Leita í fréttum mbl.is

Flugstjórinn skrifar lækninum,

hinum Guðlega Degi Bergþórusyni Eggertssyni borgarstjóra opið bréf, sem telur sig þess umkominn að ráða því hvaða sjúklingar skuli fá tækifæri til lífs og hverjir ekki.

Bréfið er hér:

http://delirius-bubonis.blog.is/blog/delirius-bubonis/

Bréfið er mjög langt og ítarlegt þar sem nauðsynlegt er að fara yfir alla tæknilega þætti málsins sem einir skipta máli þegar framkvæmd sjúkraflugs er annars vegar.

Niðurlag bréfsins segir eftir nákvæma yfirferð staðreynda sem Dagur Bé. getur auðvitað aldrei skilið eða kært sig um að skoða:

"Rétt er að geta þess að þótt tilfelli okkar hjá Mýflugi séu tiltölulega fá þar sem neyðarbrautin er hin eina nothæfa vegna aðstæðna, þá varða þau tillfelli undantekningarlaust bráðatilfelli því við slík veðurskilyrði sem þá er um að ræða er eingöngu flogið með forgangstilfelli. Þá vil ég að lokum gera að umtalsefni þann siðprúða þannkagang þinn sem lýsir sér í þessum setningum úr ræðu þinni:

"Það sem er merkilegt við þessa úttekt, er að hún sýnir fram á að í nær öllum tilvikum hefði verið hægt að lenda á hinum brautunum".

"Hvað er ég að segja með þessu? Jú, að það sé ýmislegt sem bendi til þess, að í sumum þeirra tilvika sem verið er að lenda á þriðju brautinni, væri hæglega hægt að lenda annars staðar".

Tilvitnun lýkur. Nú hef ég áður spurt þig um þetta en þú líklega ekki talið taka því að svara mér, svo ég geri hér eina tilraun enn:

Úr því þú getur aðeins fullyrt að í flestum tilfellum hefði verið hægt að lenda á öðrum flugbrautum Reykjavíkurflugvallar, hefði neyðarbrautin ekki verið til staðar, hvað hefðum við þá átt að gera við þá sjúklinga sem ekki falla undir "flest tilfelli"?

Því "flest" er vissulega ekki "allt", svo hér sitjum við uppi með afgangsstærð, þessa "fæstu", einhvern vissan fjölda fólks sem þrátt fyrir bráð veikindi eða slys fær ekki þá aðhlynningu sem það þarf til að eiga von um bata eða jafnvel áframhaldandi líf (afsakaðu tilfinningaklámið).

Eins og ég gat um ofar hef ég talið saman 11 til 12 tilfelli á árunum 2012 til 2014 þar sem þetta á við, s.s. við hefðum ekki getað skilað þeim sjúklingum suður nema vegna þess að við höfðum neyðarbrautina.

Svo, hvað vilt þú að verði gert við þetta fólk í staðin, þegar þú og borgaryfirvöld undir þinni forystu hafið skellt í lás með lokun þessarar flugbrautar?

Er þetta kannski svo hverfandi fjöldi að þessi afgangsstærð skipti engu máli í þínum huga? Eða, ef við miðum við uppdiktuðu forsendurnar frá Eflu, sem þú tileinkaðir þér sjálfur í ræðu þinni og segjum að þetta séu aðeins þrjú tilfelli á níu árum, er það nógu lág tala til að það sé bara allt í lagi?

Ert þú, Dagur Bergþóruson Eggertsson, tilbúinn að fórna þremur manneskjum á níu árum fyrir hann Mammon vin þinn?

En minn kæri, hafðu ekki stórar áhyggjur af því þó þú slysist svona oft til að mismæla þig í umræðunni um flugvöllinn og sjúkraflugsþjónustuna, ég skal glaður leiðrétta þig eins oft og ég þarf. Hafðu hins vegar hugfast að ef þróun mála verður í samræmi við málatilbúnaðinn þinn og þá þegar afleiðingin verður sú að við munum tapa mannslífi vegna aukins flutningstíma til sjúkrastofnana í borginni, þá skal ég minna þig og raunar alla íslendinga á ábyrgðina þína.

Hafðu það sem best."

Þrasgirnin og þjónkunin við einhverfuna í skipulagshugsun Borgarstjórnarmeirihlutans sem kristallast í Borgarstjóranum Degi Bargþórusyni og hans þankagangi og framgöngu varðandi líf og heilsu annarra er athyglisverð.

Það er því miður tilgangslaust fyrir flugstjóra eða aðra að skrifa þessum skynlausa lækni eða hans fylgisveinum bréf.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Án þess að ég sé að taka upp hanskann fyrir einn eða neinn þá á ég til með að benda á að þessi braut var ekki möguleg til notkunar hátt í þrjú ár vegna þessc að hún var notuð m.a. sem flugvélastæði. Þarna stóð sem t.d. DC3 vél Þristavina og fleiri vélar. Flugbrautin var til staðar en ekki nothæf og finnst mér skrýtið að engin hafi sagt neitt þá

thin (IP-tala skráð) 10.1.2016 kl. 12:52

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta er er alrangt. Þristurinn er fokgjörn vél, og hefur í áraraðir verið í flugsafninu á Akureyri.

Hafi hún eða aðrar vélar staðið á 06/24 hefur það verið að sumarlagi þegar brautarinnar hefur ekki verið þörf.

Ómar Ragnarsson, 10.1.2016 kl. 14:00

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Mér vitanlega hefur aldrei neitt verið geymt á flugbrautum flugvallarins. Getur ekki Jón Baldvin upplýst um þetta?

Halldór Jónsson, 10.1.2016 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband