Leita í fréttum mbl.is

Aldraðir í prófkjörin?

Erling Garðar Jónasson skrifar sem oftar í Mogga um kjör eldri borgara. Hann segir:

"Ráðstefna Öldrunarráðs ríkisins um ofbeldi gegn öldruðum fór nýlega fram. Þar var stefnt saman fólki til að kynnast niðurstöðu sérfræðinga um mælt og ómælt ofbeldi gegn öldruðum. Valdbeiting er verknaður sem valdhafi, annað tveggja einstaklingar eða stjórnsýsla, beitir samkvæmt sínu siðgæði, í formi andlega eða líkamlega meiðandi ofbeldis. Sá eða sú sem býr við slíka gjörninga af lýðræðiskjörinni stjórnsýslu glatar trausti til ríkisstjórna, stjórnmálamanna, stjórnmálaflokka. Trúnaður og traust milli þegns og stjórnsýslu brestur. Vonleysi, kvíði og reiði býr um sig hjá þeim sem órétti eru beittir.

 

Öll þekkjum við til slíkra gjörninga og við þekkjum líka þau kvíðaköst og reiði sem einkenndu allt samfélagið í síðustu »kreppu« og fyrri, og gerum enn í uppgjöri bankamála. Og margur aldraður lifir enn við 2009 skerðingarnar sem eru enn við lýði.

 

Fram kom að tíðni ofbeldis gegn öldruðum í heimahúsi skv. erlendum rannsóknum er 4-6% af fólki 65 ára og eldra. Tíðni hækkar með hækkandi aldri og versnandi heilsu. Af innlendum skýrslum er að skilja að vandinn hér á landi sé nokkuð líkur.

 

Af einhverjum ástæðum er ekki fram sett niðurstaða um hversu hátt þetta hlutfall er á íslenskum hjúkrunar- og dvalarheimilum. Það skyldi þó aldrei vera af ásettu ráði? Ég vona að svo sé ekki.

 

Hinsvegar er upplýst að 70% eftirlaunafólks eru með minna en 300.000 kr. í tekjur á mánuði, samkvæmt svari ráðherra við fyrirspurn um tekjur 67 ára og eldri. Á síðasta skattári skiluðu 44.680 67 ára og eldri skattframtali. Af þeim höfðu 31.028 tekjur undir 300.000 kr. á mánuði eða 69,4% af hópnum. Hér er miðað við samanlagðar tekjur að meðtöldum greiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins. Ef eingöngu er miðað við aðrar tekjur en greiðslur frá Tryggingastofnun, t.d. atvinnutekjur, lífeyrissjóðsgreiðslur og fjármagnstekjur, höfðu 34.239 tekjur undir 300.000 kr. á mánuði eða 76,6% af hópnum. Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun ríkisins fengu í nóvember 2014 32.200 einstaklingar greiddan ellilífeyri frá Tryggingastofnun. Af þeim höfðu 21.864 einstaklingar tekjur undir 300.000 kr. á mánuði eða 67,90% af hópnum.

 

Það er því kýrskýrt eftir þessa ráðstefnu ríkisins að ríkið er að beita aldraða mesta ofbeldi sem þeir búa við. Enginn þarf að efast lengur um ofbeldishneigð stjórnsýslu okkar við gamlingja íslenskrar þjóðar.

 

En við vitum að þjóðin bíður eftir lausnum frá þessum vanda, við eldri vitum líka að við höfum greitt allan væntanlegan umsýslukostnað og erum enn að, ekki meira ofbeldi takk. Það eru verkefni fræðinga með sjálfsvitund, ónæmra á alla þykjustuleiki, að koma í veg fyrir þetta ofbeldi. Aðalatriðið er að með henni fáist örlítil innsýn inn í hugsanagang í stjórnarráði íslensku þjóðarinnar, ekki bara nú í núinu, heldur til að vera krónísk innsýn í framtíðarþróun þess. Krafa landsmanna er auðvitað að auka hag sinn - efla menningu sína - skapa öllum þau skilyrði til hugar og handar að sambærilegt sé við það besta í samfélagi þjóða. Sjáið þið til að þeir sem lifað hafa í svartnætti íslenskra peningamála, á einföldum eftirlaunum, ekki margföldum sem þingmenn og ráðherrar, munu til lengdar fara varlega í að ljá því hug eða heyrn að blekkjast af jarðsambandslausum, yfirboðum og rugli þeirra sem skipaðir eru til að vaka yfir hagsmunum okkar. Það fólk sem er treyst til að standa vörð má aldrei komast í þá aðstöðu að ræna af okkur sjálfræði og efnahagslegu sjálfstæði og beita okkur ofbeldi."

Hvað gera menn í vanda Erling? Af hverju ferð þú ekki fram í prófkjöri fyrir næsta vænlega stjórnmálaflokk? Ef þú kemst á lista ertu þá ekki  kominn með naglbít í staðinn fyrir þetta rell í blöðunum?

Erling Garðar og jafnvel Björgvin líka í prófkjör? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband