Leita í fréttum mbl.is

Kýlum á Kjarnorkuver

er í rauninni krafan sem setja verður á oddinn í París.

Frakkar hafa gengið undan með góðu fordæmi og breytt 80 % af raforkuframleiðslu sinni úr brennslu jarðefna yfir í kjarnorku.

Þeir reisa kjarnorkuverin gjarnan á landamærum Frakklands og Þýskalands og selja Þjóðverjum straum þar sem græningjarnir í Þýzkalandi hafa valdið orkuskorti. Þeir heimta bara vindorku og sólarorku í stað kjarnorku. Sem er eina auðvitað eina mengunarlausa svarið þegar iðnaðurinn heimtar alltaf meiri orku. Þetta kallar á okkur Íslendinga.Hér höfum við kjöraðstæður fyrir kjarnorkuver.

París kallar á Kjarnorku gegn kolefnisútblæstri!

Við Íslendingar eigum að svara með því að reisa Þóríum-virkjun við sjóinn og nota hann sem kælivatn. Mengunarlaus útblástur Þórsvirkjunar er okkar svar við útblástursvandamálum heimsins.

Kýlum á Kjarnorkuna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, væri ekki frábærlega gaman að fara í smá rúllettu með þjóðina? Taka sénsinn á smá kjarnorkuslysi, eins og verða víst reglulega, með tilheyrandi algjörum endalokum neins túrisma hér næstu áratugina, sjávarútvegs út af mengun sjávar hér um kring, og öllum sjúkdómunum, dauðsföllum og þessum fæðingargöllum sem fylgja íbúum nálægt kjarnorkuslysasvæðum áratugi fram í tímann með tilheyrandi sálfræðitjóni og heilsugæslukostnaði. Besta hugmynd sem hefur verið komið með fram til þess. Svo gæti fylgt með misnotkun á kjarorkuverinu til að framleiða kjarnorkuvopn og þá þarf ekki lengur að óttast Írani og slíka, sérstaklega ekki á fjölmenningarlegum tímum þegar hver sem er getur verið trúaröfgamaður. Þessi hugmynd ætti að fá orðu. Þú hlýtur að vera að grínast, eða hvað? 

Íslendingur (IP-tala skráð) 2.12.2015 kl. 15:54

2 identicon

Fæðingargallar í kjölfar kjarnorkuslysa (myndband): http://www.liveleak.com/view?i=496_1388090800

Íslendingur (IP-tala skráð) 2.12.2015 kl. 15:59

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Æ æ óttalegur barnaskapur og fordómar er þetta. Þóríum ver er miklu betra og öruggara en gamla dótið. Í alvöru, þetta er sú eina lausn sem mannkyninu stendur til boða ef á að hætta með olíuna og vatnsaflið fullnýtt 

Halldór Jónsson, 2.12.2015 kl. 17:10

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er ný frétt fyrir mig að Þóríum-ver séu að rísa. Því miður er áhuginn ekki nógu mikill á þeim hjá stærstu kjarnorkuveldunum, hugsanlega vegna þess að ekki er hægt að framleiða kjarnorkuvopn við nýtingu Þóríums. 

Það síðasta sem fréttist af Þóríum-þróuninni var að nokkrir áratugir væru að minnsta kosti þar til hægt yrði að koma slíkri orkuvinnslu á koppinn.

Eftir því sem ég best veit, situr mannkynið enn uppi með "gömlu" úraníum kjarnorkuverin og ef allur orkuvandi heimsins yrði leystur með slíkum verum myndi úraníum þrjóta á nokkrum áratugum og vandræðin með kjarnorkuúrganginn margfaldast.  

Ómar Ragnarsson, 2.12.2015 kl. 22:15

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Ætli úranskortur sé ekki eins og olíuskorturinn, það finnst meira þegar vantar.

E n Ómar, Evrópa verður að leysa orkuvandamálið eins og Frakkar eru að gera. Hvað geta þeir annað?

Ertu viss um að Þóríum sé svona fjarri?

Halldór Jónsson, 2.12.2015 kl. 23:37

6 Smámynd: Halldór Jónsson

65 % af raforku Kínverja er framleitt með kolabrennslu. Þeir ætluðu að vera komnir með Thorium-reaktor 2015. Það eru allir að vinna við þetta svo þetta hlýtur að koma fljótlega af því að þörfin er svo mikil. Það er tómt mál að tala um minnkun útblásturs nema eitthvað komi í staðinn. Reiðhjól og föndur í leður leysir þungaiðnaðinn ekki af hólmi Ómar minn.

Halldór Jónsson, 2.12.2015 kl. 23:48

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Halldór. Öfgar eru hættulegar. Það er kjarnorkan líka í höndum sjúkra einstaklinga og valdakerfisstjórnenda.

Mannskepnan er múgæsingstrúar(bragða)skepna, sem hefur of víða fengið þvingunarskyldaða "menntun" frá hinu opinbera skattræningjakerfi "siðmenntaðra" stjórnenda heimsins".

Heilaþvotta-"menntun" í að aftengja sig frá meðfædda viskunnar brjóstvitinu lífsnauðsynlega. Skelfilegur árangurinn er eftir því á mörgum vígstöðvum heimsveldisins.

Það er ekki orðið neitt siðmenntað og vitrænt eftir í stjórnsýslukerfunum, sem aðskilur heimsstjórnsýslu valdhafandi og löglausrar mannskepnunnar og annarra villidýra á jörðinni.

Þetta er umhugsunar/umræðu-vert, svo ekki sé meira sagt?

Réttarríki? Hvað er það í raunheiminum?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.12.2015 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband