  • Er Ríkisútvarpið best til þess fallið að ná fram markmiðum ríkisins sem snúa að íslenskri menningu, tungu og lýðræðisumræðu?
  • Er hægt að fá betri nýtingu á fjárveitingar ríkissjóðs?
  •  Miðað við síðasta rekstrarár (1. september 2014 til 31. ágúst 2015) runnu því a.m.k. 2,3 milljarðar króna í annað en innlenda dagskrá.
  • Frá því að opinbert hlutafélag var stofnað um Ríkisútvarpið hefur rekstur þess ekki verið sjálfbær.
  • Gjöld hafa verið meiri en tekjur og taprekstur verið á fjórum árum af þeim átta sem félagið hefur starfað - alls 813 milljónir króna.
  • Innheimt útvarpsgjald hefur ekki runnið óskipt til Ríkisútvarpsins.
  • Mikil fjárbinding er í stóru og óhentugu húsnæði.

Eyþór Arnalds hefur fyrir löngu sannað að hann hefur vit á rekstri.Bæði í einkarekstri og opinberum rekstri. Hann skilur að debit og kredit eru algerlega ópólitísk hugtök í daglegu lífi. Því  er hinsvegar öðruvísi farið í hugarheimi  vinstri manna að þar gilda önnur lögmál um útgjöld og tekjur. Samanber myndir af Degi Bé og fréttum af kassastöðunni hjá honum í Reykjavík. Þar er eina vandamálið að útgjöldin eru meiri en tekjurnar sem þá verður að auka.

Ef ég á að svara spurningum um RÚV þá geri ég það svo:

  • RÚV fyrirtækið að afla sér þeirra tekna sem það getur á auglýsingamarkaði eða annarsstaðar.RÚVera í botn.
  • RÚV má gera það sem það vill meðan það  lifir innan fjárlaga sem Alþingi setur.
  • RÚV er betur komið í eigin húsnæði en í okurleigu hjá lífeyrissjóðunm.  
  • RÚV á ekki að þurfa að borga lífeyrismál útvarpskommanna sem OHF  frekar en ráðuneytin sinna manna. 
  • Útvarpsstjóri á að vera bissnessmaður en ekki menningarviti.Til dæmis hlutlaus útlendingur.
  • RÚV heyri beint undir Alþingi.
  • Ekkert RÚVráð.

Ef svona er staðið að málinu þá vil ég RÚVera áfram.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband