Leita í fréttum mbl.is

Í stjórnarskrá

Íslands gæti verið ákvæði sem bannar ríkisstjórnum að taka afstöðu gegn öðrum þjóðum á friðartímum í öðrum málefnum en lúta að mannréttindum. Þjóðin verði að samþykkja alla samninga og yfirlýsingar sem snerta fullveldismál hennar.

Af hverju eigum við að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Rússum sem komu okkur til hjálpar þegar Bretar settu á okkur löndunarbannið um 1950? Rússaviðskiptin redduðu okkur og kölluðu á uppbyggingu hraðfrystiiðnaðarins þegar verst horfði fyrir útgerðinni. Keyptu allan fiskinn og seldu okkur olíu, traktora og bíla þegar allt lokaðist í Bretlandi. Nú launum við þeim með framsóknarasnaspörkum,  sjálfum okkur til mun meira tjóns en þeim. 

Hvað ætlum við að gera við N-Kóreumenn þegar þeir sprengja vetnissprengju fyrir okkur? Hvað ætlum við að gera við Kínverja fyrir meðferðina á Tíbet? Hætta að kaupa af AliBaba?

Erum við ekki allsherjar afglapar í alþjóðamálum? Höldum að við séum heilflöskur frekar en kardimommudropaglös? Ráðum engu nema því að gera okkur sjálfum skaða einsog nú háttar til í Schengen eða loftslagsmálum til dæmis?

Þurfum við ekki stjórnarskrárákvæði til að spíssa ríkisstjórnir og Alþingismenn af?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband