Leita í fréttum mbl.is

Íslenskur her?

viltu taka upp herskyldu og stofna íslenskan her? Þetta var skoðanakönnun á Útvarpi Sögu. Þjóðin þar svaraði 77 % nei.

Hver maður er skyldur að taka þátt í störfum við almannavarnir skv. lögum nr.82. Og einhversstaðar finnst mér ég hafa séð í lögum að menn séu herskyldir á Íslandi ef svo ber undir. Og víst er að sem borgarar í Evrópusambandinu þá yrðu Íslendingar herskyldir í Evrópuhernum samkvæmt Lissabon sáttmálanum.Nýji flokkurinn hans Benna útskýrir þetta sjálfsagt fyrir okkur þegar hann fer að bjóða fram.

En hefði verið spurt hvort menn vildu stofna íslenskan her, þá hefði verið fróðlegt að fá fram afstöðu fólks til þess í stað þess að spyrja um herskyldu. Og þá gjarnan með breiðara úrtaki.

Víða eru herir þjóða orðnir atvinnuherir. Allstaðar er herskylda talin sjálfsögð ef svo ber undir. Á Íslandi gætum við haft lítinn fastaher atvinnumanna og síðan varaliða sem mætti kveðja til. Þetta er eitur í beinum kommúnista þar sem þeir vilja lög og reglu feiga. Sást bæði 30.mars 1949 og svo í búsáhaldabyltingunni. Þá hefði einhverjum þótt betra að geta boðið út varaliði embættismanna þjóðarinnar.

En svo höfum við Íslendingar auðvitað ekki efni á að koma upp her. Allt sem kostar peninga til að leysa innanlandsmál er ekki hægt. Aðeins ef útlendingar eiga í hlut er til nóg.

Fróðlegt vaæri að kynnast viðhorfum þjóðarinnar í afstöðunni til stofnunar íslensks hers.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Byrjum á því að segja bara 1 einfalt "NEI" á ALÞINGI við frekari útbreiðslu á moskum hér á landi.

Jón Þórhallsson, 14.11.2015 kl. 15:51

2 Smámynd: Jón Bjarni

Það er engin herskylda í Lissabon sáttmálanum Halldór

Jón Bjarni, 14.11.2015 kl. 16:16

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hins vegar væri ég fylgjandi því að þeir fjármunir sem koma inn af Lottóinu færu frekar til styrkingar á atvinnu-björgunnarsveitarfólki frekar en í þrístökk, fimleika ofl. eins og nú er.

Jón Þórhallsson, 14.11.2015 kl. 17:21

4 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Já Lottó-her væri einmitt lausnin.

Eyjólfur Jónsson, 14.11.2015 kl. 17:34

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Bjánagangur.

Jósef Smári Ásmundsson, 14.11.2015 kl. 18:15

6 identicon

ESB stefnir hraðbyri að ESB her. Þetta er ekki lengur hrollvekja fyrir framtíðina, þetta er að gerast.

Ísland innan ESB yrði þar með hluti af herríki.

Hvort hér yrði herskylda, væri ekki undir okkur komið, heldur Brussel, eða Berlín, öllu heldur.

Hilmar (IP-tala skráð) 14.11.2015 kl. 19:31

7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

 J'osef Smári 

Varst þú ekki búinn að kveðja bloggið ?
Ekki það að ég hafi verið þér sammála um að þú færir héðan.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.11.2015 kl. 20:04

8 Smámynd: Jón Bjarni

Nei Hilmar, ESB stefnir ekki að neinum her - í Lissabon sáttmálanum er tiltekið að komi til átaka þá muni ríkin gera sín hernaðargögn og sína heri aðgengilega og að sé ráðist á eitt ríki sambandins þá verji hún það ríki sameiginlega.. 

Jón Bjarni, 14.11.2015 kl. 20:18

9 identicon

Jón Bjarni, merkilegt, þú ert þeirri gáfu gæddur að tjá þig aldrei, nema að hafa rangt fyrir þér.

Það þarf ekki einu sinni meðalgáfaðan mann með internettengingu og google.

Hér eru nokkrar niðurstöður:
"Markmið okkar er Evrópuher" Daily Mail vitnar í Ursulu der Leyen varnamálaráðherra Þýskalands.
"Junker kallar á Evrópuher" Guardian vitnar í Junker.
"Merkel væntir stuðnings Cameron við Evrópuher" Telegraph
"Stærstu stjórnmálasamtök Evrópusambandsins óska eftir Evrópurher" Janes Weekly

Ég nenni ekki að henda inn linkum, því eins og ég benti á, þá getur maður undir meðalgreind gúgglað þetta.

ESB her er á leiðinni, ekki spurning um hvort, heldur hvenær. Ísland innan ESB þyrfti að taka þátt í honum, og yrði því virkur partur af herveldi.
Hvort Íslendingar yrðu skyldaðir í slíkan her væri ekki undir okkur komið, heldur ESB.

Hilmar (IP-tala skráð) 14.11.2015 kl. 22:06

10 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hilmar 

Rétt hjá þér - J'on bJarni er með þessa sérstöku náðargáfu. Sem betur fer er hún mest smitandi á millum sósialista og demókrata af þeim vængnum - Haraldur Briem lítur svo á af reynslu að aðriri séu lítt í hættu. Þ'o eru þeir sem eru laumusósar og eru sleepers í flokkum á hægri vængnum í stórhættu með smit - það sýnir sig þegar þeir vakna upp og terrorisera hægri flokka innanfrá - þar fara um úlfar í sauðagæru.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.11.2015 kl. 22:25

11 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Íslendingar hafa ekki efni á að reka landhelgisgæslu, hvernig dettur folki í hug að það sé til fjármagn til að hafa her.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 14.11.2015 kl. 22:42

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Skoðanakannanir á útvarpsstöðvum standast engar kröfur um skoðanakannanir en í þetta skipti finnst mér líklegt að afstaða þjóðarinnar sé sviðuð og þarna kemur fram.

Í frumvarpi stjórnlagaráðs er þetta einfalt og núverandi ástandi ekki breytt: "Herskyldu má aldrei í lög leiða."

Ómar Ragnarsson, 14.11.2015 kl. 23:05

13 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Skoðanakannanir á útvarpsstöðvum standast engar kröfur um skoðanakannanir en í þetta skipti finnst mér líklegt að afstaða þjóðarinnar sé svipuð og þarna kemur fram.

Í frumvarpi stjórnlagaráðs er þetta einfalt og núverandi ástandi ekki breytt: "Herskyldu má aldrei í lög leiða."

Við inngöngu í NATO 1949 var skýrt tekið fram það skilyrði, að Ísland hefði engan her, eitt allra landa í bandalaginu.

Allt tal um herskyldu og her Íslendinga er út í hött.

Ómar Ragnarsson, 14.11.2015 kl. 23:08

14 identicon

Nei Ómar minn, innan ESB er herskylda ÍSlendinga ekki út í hött.
Það virðist ganga illa hjá þér að skilja, að innan ESB höfum við nákvæmlega ekkert að segja til um tilskipanir.
Við hefðum að vísu 6 þingmenn af 757, en engan tillögurétt, frekar en aðrir þingmenn ESB, heldur einungis atkvæðarétt um tillögur bornar fram af framkvæmdastjórninni.

Það er afskaplega ólíklegt, ef tillaga um ESB her yrði lögð fram á þingi ESB, að henni fylgdi undanþága fyrir Ísland.

Þess má náttúrulega geta, að þing ESB yrði sennilega ekki spurt, heldur yrði ákvörðun um ESB her tekin af ráðherraráði sambandsins.

Nú, ef svo ólíklega vildi til, að ný íslensk stjórnarskrá yrði samþykkt, með ákvæðum um herlaust land, þá yrði að breyta þeirri stjórnarskrá, ef Ísland ætlaði að verða aðili að ESB.

Hilmar (IP-tala skráð) 14.11.2015 kl. 23:23

15 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sæll Halldór minn. Hvað gat Davíð Oddson gert í Íraksstíðinu, fyrst Ísland var í NATÓ? Enginn hefur í raun útskýrt það með réttlætanlegum rökum.

Kannski ætti ég bara að andvarpa eins og hver annar ábyrgðarlaus og frjáls einstaklingur í lýðræðisríki NATÓ, og horfa flóttalega undan staðreyndunum?

Og láta bara sem ég beri enga frelsisins einstaklingsábyrgð á neinu sem skeður í ábyrgum og frjálsum lýðræðisríkjum hernaðarbandalagsins NATÓ?

Að mér komi það jafnvel ekki við sem siðmenntaðri manneskju, hvað ég og NATÓ erum óafvitandi að föndra bak við banka-heimsveldistjöldin?

Svarið er þá bara ábyrgðarlaust og einfalt:

Ég veit það ekki, ég bara vinn hérna?

Þegar allir segja sig frá ábyrgð á frelsinu, réttindunum, ábyrgðinni og siðferðinu, þá er ekki um neitt lýðræðislegt siðferðissamfélag að ræða!

Það er stóra málið.

Almættið algóða og alvitra hjálpi öllum sem syrgja vegna stríðshörmunga í þessu misþroskaða, vanstillta og stjórnlausa jarðlífi.

Hatri skal ávælt mæta með auðmýkt, miskunn, skilningi og kærleika. Það er eina færa leiðin til friðar.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.11.2015 kl. 23:36

16 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

...ávalt...

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.11.2015 kl. 23:38

17 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Til þess að vita hvað herstjórn og landvarnir snúast um þá þarf her.  Það er grátlegt að horfa uppá íslenska ráða menn fara á fundi um hermál, þegar betra væri að senda kött.

Þar sem ekki er her, þar er ekki hægt að styðjast við hann.  Þar sem kunnáttu lausir ráðamenn segja að eingin hætta sé, þar er hætta. 

Þar sem ráðamenn tala um að setja af stað athugun á hættu, þar er engin athugun á hættu í gangi og ekki líkindi til að þannig athugun verði yfirleitt til með vitrænum hætti, hjá reynslu lausu fólki.  

Svo koma Íslenskir ráða menn og vara við hatursumræðu.  Hvaða hatursumræðu eru þeir að tala um?

 Skynsemis umræða hefur verið í gangi í mörg ár um að segja upp Schegen  og taka upp  landamæra eftirlit okkur til gagns. 

En íslenskir ráðamenn eru daufdumbir þá skinsamlega er talað en hlusta því betur þegar kommúnistar öskra.

Skinsemis umræða hefur verið um að Múslímar passi hér ekki og séu beinlínis hættulegir okkar samfélagi.  Það er nokkuð sem íslenskir ráða menn vilja ekki heyra og kalla hatursumræðu, og þar með má ekki ræða það mál af skinsemi.    

Hrólfur Þ Hraundal, 15.11.2015 kl. 08:30

18 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er aldeilis gaman að ykkur og hafið allir þökk fyrir skemmtunina.Ég bjóst nú raunar við því að vinstri menn væru ekki ginkeyptir fyrir hugmyndum  um íslenskan her. Hann yrði sjálfsagt eins og nokkurskonar varalögregla og gæti því lent í að lumbra á kmmunum í næsta uppþoti. 

Ég er ekkert viss um að Ísland  fái endalausar undanþágur frá hinu og þessu eins og sjávarútvegsstjórnun og Evropsheer. Hvað heldur hann Jón Bjarni um það?

Anna Sigríður mín, ég held að þér verði lítið ágengt í samningum við ISIS með auðmýkt, miskunn, skilningi og kærleika. Ég vildi heldur vita þig með norka hríðskotabyssu í hendi.

Af hverju er það bjánagangur að tala um stofnun hers? Varstu á Austurvelli í búsáhaldabyltingunni Jósef?

Halldór Jónsson, 15.11.2015 kl. 10:42

19 Smámynd: Jón Bjarni

Hér spjalla miklir spekingar.. Eftir stendur þó það að ekkert er minnst á Evrópuher í stjórnarskrá Evrópusambandsins, Lissabon sáttmálanum - og í því plaggi er útskýrt nokkuð vel hvernig samstarf ríkin eiga í þegar kemur að her.

Kæri Hilmar og Predikari - það er fullorðnu fólki ekki sæmandi að beita persónuníði í samskiptum við annað fólk eins og þið gerið hér - það gerir ekki lítið úr neinum nema þeim sem slíkt gerir.

http://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=CELEX:12007L/TXT

Það er hægt að lesa lið 48 til 50 til að fræðast um öryggismál ESB - ykkur er fullkomlega frjálst að halda áfram að vita lítið og kalla þá sem eru ykkur ekki sammála bjána - passið bara að líta í spegil á milli

Jón Bjarni, 15.11.2015 kl. 21:51

20 Smámynd: Jón Bjarni

Hvaða undanþágur þurfum við í Sjávarútvegsmálum Halldór..?

Og það er enginn Evrópuher Halldór, við þurfum varla undanþágu frá einhverju sem er ekki til er það? 

Jón Bjarni, 15.11.2015 kl. 21:53

21 identicon

Jæja Jón Bjarni, á nú að reyna að leika fórnarlamb?
Hér er enginn sem hefur kallað þig bjána, þó eflaust hafi einhverjum þótt ástæða til.

Grein 42. í Lissabonsáttmálanum gefur ESB nægar heimildir til að hefja nánara samstarf og eftir atvikum samruna herja.
Fullkominn samruni herja einstakra ríkja í sameiginlegan her ESB þarfnast einungis samþykkis ráðherraráðs ESB. Það þarf ekki einu sinni samþykki Evrópuþingsins, hvað þá að almenningur í ESB ríkjum verði spurður álits.

Eftir stendur, að þú virðist ekki geta tjáð þig, nema að hafa rangt fyrir þér. Sumt breytist ekki.

Hilmar (IP-tala skráð) 15.11.2015 kl. 23:30

22 Smámynd: Jón Bjarni

Ert þú bara að búa eitthvað til og saka mig svo um að hafa rangt við? 

Hér er verið að tala um evrópuher og hugsanlega herkvaðningu Íslendinga - 42. grein lissabon sáttmálans fjallar ekkert um sameiginlegan her þar segir sérstaklega að sjálsákvörðun ríkja sé virt þegar kemur að herjum þeirra. Til þess að ESB geti farið í einhverjar sameiginlegar hernaðaraðgerðir þá þarf til þess einróma samþykki ALLRA í leiðtogaráði Sambandsins. Framkvæmaráðið kemur þar hvergi nálægt.

Það er ágætt ef menn ætla að fara slá um sig með því að saka aðra um að vita ekki um hvað þeir séu að tala að vera þó ekki nema með grunnatriði á hreinu

"The common security and defence policy shall include the progressive framing of a common Union defence policy. This will lead to a common defence, when the European Council, acting unanimously, so decides. It shall in that case recommend to the Member States the adoption of such a decision in accordance with their respective constitutional requirements."

Ekki bara þarf leiðtogaráðið að samþykkja einróma heldur þarf hvert og eitt ríki að setja reglur sem verða að standast stjórnarskrá viðkomandi ríkis.

Svo ættir þú að fara varlega í þessum dónaskap þínum - þú lætur sjálfan þig líta út eins og bjána

Jón Bjarni, 15.11.2015 kl. 23:49

23 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Halldór minn. Takk fyrir svarið. Aldrei dytti mér í hug að ég ein og sér bjargi nokkru/nokkrum, né fengi nokkurn tíma vopnaumboð almættisins til að koma á friði hér á jörðu. Þökk sé almættinu fyrir það. Sálin mín myndi ekki leyfa mér að mæla með skipulögðum manndrápum, til að koma á siðmenntuðum samskiptum fólks á jörðinni. Fólks sem hefur meðfæddan rétt til að lifa heima hjá sér, á jörðinni. 

Þannig skipulögð drápsmeðferð myndi einfaldlega stífla andans/líkamans heilsuheill allra upplýstra, heilbrigðra og vel meinandi einstaklinga.

Hvað er eftir af sálarlífsins heill, ef ótti og stríð eiga að stjórna jarðlífinu, með svokallaðri réttlætingu áframhaldandi heimsins manndrápa og bankarána?

Hvers virði er það óttans jarðlíf fyrir okkur og framtíðarfólkið Halldór minn?

Sálarmorð bæði fórnarlamba og hermanna? Hvað verður þá eftir á jörðinni, sem er/verður einhvers virði?

Ég vonast eftir heiðarlegu svari, og reikna að sjálfsögðu með að ekki standi á fræðandi svari frá þér. Þú ert nefnilega mjög skynsamur maður, sem hefur meira að segja dýrmæta og langa lífsreynslu. (Væri ekki friðsamlegt að taka ESB að einhverju leyti út fyrir sviga núna, mannúðlega heimsfriðarins vegna?)

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.11.2015 kl. 23:59

24 identicon

Jón minn, það er ekkert eins þreytandi á internetinu og fólk sem reynir að gera sjálft sig að einhverjum fórnarlömbum.

1. The common security and defence policy shall be an integral part of the common foreign and security policy. It shall provide the Union with an operational capacity drawing on civilian and military assets. The Union may use them on missions outside the Union for peace-keeping, conflict prevention and strengthening international security in accordance with the principles of the United Nations Charter. The performance of these tasks shall be undertaken using capabilities provided by the Member States.

2. The common security and defence policy shall include the progressive framing of a common Union defence policy. This will lead to a common defence, when the European Council, acting unanimously, so decides. It shall in that case recommend to the Member States the adoption of such a decision in accordance with their respective constitutional requirements.

3. Member States shall make civilian and military capabilities available to the Union for the implementation of the common security and defence policy, to contribute to the objectives defined by the Council. Those Member States which together establish multinational forces may also make them available to the common security and defence policy.

ESB hefur nægar heimildir til að starta nýjum Evrópuher, þarf einungis samþykki ráðherraráðs.
Lestu þetta nú saman við það sem ég skrifaði áður:

"Markmið okkar er Evrópuher" Daily Mail vitnar í Ursulu der Leyen varnamálaráðherra Þýskalands.

"Junker kallar á Evrópuher" Guardian vitnar í Junker.

"Merkel væntir stuðnings Cameron við Evrópuher" Telegraph

"Stærstu stjórnmálasamtök Evrópusambandsins óska eftir Evrópurher" Janes Weekly

Ef þú átt í vandræðum með lestur á ensku, er áreiðanlega hægt að aðstoða þig.

Hilmar (IP-tala skráð) 16.11.2015 kl. 00:25

25 Smámynd: Jón Bjarni

Sæll Hilmar, mér tókst nú einhvern veginn að komast í gegnum sérnám í Evrópurétti, gerði það meira segja á útlensku. Ef þú vildir vera svo vænn að benda mér á það hvar í þessum texta er talað um ESB her eða eitthvað sem gæti valdið herkvaðningu á vegum sambandins. 

Svo ert þú alltaf að tala um ráðherraráðið - sem ég er nokkuð viss um að þú ert að rugla saman við Leiðtogaráðið (European Council) sem er alls ekki sama stofnunin

Jón Bjarni, 16.11.2015 kl. 00:32

26 Smámynd: Jón Bjarni

Sameiginleg stefna í varnarmálum er nefnilega alls ekki það sama og sameiginlegur her - ekkert frekar en það er til NATO her þá verður ekki til neinn ESB her

Jón Bjarni, 16.11.2015 kl. 00:34

27 Smámynd: Jón Bjarni

"Those Member States which together establish multinational forces may also make them available to the common security and defence policy."

Hvað þýðir þetta á íslensku?

Jón Bjarni, 16.11.2015 kl. 00:35

28 identicon

Hvað segir þú, varstu á Bifröst?

En fyrst þú ert sérfræðingur í útlensku, hvað þýðir þetta:
"It shall provide the Union with an operational capacity drawing on civilian and military assets. The Union may use them on missions outside the Union for peace-keeping, conflict prevention and strengthening international security..."

Hilmar (IP-tala skráð) 16.11.2015 kl. 01:22

29 Smámynd: Jón Bjarni

Ég lærði Evrópurétt í Lundi Hilmar... 

Seg þú mér endilega hvað þetta þýðir og hvernig þetta tengist því að til sé ESB her - og notaðu nú alla málsgreinina í stað þess að klippa útúr henni... Í samræmi við sameiginlega öryggis og varnastefnu sambandsins þá geti sambandið nýtt sér hernaðarmátt aðildarríkja í ákveðnum tilfellum og í samræmi við stofnsáttmála sameinuðu þjóðanna. Til að sinna þessu verkum skal notast við hernaðarmátt sem aðilarríkin sjá um að veita. 

Það er ekkert í þessum texta sem þýðir að um sé að ræða sameiginlegan her Evrópusambandins, heldur það að ríki sambandins sem búa yfir hernaðarmætti aðstoði við að framfylgja og öryggis og varnarstefnu sambandsins

Það virkar ekki að taka út brot og brot úr svona texta og ætla þannig að slá um sig með einhverri lögfræðikunnáttu Hilmar - hlutina verður að lesa í samhengi

Jón Bjarni, 16.11.2015 kl. 07:52

30 Smámynd: Jón Bjarni

""The common security and defence policy shall include the progressive framing of a common Union defence policy. This will lead to a common defence, when the European Council, acting unanimously, so decides."

Þú hefur hér talað aftur og aftur um ráðherraráðið - hér er tekið skýrt fram að samþykkt þarf ALLRA í leiðtogaráðinu - það þurfa semsé leiðtogar allra ESB ríkjanna til þess að sambandið grípi til sameiginlegra varna - og samt þá verður það þannig að hvert ríki notast við sinn her - herinn mun ekki fara fram undir ESB fána

Jón Bjarni, 16.11.2015 kl. 08:01

31 identicon

Þú stendur þig vel Bjarni, ég veit að það tekur á að reyna að koma vitinu fyrir þessa "einangrunarsinna" áfram ESB.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 16.11.2015 kl. 16:16

32 Smámynd: Jón Bjarni

Hilmar - þú hefur hér trekk í trekk sagt að ég viti ekki um hvað ég er að tala á meðan þú hefur sjálfur ruglað saman stofnunum ESB og lesið eitthvað úr texta sem hvergi er þar að finna. Þetta snýst ekkert um einangrunarsinna - þetta snýst um að það pirrar mig þegar eitthvað sem er ekki rétt er notað til að ýta undir einhverja skoðun. Halldór talað um það hér að Lissabon sáttmálinn kvæði á um herskyldu - sem ég tel að jafnvel þú vitir að er ekki rétt. Þú hófst svo handa við að benda á það hversu vitlaus ég væri á meðan þú sjálfur óðst í villu og fórst rangt með trekk í trekk. Ég þarf ekkert að koma vitinu fyrir þig eða aðra - en það væri ágætt ef þú og fleiri reynduð að venja ykkur af því að grípa allaf í það að ráðast persónulega á þann sem er ykkur ekki sammála - það er barnalegt

Jón Bjarni, 16.11.2015 kl. 16:44

33 identicon

ESB er ekki með her í dag, en hefur heimildir til þess að setja slíkan her á stofn.
Til þess þarf einungis samþykki ráðherraráðs ESB.
Þetta er einn þáttur af síauknum samruna ESB ríkja, án þess að spyrja almenning.

ESB stefnan er: ESB gengur ekki upp, er í rugli, og því þurfum við meira ESB.

Þegar búið er að sameina heri ESB ríkja, þá er kominn ESB her.
Og þegar búið að að setja á stofn ESB her, þá er búið að taka ákvörðunarvald um rekstur frá einstökum ríkjum, og færa til ESB.

Eitt af því sem einstök ríki ákveða nú, er hvernig mönnun á herjum fer fram, atvinnumannaher eða herskylduher.
Ef og þegar ESB ákveður að manna her með herskyldu, þá nær slík ákvörðun yfir allar þjóðir innan ESB. Líka Ísland, ef landinn yrði svo heimskur að ákveða aðild.

Ákvörðun um að Íslendingar yrðu skyldaðir í her ESB, er því bara alls ekki ákvörðun sem Ísland tæki, væri landið í ESB.

Það er nákvæmlega ekkert sem Halldór er að misskilja, eða fullyrða um of. Lissabon sáttmálinn veitir allar þær heimildir sem þarf, einungis þarf ráðherraráðið til að ákvarða næstu skref.

Hættu að berja hausnum við steininn Jón, það skilar þér bara hausverk.

Hilmar (IP-tala skráð) 16.11.2015 kl. 18:10

34 Smámynd: Jón Bjarni

Hilmar, þú ert ennþá að tala um ráðherraráðið - hvernig kemur það þessu máli við? Eg er núna búinn að benda þér á það nokkrum sinnum að það þarf EINRÓMA samþykki leiðtogaráðsins til að ESB fari í sameiginlegar hernaðaraðgerðir. Og ég veit ekki hvort skilningur þinn á ensku er eitthvað tæpur því þú virðist vera lesa eitthvað allt annað úr þessum texta Lissabon sáttmálans en stendur þar. 

Það kemur fram í Lissabonsáttmálanum að engar aðgerðir ESB hvað varðar hernaðaraðgerðir geti brotið í bága við stjórnarskrár þeirra ríkja sem taka þátt. Þú ert einfaldlega að búa til hluti hér sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Ef þú skilur ekki þessar greinar eða trúir ekki því sem ég er að segja þá vil ég mælast til þess að þú ræðir við einhvern löglærðan eða sérfræðing í evrópurétti til þess að útskýra fyrir þér það sem þú ert hér augljóslega að misskilja.

Það er ekki hægt að rökræða hér við einhvern sem er með textann fyrri framan sig og virðist hvort sem það er viljandi eða óviljandi ekki skilja það sem stendur þar og ákveða bara að þar standi eitthvað allt annað

Jón Bjarni, 16.11.2015 kl. 19:03

35 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

ESB-rifrildisumræðan á ekki heima í svona alvarlegu heimsástandi. þegar bankar hafa lagt undir sig allt stjórnkerfi heimsins, án siðmenntunar og mannréttinda. Eða hvað finnst fólki?

Hvað þýðir íslenska orðið: einangrunarsinni?

Hvernig eru einangrunarsinnar skilgreindir frá þeim sem eru ekki einangrunarsinnar? Það er ekki friðsamlegt né heiðarlegt að skilgreina fólk, eftir einhverjum fjölmiðlahönnuðum rifrildis og sundrungar-skilgriningum án útskýringa.

Ætli ég sé skilgreind sem einangrunarsinni, vegna þess að ég vil vita hvað raunverulega er að gerast í heimsveldispólitíkinni?

Heimsfriður er rót alls góðs.

Stríð er rót alls ills.

Vonast eftir heiðarlegum útskýringum, því það er ekki hægt að taka ábyrga umræðu og afstöðu án raunverulegrar ábyrgrar fjölmiðlaumræðu.

Ég viðurkenni að ég er ekki barnanna best í ábyrgð og útskýringum. En það er víst aldrei of seint að bæta sig og læra, ef einhver vill útskýra.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.11.2015 kl. 19:06

36 Smámynd: Jón Bjarni

Í tillögum stjórnalagaráðs er lagt til bann við herkvaðningu í nýrri stjórnarskrá - slíkt gæti t.d. komið í veg fyrir möguleikan á einhverskonar herkvaðningu - en það skiptir ekki máli vegna þess að varnar og öryggsstefna ESB snýst um það eingöngu hvernig ríkin sem hafa her vinni saman að sameiginlegri stefnu ríkjanna - alveg eins og í NATO

Finnst þér líklegt að ef það yrði til Nató her að þá gætu íslendingar orðið herskyldir?

Jón Bjarni, 16.11.2015 kl. 19:06

37 identicon

Vissulega þurfa leiðtogar ESB ríkja að samþykkja saneiginlegan her ESB, en það gerist ekki án undangenginna samninga á fundum ráðherraráðsins, og samþykkta þar.
Það er óhugsandi að leiðtogar samþykki eitthvað, sem ekki hefur verið samþykkt hjá ráðherraráðinu.

Megintilgangur ráðherraráðsins er: "..determine the EU's general political direction and priorities - essentially setting the policy agenda for the EU. "

En haltu bara áfram að berja hausnum í sandinn. ESB hefur allar heimildir sem það þarf skv Lissabon sáttmála, til að reka sameiginlegan her.

Hilmar (IP-tala skráð) 16.11.2015 kl. 19:34

38 Smámynd: Jón Bjarni

Þú ert ennþá að rugla saman ráðherraráðinu og Leiðtogaráðinu.. 

The European Council = leiðtogaráðið og þeir gera það sem þú lýsir hér ofar

Council of Ministers, oft bara the Council = ráðherraráðið

Ég er núna búinn að benda þér á þetta nokkrum sinnum í þessari umræðu - talandi um að berja hausnum við vegg?

Sameiginleg varnar og öryggisstefna ESB gengur ekki út á einn sameiginlegan her - ástæðan fyrir því að þetta bull þitt gengur ekki upp er sú að stjórnarskrár ríkja sambandsins girða fyrir það að ESB geti tekið yfir heri ríjanna og þetta er sérstaklega tekið fram í Lissabon sáttmálanum með orðunum:

"This will lead to a common defence, when the European Council, acting unanimously, so decides. It shall in that case recommend to the Member States the adoption of such a decision in accordance with their respective constitutional requirements."

Taktu sérstaklega eftir síðustu setningunni - þú getur alveg verið fullviss um það að stjórnarskrár ríkja ESB girðir fyrir alla yfirtöku ESB á herum viðkomandi ríkja.

Common Defence er EKKI það sama og sameiginlegur her.. ekkert frekar en í tilfelli NATO


Jón Bjarni, 16.11.2015 kl. 19:57

39 identicon

Ráðherraráð ESB:
http://www.consilium.europa.eu/en/home/

Tilgangur ráðherraráðs:
http://www.consilium.europa.eu/en/european-council/role-setting-eu-political-agenda/

Ég veit hreinlega ekki hvað þér gengur til Jón. Reynir að hanga eins og hundur á roði, á einhverju sem þú misskilur, eða skilur ekki.
Ertu alveg viss um að þú sért ekki með gráðu frá Bifröst?

Og varðandi stjórnarskrár ESB ríkja, þá er hér ágæt samntekt:
http://www.europeanlawmonitor.org/eu-legal-principles/eu-law-does-european-law-override-national-law.html

Brjóti lög og stjórnarskrá í bága við sáttmála og tilskipanir ESB, skal lögum og stjórnarskrá breytt, ella brýtur aðildarríki skilmála aðildar sinnar.

Og varðandi orðið Common, og í þessu tilviki Common law, þá er það í enskri tungu skilgreint sem sameiginleg lög, lög sem gilda á ákveðnu tilgreindu svæði, í þessu tilviki, sameiginlega á ESB svæðinu.
Með Common Defence er átt við sameiginlegar varnir, n.t.t. sameiginlegar varnir ESB, undir stjórn ESB ef vill.
Og ef við förum nánar út í orðið Defence, þá er átt við vörn, varnarlið, eða her, eins og enskur skilningur orðsins er. Ýmsir herir nota skilgreininguna Defence Force, og allstaðar þar sem enska er ríkismál, er orðið Defence (ministry eða department) notað fyrir varnarmálaráðuneyti. 

Veistu það Jón minn, ég nenni ekki að standa lengur í þessu rugli.
Ég hef betra við tímann að gera, en að elta rugl einhvers á internetinu, hvort sem hann kynnir sig með gráðu frá Bifröst eða Lundi. Rugl er rugl.

Hilmar (IP-tala skráð) 16.11.2015 kl. 21:23

40 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvaðan kemur ESB sinnum sú fullvissa að þessi klausa eigi ekki við Ísland?

"The common security and defence policy shall be an integral part of the common foreign and security policy. It shall provide the Union with an operational capacitydrawing on civilian and military assets. The Union may use them on missions outside the Union for peace-keeping, conflict prevention and strengthening international security in accordance with the principles of the United Nations Charter. The performance of these tasks shall be undertaken using capabilities provided by the Member States.

Hvað þýðir aquis? 

Af hverju er það sjálfgefið að okkar mannafli sé ekki talinn með ef Evrópuráðið samþykkir annað? Er ekki búið að fá það á hreint að allar undanþágur eru tímabundnar? 

Eru allir tilbúnir að taka sjénsinn?

Halldór Jónsson, 16.11.2015 kl. 22:14

41 Smámynd: Jón Bjarni

Eeyore  
Hilmar.. Ég veit að þú heldur að þú sért ofboðslega klár.. 

Já, ESB lög ganga framar landslögum - Á ÞEIM SVIÐUM SEM SAMNINGURINN NÆR TIL

Og númer 2 - skoða þú nú aðeins síðuna sem þú sendir mér, þar eru nefnilega tværi mismunandi stofnanir nefndar.. skulum reyna gera þetta mjög einfalt.. Farðu á fyrri hlekkinn sem þú sendir mér og skrollaðu niður.. þar sérð þú tvennt.

A) 

The European Council

Og hvað gera þeir.... The European Council consists of the heads of state or government of the EU's member states, together with its President and the European Commission President. It defines the EU's general political direction and priorities.

Ok - þetta er semsagt leiðtogaráðið - ekki ráðherraráðið

Skilið?

Hvað er svo annað á þessari síðu sem þú sendir..

The Council of the EU

The Council of the EU represents the member states' governments. Also known informally as the EU Council, it is where national ministers from each EU country meet to adopt laws and coordinate policies.

OK - þetta er semsagt ráðherraráðið - er það skilið?

Skoðum svo aðeins það sem þú skrifar hérna ofar.

"Tilgangur ráðherraráðs:

http://www.consilium.europa.eu/en/european-council/role-setting-eu-political-agenda/"



Svo skalt þú opna þennan link - hvað sérðu þá?

"The European Council is one of the 7 EU institutions. However, it is not one of the EU's legislating bodies, so does not negotiate or adopt EU laws. Instead its main role is to determine the EU's general political direction and priorities - essentially setting the policy agenda for the EU. "

Þú sendir semsagt tilgang leiðtogaráðsins og ert enn að kalla það ráðherraráðið - þrátt fyrir að ég sé ítrekað búinn að benda þér á þetta. 

Þú virðist ekki skilja textann sem þu ert að lesa, og virðist líka skorta grunn í því sem þú ert að tala um - með fullri virðingu en þá lærir þú ekki jafn flókið fyrirbæri og evrópurétt með því að lesa vefsíður - og þegar þú sýnir hér aftur og aftur að þú skilur ekki einsinni muninn á Leiðtoga og Ráðherraráðinu þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar þá ættir þú kannski að íhuga eitt augnablik hvort þú ert hugsanlega að misskilja eitthvað fleira - með fullri virðingu.  Ég vona að þú hafir allavega skilið að til þess að ESB fari í sameiginlegar hernaðaraðgerðir þá þurfi til þess einróma samþykkti allra í leiðtogaráði - þá þýðir það t.d., að væri Ísland þar inni þá hefði landið, með sínum fulltrúa í því ráði - neitunarvald

Jón Bjarni, 16.11.2015 kl. 22:19

42 Smámynd: Jón Bjarni

Halldór - við eigum engan mannafla

Það eru samskonar ákvæði í Nató sáttmálánum - hefur það orðið til þess að við þurfum að stofna hér her?

Jón Bjarni, 16.11.2015 kl. 22:23

43 Smámynd: Jón Bjarni

"The policy of the Union in accordance with this Section shall not prejudice the specific character of the security and defence policy of certain Member States and shall respect the obligations of certain Member States, which see their common defence realised in the North Atlantic Treaty Organisation (NATO), under the North Atlantic Treaty and be compatible with the common security and defence policy established within that framework"

Jón Bjarni, 16.11.2015 kl. 22:25

44 Smámynd: Jón Bjarni

Getið þið útskýrt fyrir mér hvernig þetta á að ganga upp ef til er einhver ESB her sem stjórnar herjum ESB landanna?

Jón Bjarni, 16.11.2015 kl. 22:27

45 Smámynd: Jón Bjarni

Hvernig dettur ykkur í hug að við getum verið herlaus í NATO sem er hernaðarbandalag - en verðum að vera með her í ESB sem er efnahagsbandalag?

Jón Bjarni, 16.11.2015 kl. 22:32

46 Smámynd: Halldór Jónsson

Citizens of the Union shall enjoy the rights and be subject to the duties provided for in the Treaties. They shall have, inter alia:

(a) the right to move and reside freely within the territory of the Member States;

(b) the right to vote and to stand as candidates in elections to the European Parliament and in municipal elections in their Member State of residence, under the same conditions as nationals of that State;

(c) the right to enjoy, in the territory of a third country in which the Member State of which they are nationals is not represented, the protection of the diplomatic and consular authorities of any Member State on the same conditions as the nationals of that State;

(d) the right to petition the European Parliament, to apply to the European Ombudsman, and to address the institutions and advisory bodies of the Union in any of the Treaty languages and to obtain a reply in the same language. These rights shall be exercised in accordance with the conditions and limits defined by the Treaties and by the measures adopted thereunder.

Article 21 (ex Article 18 TEC)

1. Every citizen of the Union shall have the right to move and reside freely within the territory of the Member States, subject to the limitations and conditions laid down in the Treaties and by the measures adopted to give them effect.

2. If action by the Union should prove necessary to attain this objective and the Treaties have not provided the necessary powers, the European Parliament and the Council, acting in accordance with the ordinary legislative procedure, may adopt provisions with a view to facilitating the exercise of the rights referred to in paragraph

Réttur okkar Íslendinga til að ráða einhverju er nákvæmlega enginn. Evrópusambandið getur sent hingað nægilega margt fólk sem hefur öll réttindi okkar og getur ráðið úrslitum. Við stjórnum nákvæmlega enu um það hverjir koma hingað.

Halldór Jónsson, 16.11.2015 kl. 22:36

47 Smámynd: Jón Bjarni

Öllum þegnum ESB er frjálst að vera hérna eins og þeir vilja nú þegar Halldór

Jón Bjarni, 16.11.2015 kl. 22:37

48 Smámynd: Jón Bjarni

"1. Every citizen of the Union shall have the right to move and reside freely within the territory of the Member States, subject to the limitations and conditions laid down in the Treaties and by the measures adopted to give them effect."

Jón Bjarni, 16.11.2015 kl. 22:39

49 identicon

Þvílíkur hálfbjáni sem þú ert Jón, þú ert að þræta fyrir að ESB geti samþykkt að setja á stofn sameiginlegan her, með því að segja að ESB geti ekki sett á stofn sameiginlegan her, nema að undangengnu samþykki ESB.

Bravó. Nokkrum árum vel varið í skóla á kostnað skattgreiðenda.

Hilmar (IP-tala skráð) 16.11.2015 kl. 22:47

50 Smámynd: Jón Bjarni

Talandi um hálfbjána - ert þú búinn að átta þig á því að ráðherraráðið og leiðtogaráðið er ekki sama batteríið?

Og ég hef hvergi sagt að ESB geti sett á stofn sameiginlegan her - heldur að með einróma ákvörðun leiðtoga allra ESB ríkjanna þá sé hægt að grípa til sameiginlegra varna.. og ég spýr þig - væri það ekki líka hægt þó að ekkert ESB væri til?

Jón Bjarni, 16.11.2015 kl. 22:50

51 Smámynd: Jón Bjarni

Svo voru það reyndar sænskir skattgreiðendur sem greiddu fyrir mitt evrópuréttarnám - það er nefnielga svo fínt að í gegnum EES þá hef ég sömu réttindi og svíar til náms í Svíþjóð - en þar er háskólanám ókeypis - rosa fínt

Jón Bjarni, 16.11.2015 kl. 22:51

52 Smámynd: Halldór Jónsson

Varðandi skilgreiningu mannafla þá verður það ekki okkar að gera hana. Það verðu skilgreint fyrir okkur. Við getum alveg komið með einhvern mannafla til hernaðar eða annars sem leiðtogaráðið ákveður.

Halldór Jónsson, 16.11.2015 kl. 22:55

53 Smámynd: Jón Bjarni

Halldór - ESB getur ekki með nokkrum hætti neytt íslendinga til herkvaðningar. 

Jón Bjarni, 16.11.2015 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband