8.1.2016 | 13:51
Páll hefur rétt fyrir sér
Vilhjálmsson blaðamaður og ofurbloggari varðandi nauðsyn stjórnfesti fyrir okkar þjóðfélag þegar hann segir í pistli í dag:(þessi bloggari feitletrar)
"Upplausnarliðið í landinu krefst stjórnarskrárbreytinga. Ástæðan fyrir kröfunni er sú að stjórnarskrárbreytingar, hljóti þær framgöngu, réttlæta pólitíska greiningu upplausnarliðsins um að Ísland virki ekki - Ísland sé ónýtt.
Við eigum ekki að taka mark á upplausnarliðinu heldur efla stjórnfestu í landinu og leggja til hliðar öll áform um að breyta stjórnarskránni.
Háværasta krafa upplausnarliðsins er um beint lýðræði. Reynslan sýnir að beint lýðræði virkar aðeins í undantekningartilfellum, sbr. Icesave-þjóðaratkvæðið. Afgreiðsla venjulegra mála vekur ekki áhuga almennings.
Í íbúakosningum í Reykjanesbæ um umdeilt kísilver var 8,7 prósent kjörsókn, já, átta komma sjö prósent. Í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar liggur skýrsla um reynsluna af íbúakosningum sem borgaryfirvöld vinstrimanna þora ekki að birta - enda vinstrimenn hluti upplausnarliðsins.
Stjórnarskrá lýðveldisins er hornsteinn stjórnfestunnar. Látum ekki upplausnarliðið brjála dómgreindina okkar til að velta hornsteinum."
Orð í tíma töluð: "Látum ekki upplausnarliðið brjála dómgreindina okkar til að velta hornsteinum." Með grjótkasti úr glerhúsum sínum vildi ég bæta við.
Prófessor dr.Þorvaldur Gylfason lýgur því ítrekað og blákalt í málgagni þeirra vinstri manna Fréttablaðinu og við öll möguleg og ómöguleg tækifæri, að meirihluti kjósenda hafi samþykkt stjórnarskrárbreytingar hans og Péturs á Sögu. Alveg sama þó staðreyndin sé að atkvæðagreiðslan og tillögurnar var í fyrsta lagi aðeins ráðgefandi og í öðru lagi ómarktæk vegna formgalla Til viðbótar sáu allir að niðurstaða svo lítils úrtaks sem þáttökuleysið sýndi gat ekki verið hornsteinn fyrir lýðræðið í landinu að byggja á. Sjá allir sem sjá vilja og áreiðanlega Pétur Gunnlaugsson líka.
Hinu breytir ekki að þjóðaratkvæðagreiðslurnar um Icesave áttu rétt á sér svo sérstakar sem þær voru. Þjóðaratkvæðagreiðslur um mörg mál á hverju ári að frumkvæði örsmárra minnihlutahópa væru skrumskæling á fulltrúalýðræðinu sem siðaðar þjóðir allstaðar hafa valið sér að búa við.
Stjórnarskrá okkar er ágæt eins og hún er. Páll hefur rétt fyrir sér varðandi nauðsyn stjórnfesti fyrir Íslendinga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Með öðrum orðum, þjóðaratkvæðagreiðsla á bara við þegar ykkur hægrimönnum hentar...frábært!!
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 8.1.2016 kl. 15:28
Þakka þér góðan pistil, Halldór, það er full ástæða til að minna á þetta og meðal brýnustu mála líðandi stundar að koma í veg fyrir, að stórskaðleg tillaga um framsal ríkisvalds, í ætt við tillögur "stjórnlagaráðs", komi frá núverandi stjórnarskrárnefnd.
Það stóð aldrei til, skv. vegvísun Þjóðfundarins 6. nóvember 2010, að fara út í allsherjarbreytingar á stjórnarskránni, en þetta var þó það, sem Þorvaldarliðið dirfðist að gera, hvatt áfram af hans enþúsísma og ofuráhuga árum saman, sem sumir villtust á sem það þýddi yfirburðaþekkingu og rétta hugsun um rétta aðferð (!).
Það er einhver öruggasta leið til að 1) fara offari, 2) hafa með (og sjást yfir) alls kyns slysatillögur sem geta haft andhverf eða óþægileg áhrif eða rekast á mörg horn í lagasafni og stjórnkerfi ríkisins,* þegar menn (umboðslausir raunar) voga sér að stokka upp alla stjórnarskrána í einu, í stað þess að taka fyrir nokkuð afmörkuð svið hennar í þrepum eins og Þjóðfundurinn hafði lagt til að þessu sinni og eins og gert hafði verið fram að því (vissulega kannski of hægt og a.m.k. um kjördæma- og kosningaskipan landsins allt of hægt), þ.e. með breytingum á henni stig af stigi með tímanum.
En með bráðræði hins ólögmæta** "stjórnlagaráðs" tókst Þorvaldarliðinu þeim mun auðveldar að fela landsöluáform sumra í liðinu í vissum greinum þar : með opinni, billegri heimild í 111. greininni, "Framsal ríkisvalds", til að framselja það "til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu" (! -- "sniðugt" að hafa beinan áróður með!) og með 2. setningunni í 67. greininni, sem bannar beinlínis þjóðinni að fá að krefjast atkvæðagreiðslu um að snúa við slíkri framsals-ákvörðun! Og ekki aðeins var þessi lands- og þjóðarháski innifalinn þarna í frumskógartillögum "ráðsins", heldur var vísvitandi sleppt að leggja einmitt þessi atriði undir dóm kjósenda -- og tvívegis fellt í meðförum Jóhönnuliðsins á Alþingi að láta nefna þetta mál sérstaklega meðal þeirra örfáu sem voru lögð undir dóm kjósenda 20. okt. 2012!
Þetta var þeim mun grófara sem það var einmitt eindregið margítrekað af nefndum Þjóðfundi, að fullveldi landsins væri meðal dýrmætustu ákvæða stjórnarskrárinnar sem standa bæri vörð um og verja! En þveröfuga leið fór "stjórnlagaráðið" og naut svo stuðnings stjórnsýslu- og eftirlitsnefndar Alþingis undir formennsku ESB-innlimunarsinnaðrar Valgerðar Bjarnadóttur, samfóista, sem felldi það að leyfa þjóðinni að fá að taka beint á þessu fullveldismálum (111. og 67. gr. tilagnanna) með því að spyrja sérstaklega um þau á atkvæðaseðlinum.
Já, í staðinn var allt gert til að fela það meginmál, og svo var öllum almenningi ætlað að lesa í skyndi*** og þó vandlega yfir 115 tillögugreinar "ráðsins" og bera þær saman við hinar 80 eða 81 grein gildandi stjórnarskrár. Vitaskuld var þetta mikla áhlaupsverk (margra klukkutíma eða nokkurra daga vitsmunavinna) lítt upplýstum almenningi ofviða, og alveg geta menn séð það í hendi sér, að naumast hefur nema mjög lítill hluti kjósenda gefið sér tíma til alvöru-lesturs á jafnvel helmingnum af tillögum "ráðsins"!
En til þess hafa refirnir verið skornir hjá byltingarmönnum "ráðsins": að gera þetta allt nógu viðamikið til að koma í veg fyrir að menn tækju eftir ýmsum landráðaáformum innan um og aftarlega í þesu makalausa plaggi Þorvaldar og félaga! En það er þeim mun fremur ástæða til að minna á hitt, að þrátt fyrir mikla auglýsingamennsku og misnotkun ýmissa fjölmiðla í þágu "já"-atkvæða tóku einungis 48,9% þjóðarinnar þátt í því þjóðaratkvæði sem fram fór um tillögur hins ólögmæta "stjórnlagaráðs" 20. okt. 2012. Og það er vitaskuld ein af ástæðum þess, að við erum enn með okkar raunverulegu stjórnarskrá óspillta af tillögum "ráðsins" allar götur síðan þá.
* Þessir annmarkar sönnuðust einmitt, þegar nefnd lögfróðra fór yfir plaggið (allsherjar-stjórnarskrár-tillöguna) frá "stjórnlagaráðinu", í samræmingarskyni, og fann þar um eða yfir 70 atriði, sem rákust hvert á annars horn eða á önnur ákvæði stjórnlaga! Vitaskuld bar þetta sízt af öllu vitni um fagleg vinnubrögð "ráðsmannanna"; og það er t.d. hvorki nóg að vera prófessor í hagfræði né ESB-innlimunarsinnaður stjórnarformaður útrásarhneigðs tölvutæknifyrirtækis til að hafa fullt vit á svo grundvallandi og brothættum málum sem sjálfum stjórnlögum heils lands.
** Sjá hér: http://www.dv.is/blogg/adsendar-greinar/2012/10/9/jon-valur-var-athaefi-stjornarlida-vid-skipan-stjornlagarads-verjanlegt/ --- einnig hér: Umsögn um stjórnarskrárfrumvarp
*** Pésinn Þjóðaratkvæði laugardaginn 20. október 2012 var sendur út með allt of skömmum fyrirvara, og þar var m.a.s. alvarleg eyða aftast í 15. greininni á bls. 20: þar vantaði nokkrar setningar inn í, eins og einn "ráðsmaðurinn", Pétur Gunnlaugsson, viðurkenndi í síðdegisþætti (með viðtali við Valgerði Bjarnadóttur) á Útvarpi Sögu 16. okt. 2012. Samt var ekkert hirt um að koma þeim setningum til kjósenda fyrir kjördag!!! -- dæmigert um skammarleg vinnubrögðin við tilraun til stórfelldrar umbyltingar á sjálfri stjórnarskrá landsins! En vissulega var þessi kosning þó ekki bindandi, það er sem betur fer alveg rétt hjá þér, Halldór minn Jónsson!
Og ég ndurtek, öllum til glöggvunar: Aðeins 48,9% þjóðarinnar tóku þátt í því þjóðaratkvæði, þótt milljónatugum væri veitt í að auglýsa fyrirbærið og reyna að fríska það upp, eftir að stjórnsýslu- og eftirlitsnefndin hennar ESB-Valgerðar Bjarnadóttur var búin halastýfa allar 115 tillögur þess og gefa meintum traustsverðum kjósendum aðeins færi á að taka afstöðu til sex spurninga!
Jón Valur Jensson, 8.1.2016 kl. 16:21
Helgi, ég nenni ekki að svara svona skætingi.
Jón Valur, þakk þér alveg sérstaklega fyrir vandaða yfirferð yfir stjórnlagaráðsfarsann hér að ofan. Þetta er vönduð athugun á öllum helstu staðreyndum málsins.
Ófyrirleitin aðför landsöluaflanna að stjórnarskrá íslenska lýðveldsins er einmitt rakin þarna af þér. Þeir reyndu að leggja reykmekki eins og gert var í sjóorrustum fyrir nútímann í formi skrúðmælgi og kaftabunugangs eins og Þorvaldi er einkar lagið og bjuggu til á annaðhundrað blaðsíður af blekkingum og mótsögnum sem Jóhanna ætlaði að troða í gegn um þingið sem nýrri stjórnarskrá með óafturkræfum landsöluákvæðum þrætubókarliðs Þorvaldar.
Sem betur fer héldu menn eins og þú vöku sinni og létu ekki blekkjast.
Þorvaldur ber auðvitað hausnum við steininn reglulega í Fréttablaðinu og fær vel borgað fyrir. Þar hrærir hann lygasteypuna við öll tækifæri í trausti þess að menn nenni ekki lengur að svara honum efnislega eins og þú og fleiri hafa fyrir löngu gert og hrakið allt lið fyrir lið. Það er ekki endalaust hægt að nenna því að elta ólar við menn eins og Þorvald sem virðast halda að gamla formúlan frá dr. Jósef Göbbels sé í fullu gildi með það að sé lygin endurtekin nógu oft þá verði hún að endanum að sannleika.
Þetta var vel sagt hjá þér:
"Aðeins 48,9% þjóðarinnar tóku þátt í því þjóðaratkvæði, þótt milljónatugum væri veitt í að auglýsa fyrirbærið og reyna að fríska það upp, eftir að stjórnsýslu- og eftirlitsnefndin hennar ESB-Valgerðar Bjarnadóttur var búin halastýfa allar 115 tillögur þess og gefa meintum traustsverðum kjósendum aðeins færi á að taka afstöðu til sex spurninga!"
Þvílík endemis ósvífni hjá þessum prófessor doktor Þorvaldi og landsöluliðum að halda það að þeim tækist svona svívirðing og fyrirlitning á Hæstarétti. Þó að Samfó-þorskhausar sætu margir á þingi með henni Jóhönnu gekk þetta samt ekki í gegn. Og fer aldrei í gegn hvað sem doktor Þorvaldur heldur lengi áfram við steyperíið.
Halldór Jónsson, 8.1.2016 kl. 18:36
Þú, Halldór, ásamt JVJ og fleirum, eigið heiður skilið að reyna að vekja máls á því sem raunverulega er að ske í Íslensku samfélagi. Þessi endalausa svokallaða "pólitíska rétthugsun" er að fara með allt til fjandans. GGF mun halda áfram að vinna með öllum ráðum um að koma Íslenskri þjóð til óheilla. Nýju fötin keisarans eru gagnsæ og ljót. Það hljóta allir að sjá sem vilja.
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 8.1.2016 kl. 20:28
Takk, Halldór minn, fyrir mjög gott svar frá þér, og þakka þér líka, Sigurður, fyrir þitt svar.
Bara stutt núna, í bili: Fáeinar ásláttarvillur laumuðust með hjá mér, m.a. er til dæmis asnalegt að sletta og taka svo ekki eftir að einn staf vantar: "enþúsíasma" ætlaði ég vitaskuld að skrifa.
Jón Valur Jensson, 9.1.2016 kl. 01:13
Takk fyrir þetta Sigurður, þetaa sem þú nefnir er að verða plága á þjóðinni.
Halldór Jónsson, 10.1.2016 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.