Leita í fréttum mbl.is

Lóðaverðið

á höfuðborgarsvæðinu er geigvænlegt.

Ég komst yfir eftirfarandi texta í bréfi sem kunningi minn skrifaði til ráðamanns:

" Ég fékk lóð undir raðhús í Fossvogi á árinu 1966 sem kostaði þá  (gamlar)kr. 43.000, sem þá var ca 3ja mánaðaverkamannalaun (brúttó).

Í dag kostar raðhúsalóð í Úlfarsárdal kr. 7.500.000 þ.e rúmlega 2ja ára verkamannalaun.  Þ.e. ca. 10 sinnum dýrari.  

Lóðir eru alltof dýrar í dag!!

 

Á þessum árum fengu t.d. starfsmannafélög úthlutað lóðum undir íbúðablokkir. T.d. félög kennara, bankamanna, lögreglumanna, leigubílstjórar,  o.fl.

Þá var t.d. til Byggingafélag verkamanna og sjómanna (sem var félag innan Sjálfstæðisflokksins) sem byggði mjög ódýrar og góðar íbúðir og félagsmenn sem áttu von á íbúð í þessum blokkum unnu sjálfir heilmikið við byggingu þessara íbúða. Þeir byggðu blokkir á Reynimel, í Fossvogi og í Neðra –Breiðholti. Allar þessar íbúðir voru seldar á kostnaðarverði.

 

Í dag er lóðum undir blokkaríbúðir aðallega úthlutað til fasteignafélaga sem vilja auðvitað græða sem mest á íbúðunum sbr. t.d. íbúðirnar við Lindargötu sem seldar voru á ofurverðum.  Og er trúlegt að íbúðirnar sem byggja á á Valsreitnum verði ódýrar??

Þær verða varla fyrir fátæka kaupendur!!"

Ég hef talað lengi fyrir því að sveitarfélög hefðu á boðstólum litlar lóðir undir lítil hús fyrir sjálfbyggjara eins og þeim sem byggðu Smáíbúðahverfið. Þarna gætu fjölskyldur byrjað að byggja fyrir fyrstu peningana sína án þess að skuldsetja sig um þrenn árslaun áður en skóflu er stungið í jörð.

Ég hef í besta falli uppskorið hæðnisbros frá valdamönnum og svo undrunarsvip frá unga fólkinu, sem sýnist þýða: Eigum við að fara að óhreinka okkur á jarðvegi, spýtum og steypu?

Svo er bara úthlutað undir stórar blokkir af ráðamönnunum og sölverð fermetrans hérlendis er fjórfaldur miðað við ný hús í Póllandi þar sem ég var nýlega. Og ég sé Bandaríkjamenn byggja brúkleg hús á svipuðum verðum. Heilu hverfin með tilbúnum götum, gangstéttum og og gróðri.

Af hverju þarf hérlendis að byggja fallbyssuheld steinsteypuvirki sem endast í áttahundruð ár þegar menn geta alveg lifað í efnislitlum en hlýjum  gámi?

Af hverju vill enginn heyra að lóðaverðið á höfuðborgarsvæðinu er meira en þrefalt dýrara en til dæmis austur á Hvolsvelli hjá honum Ísólfi Gylfa? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband