Leita í fréttum mbl.is

Straumsvík stefnir í stopp

Það er líkleg niðurstaða kjaraviðræðnanna. Álverið lokar og fer ekki í gang aftur.

Minnisvarði um hinn heilaga verkfallsrétt og gildi frjálsra samninga. Frelsi fárra til að eyðileggja eigur annarra og valda þjóð sinni óbætanlegum skaða með fíflaskap. Reykjavíkurflugvöllur er annað dæmi.

Hugsanlega er RioTinto þegar búið að ákveða lokun álversins. Það er þægilegra fyrir þá og píeerið að verkfallið valdi því frekar en þeir sjálfir.

Og kannski góð lexía fyrir okkur sjálf að svo fari. Höpp og slys bera dularlíki. Þarna fá Parísarfararnir aldeilis útblástursminnkun sem um munar. Það verður þjóðhátíð þegar þeir koma til baka eftir að hafa frelsað heiminn.

Straumsvík stefnir í stopp um þesar mundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Er eitthvað að því að komið verði á ÚTBOÐS-KERFI að einhverju leiti á þessum vettvangi; er ekki bara um að ræða vinnu tengt mötuneyti og slíku?

Það er mjög algengt á meðal smiða að þeir bjóði í verk

=Þannig skapast ákveðið jafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar.

Er þetta eitthvað öðruvísi?

Jón Þórhallsson, 30.11.2015 kl. 09:17

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það yrði væntanlega mikið högg fyrir ríkið og Hafnarfjarðarbæ ef að "mjólkurkúnni" Straumsvík yrði slátrað.

Jón Þórhallsson, 30.11.2015 kl. 09:46

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Nema ef að stefnt yrði á sæstreng þar sem að það fengist margfalt-hærra verð fyrir raforkuna.

Jón Þórhallsson, 30.11.2015 kl. 09:54

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Nú þegar meiri líkur en minni eru á að álverið loki endanlega, þá vaknar spurningin: Hver mun hreinsa svæðið? Sjálfsagt mun eigandinn flytja burt verðmætan búnað, en munu þeir skila landinu eins og þeir tóku við því?

Þegar Sjóefnavinnslan á Reykjanesi hætti störfum fyrir allmörgum árum skildi eigandinn eftir allan búnað og öll hús. Í mörg ár var þarna ófögur sjón. Byggingar voru í algjörri niðurníðslu með brotnum gluggum og vélbúnaður kolryðgaður úti um allt. Í mörg ár var svæðið kallað Chernobyl með tilvísun í rússneska kjarnorkuverið.

Sem betur fer sá einhver til þess að svæðið var hreinsað, en auðvitað eru mannvirkin í Straumsvík miklu viðameiri og varla á færi Hafnarfjarðarbæjar að kosta hreinsun.

Hver mun hreinsa til eftir Rio Tinto?




Ágúst H Bjarnason, 30.11.2015 kl. 10:10

5 identicon

Ég fagna því að þetta mengunarver loki. Hafnfirðingar orðnir langþreyttir á því. Ég er sammála Ágústi að stærstu áhyggjurnar snúa að hreinsuninni eftir að draslinu hefur verið lokað.

Helgi Kónsson (IP-tala skráð) 30.11.2015 kl. 11:35

6 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Það er það versta!! þá næ ég ekki að fá í gegn óháða mælingu "að nóttu til" en þá stendur svartur mökkurinn upp frá verksmiðjunni og sem oftast berst hann beint á mælingasvæði skólakrakkana. Þar sem ég er á fremsta bekk sé ég þetta ósköp vel, en stundum hverfur hún í mökkinn og er þá ekki gott að taka myndir af ósómanum.

Eyjólfur Jónsson, 30.11.2015 kl. 12:53

7 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ef að Hafnfirðingar sjálfir meta það svo

að gallarnir tengt verksmiðjunni vegi þynga en kostirnir;

þá er mér svo sem sama hvernig fer.

Jón Þórhallsson, 30.11.2015 kl. 14:00

8 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Ál í stál. Eru þeir ekki svolítið í því að flytja tekjuafganginn út úr landi til móðurfélaga og taka vaxtaberandi lán til þess. Það væri hægt að setja lög um það að slíkt væri óheimilt og rétt og skylt að nota tekjuafganginn til að hækka kaupið.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 30.11.2015 kl. 15:04

9 identicon

Verði álverinu lokað, verður það ekki af því að þeir geti ekki boðið út mötuneytið og sparað kannski einhverja þúsundkalla með því. 

ls (IP-tala skráð) 30.11.2015 kl. 15:50

10 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara að minna menn hér á málið snýst hvað um um 30  störf. Jú í mötuneytum og fleira sem og nú þegar eru um 50 til 60 störf sem þegar eru í verktöku. En ef við tölum um þessi 30 störf og hugsanlega sparnað þá hefði maður haldið að það væru bara nokkrir tugir þúsunda sem menn gætu sparað með útboði á þessum verkum þar sem að þetta eru láglauna st0rf. Segjum kannski að hægt væri að spara um 30 þúsund á hverju starfi miðað við að einhver biði í þetta og réði í þau Pólverja á lágmarkskaupi og með lágmarks réttindi. Þá snýst þetta um 30 x 30 þúsund sem gera þá 900 þúsund á mánuði eða um 10,8 milljónir á ári. Eru menn virkilega að reyna að segja manni að menn séu að slökkva á álverinu fyrir þessa upphæð? Nei það er ljóst að þarna er eitthvða annað á ferðinni.

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.11.2015 kl. 16:43

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Verðum við ekki að telja með öll störf í álverinu frá forstjóra og niður ef við erum að tala um störf sem tapast ef álverið lokar? Þetta snýst ekki um 30 störf.

Ágúst frændi, þeir eiga náttúrlega verksmiðjuna áfram þó að hún sé lokuð og Hafnfirðingar fá óbreyttar tekjur. Nema RioTinto fari á hausinn.

Mér finnst lokun liggja í loftinu. Finnst engum undarlegt að ekkert er minnst á lagasetningar?

Halldór Jónsson, 30.11.2015 kl. 17:27

12 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Er ekki kominn tími til að loka þessu bákni, þetta var barn síns tíma og tími barnsins er liðinn.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 30.11.2015 kl. 20:38

13 Smámynd: Halldór Jónsson

Er það ekki of óathugað mál að afgreiða það svona? If it works dont fix it segir Murphy

Halldór Jónsson, 30.11.2015 kl. 22:01

14 identicon

Þessi deila snýst ekki um einhver 30 störf.

Þessi deila snýst um afleik sem Rio Tinto gerði í samningum um raforkukaup, samningur sem snerist fullkomlega í höndunum á þeim.

Þeir ætla núna að nota starfsmennina sem átyllu til að komast frá eigin klúðri.

Magnús Helgi kom loksins með eitthvað vitrænt til umræðunar sem skýrir hverskonar smáaurar Rio Tinto er að bera fyrir sig :(

Sumarliði (IP-tala skráð) 30.11.2015 kl. 23:02

15 identicon

Við eigum að eftirláta þriðja heims þjóðum iðnað af þessu tagi. Flest fyrsta heims ríki telja ekkert á honum að græða og til langs tíma fylgja honum tap. Grunnvinnsluiðnaður af þessu tagi hentar best þeim löndum sem búa yfir minnstu hugviti og hafa lakasta menntun. Þegar hann er umhverfismengandi ógnar hann líka skammtíma og langtímahagsmunum þjóðarinnar, því ferðamenn koma hingað út af náttúrunni og í þeirri fávísi þetta sé umhverfisvæn þjóð. Þeir eru flestir frá fyrsta heims löndum og þegar þeir frétta hér sé iðnaður sem engum nema þriðja heims ríkjum finnst samboðinn sé lengur þá missa þeir mikið álit á okkur og eru ólíklegri að koma aftur og við það hrörnar orðstír landsins og orðstír er peningur í dag. Þetta er lán í dulargerfi óláns. Farið hefur fé betra. Vonum það komi aldrei aftur. Íslendingar ættu að byggja eitthvað sem þeir geta verið stolltir af og ber hugviti þeirra og menningu viti á rústum þessa óskapnaðar og tímaskekkju. Eitthvað sem við þurfum ekki að skammast okkar fyrir og er ekkert nema aumasta leiguliðastrit fyrir erlend fyrirtæki sem enginn tekst á hendur nema hann neyðist til þess eins og fátæku löndin, nema hann sé fárveikur af ólæknandi þrælslund. Fólk sem vill efla og styðja svona metnaðarlausan iðnað er ógn við land og þjóð. Styðjið frekar hugvitsfólk hér á landi, vísindamenn og frömuði. Kára Stefánsson, hið heimsfræga og virta fyrirtæki Össur og byggið stoðir undir annan iðnað byggðan á innlendu hugviti og látið það eiga sig að að taka að ykkur skítverkin fyrir fyrirtæki sem fá ekki að vera heima hjá sér. 

Eyþór (IP-tala skráð) 1.12.2015 kl. 00:30

16 identicon

Hættið svo bara þessu væli yfir að margir hafi misst störf. Lítið frekar á það sem það þjóðarlán sem það er, og endurheimtingu þjóðarsóma, að þessi fjöldi manns skuli vinna við niðurlægjandi iðnað sem enginn vill sjá nema þriðji heimurinn og við sveitalubbarnir sem vitum ekki betur og höfum ekkert peningavit og þekkjum bara skammtímahagsmuni, yngsta og skammsýnasta þjóð Vesturlanda. Á Íslandi búa þó góðar gáfur, kraftur og vit og það bera að virkja og stjórnvöldum ber að styðja þá hugvitsmenn þjóðarinnar sem geta lyft þessum stöðum ofar því að vera aumir leiguliðar í þriðja heimssstíl fyrir fyrirtæki sem eru óvelkomin í heimalöndum sínum og fá frekar að menga hér á orku-nýlendunni. Sjái stjórnvöld sóma sinn í því og hunskist til að efla íslenskt hugvit og vísindi, menningarlíf og annað sem við getum verið stollt af, en ekki þurft að skammast okkar fyrir, verður auðvelt að finna þessu fólki störf í stað þessara þrælastarfa sem þau misstu, sem þau geta verið stollt af og þurfa ekki að skammast sín fyrir gagnvart heiminum og draga ekki úr virðingu og orðstír þjóðar þeirra. Maður getur ekki bæði verið frjáls maður og leiguliði. Það þarf að velja. Heiglar velja auðveldu leiðina og vinna fyrir úrelt bákn í stað þess að skapa sér virðingarverða vinnu sjálfir eða vinna hjá virðingarverðum aðilum sem eru samboðnir menntaðri fyrsta heims þjóð þar sem menn fá öll hugsanleg tækifæri til að verða eitthvað meira en leiguliði og þræll í þágu aðila sem skaða land þeirra og þjóð, ímynd þess og orðspor með veru sinni hér.

Eyþór (IP-tala skráð) 1.12.2015 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband