Leita í fréttum mbl.is

Fjörtíuþúsund spurningar

til fjörtíuþúsund fífla í París.

Kristján Guðmundsson spyr spurninga í Morgunblaðsgrein í dag sem Parísarráðstefnan með Al Gore og aðra gróðapunga í broddi fylkingar, mun ekki svara. Af því að lofstlagsmál snerta hagsmuni þeirra sem ætla umfram allt að græða á framleiðslu trúarbragða undir vísindalegu yfirskyni.

Kristján skrifar:

"Eru ummæli frægs rithöfundar sönn, um starfsemi hinna svokölluðu vísindamanna, en hann skrifaði að fullyrðingar vísindamanna um loftslagsbreytingar á jörðinni væru einungis settar fram til að knýja út meira fjármagn til að halda áfram sinni starfsemi. Fullyrðingar þeirra væru án nokkurrar stoðar í raunveruleikanum.

 

Samkvæmt þessum ummælum rithöfundarins eru margskonar rannsóknir sem fram fara á jörðinni í ætt við atvinnubótavinnu.

 

Samkvæmt einni vísindakenningu var þannig umhorfs á jörðinni að ekkert þurrlendi var til, aðeins vatn yfir allt, svonefnt Alheimshaf. Var það ekki beinn sjór (saltur) heldur tók vatnið í sig salt af sjávarbotni í aldanna rás.

 

Það sem vekur enn meiri furðu varðandi kenningar eru þær að sjór (vatn) hafi verið á jörðinni en ekkert súrefni í lofthjúp jarðarinnar.

 

Því er spurt: Hvernig gat vatn (sjór) orðið til án súrefnis þar sem súrefni er talið annað aðalfrumefnið í efnasambandi vatns?

 

Ein kenningin sem birst hefur á prenti er að langt aftur í tímatali jarðsögunnar hafi hlutfall súrefnis í lofthjúp jarðar verið um 30%. Var það löngu áður en farið var að huga að framleiðslu á manninum.

 

Hefur maðurinn orsakað rýrnun á hlutfalli súrefnis í lofthjúp jarðar?

 

Er það rétt frá skýrt að í einu eldgosi komi upp meira magn hinna svonefndu gróðurhúsalofttegunda en mannskepnan lætur frá sér fara á mörgum árum?

 

Ef breyting hefur orðið á hlutfalli kolsýru í andrúmslofti (lofthjúp) jarðar af mannavöldum, að frásögn fræðimanna, og kennt um brennslu jarðefna, þá er rétt að spyrja:

 

Hver er munurinn á losun CO² á sólarhring frá 1,5 milljörðum manna 1950 og sjö milljörðum dýra af ættinni homo sapiens 2015? Að auki mætti bæta við losun á þessari lofttegund því sem kemur frá öllum þeim fjölda húsdýra og annars fénaðar sem notaður er til að halda lífi í þessum mannfjölda.

 

Er þörf á að senda mannskepnur í stórum stíl í endurvinnslu til að ná jafnvægi varðandi gróðurhúsalofttegundir í lofthjúp jarðarinnar og minnka þannig útblástur á CO²?

 

Varðandi svartsýnisspár vísindamanna um ofhlýnun jarðar er bent á eftirfarandi sem tekið er úr þekktu fræðiriti.

 

»Loftslag var þá undrahlýtt um alla jörð. Þar sem nú eru Bandaríki Norður-Ameríku, var fullkomið hitabeltisloftslag og litlu var kaldara við heimskautin. Hvarvetna uxu þá glæsilegir birkiskógar, meira að segja í heimskautabeltunum, enda þótt heimskautanóttin væri bæði löng og dimm þá eins og nú er. Það var þrungið vatnsgufu og kolsýru, sem hélt hitanum niðri við yfirborð jarðarinnar undir stöðugu skýjaþykkni.«

 

Hvernig var aðkoma mannsins á þeim tíma að þeirri veðurfarsbreytingu? Hafa ekki verið miklar sveiflur í breytingu á veðurfari á jörðinni í aldanna rás án sjáanlegrar aðkomu þeirra lífvera sem búið hafa á jörðinni í gegnum þúsundir eða milljónir alda?

 

Enn ein kenning fræðimanna er varðar loftslagsbreytingar á jörðinni eru svokallaðar ísaldir. Ef þær kenningar eru réttar hvar kom maðurinn með sínum aðgerðum að þeirri breytingu? Var þá engin vatnsgufa (ský) og kolsýra í lofthjúp jarðar er leiddi til þess að mest allur varmi sólar er barst til jarðarinnar streymdi út í himingeiminn í heiðskírum himni?

 

Ein furðukenningin er varðandi eyðingu á svokölluðu ósonlagi lofthjúpsins. Fræðingarnir hafa viljað kenna um notkun á ákveðnum klórlofttegundum sem notaðar voru.

 

Aldrei hefur fengist skýring á því hvernig það gerist að mælingar á svokölluðu gati á ósonlagi lofthjúpsins er eingöngu yfir Suðurskautslandinu eða á svæði fyrir sunnan syðri heimskautsbaug.

 

Samkvæmt þeim upplýsingum sem hafa fengist hefur notkun ósoneyðandi efna verið 80 til 90% á norðurhveli jarðar og ekki talað um marktæka breytingu ósonlagsins í lofthjúp jarðar yfir þeim heimshluta.

 

Það skal viðurkennt að rannsóknir vísindamanna hafa bætt lífsafkomu jarðarbúa í gegnum aldirnar á margvíslegan hátt (mannskepnunnar vel, en misjafnlega varðandi aðrar lífverur jarðarinnar).

 

Það væri vel gert ef einhver af þeim fræðimönnum íslenskum treysti sér til að fræða fáfróðan og svara þeim spurningum er hér eru lagðar fram."

Fjörtíuþúsund spurningar er hægt að leggja fyrir fjörtíuþúsund fífl og fá aðeins þau fjörtíuþúsund svör sem eru Al Gore og réttrúnaðinum þóknanleg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þýski eðlisfræðiprófessorinn Harald Lesch var með fræðsluþátt um þetta efni á sjónvarpsstöðinni ZDF í gærkvöldi.

Ég mæli með honum.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 25.11.2015 kl. 10:29

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mikið eiga þeir sjálfvitar (besservisserar) gott sem geta í einni setningu, "40 þúsund fífl"  afgreitt á einu bretti þá sem verða á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, þeirra á meðal ráðmenn þjóða, allt frá hinum stærstu niður í forsætisráðherra okkar Íslendinga.  

Ómar Ragnarsson, 25.11.2015 kl. 11:35

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Og fara létt með það Ómar. Þetta fólk er allt búið að loka öllum skilningarvitum sem gera vísindamenn efagjarna. Það hefur ekkert verið sannað af því sem að baki liggur. Einn tyggur upp þynnkuna allra hinna í þynnra og neitar að sjá mótrökin.

Hefur þú kynnt þér efasemdi þeirra vísindamanna sem hafa rannsakað loftslagsmál lengi? Farðu á síður hjá Ágústi H. Bjarnason verkfræðing. Ef þú sérð ekkert þar annað en QED að losun manna stjórni veðri, þá skulum við ekki ræða þetta meira. 

Fjörtíuþúsund fífl? Fleir hafa komið saman fyrr í sögunni.

Halldór Jónsson, 25.11.2015 kl. 12:51

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Sá það ekki Hörður því miður, hver er hans niðurstaða að trúa eða efast?

Halldór Jónsson, 25.11.2015 kl. 12:52

5 identicon

Harald Lesch hefur um fjölda ára verið með vísindalega fræðslu-þætti á ZDF og víðar. Hann er án efa vinsælasti þáttagerðarmaður um náttúruvísindi í þýskumælandi löndum. 

Hann byrjaði með stutta þætti sem fjölluðu aðallega um kosmólógíu og kvartafræði, en er nú með lengri þætti sem meira er í lagt og fjalla um víðtækara efni.

Í þættinum í gær styður hann gróðurhúsakenninguna.

Flesta eða alla þætti Haralds Lesch er fyrr eða síðar hægt að sjá á YouTube og vonandi verður svo um þennan þátt.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 25.11.2015 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband