Leita í fréttum mbl.is

Guðmundur Andri

frændi minn Thorsson skrifar stundum í Fréttablaðið. Fyrir frændsemis sakir renni ég stundum yfir skrifin. Oftar en ekki versnar mér við það.

Í dag skrifar hann um okkur óða fólkið, sem er "fnæsandi af reiði og ótta í garð annars fólks út af einhverju: þjóðerni, kynhneigð, hörundslit, atvinnu eða yfirsjónum – mosku eða flugbrautum"

Donald Trump er í hlutverki hins illa í huga Guðmundar Andra - alger vitleysingur."Það er áhyggjuefni að slíkur stjórnmálamaður skuli hljóta svo mikinn hljómgrunn meðal kjósenda og hve grunnt virðist víða á rasisma og útlendinga-andúð og paranoju vegna ímyndana um lífsrými sem þrengt sé að."

Látum nú ver fimbulfambið um okkur óða fólkið sem vill ekki bara tala í vandlætingartón um framkomu múslímanna í Köln á nýjársnótt. Hitt er verra hvaða afstöðu Guðmundur vill taka í yfirtroðslum múslímanna. Hann klykkir út með þessari setningu:

"Í opnu samfélagi fer fram sífelld samræða og þar ríkir stöðug og frjáls samkeppni hugmynda. Við þurfum að tala um kvenhatrið í islam og takast á við það, en við þokumst ekki nær úrlausn nokkurra vandamála með því að öskra á þau."

Getum við ekki skipað þennan Guðmund ambassador til Islams. Sent hann til Köln og látið hann tala þar til innflytjendanna, tala við þá um kvenhatrið og beðið þá að láta af "firrum" sínum.

". Við sáum kvenhatrið að verki um áramótin hjá ungum karlmönnum með múslimskan bakgrunn í Köln. Þeir veittust að aðvífandi konum með dólgshætti, áreitni, gripdeildum og árásum. Þeir voru Óða fólkið."

Þá erum það allt í einu við sem erum óða fólkið. Við sem erum að reyna að vara við árekstrum hugmyndaheimanna Islams og hinna vestrænu sem erum orðnir liðsmenn dólganna! Þeir eru við og við erum þeir! Hvað segir Donald Trump um þetta?

Hvernig skyldi Guðmundi Andra ganga að tala þessa aðila til í Köln? Hversu langt er hægt að komast í skrifa svona fyrir góða fólkið? Myndi ég kannski skilja þessi skrif Guðmundar Andra betur ef ég fengi vel borgað fyrir?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann passar sig að tala ekki um Nató.  M.a.s. friðarsinnarnir í VG mæra nú Nató.  Samkvæmt Birni Val eru þeir óheiðarlegir og gráðugir sem vilja eiga friðsamleg samskipti við umheiminn, (ekki bara Evrópu).  Samkvæmt Guðmundi Andra eru þeir rasistar sem vilja eiga friðsamleg samskipti við umheiminn, (ekki bara Evrópu).  Það er hræsnin sem tengir þetta lið saman.         

http://bvg.is/blogg/2016/01/10/ruglandi-og-omarkviss-umraeda

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.1.2016 kl. 09:48

2 Smámynd: Einar Karl

Þú sleppir auðvitað lykilsetningu í grein GAT:

"Hitt má ekki gleymast: sérhver einstaklingur á sinn rétt á réttlátri málsmeðferð; mannréttindi vinnur maður sér ekki inn með góðri framkomu, þau eru algild; og mælikvarði á samfélög hversu vel þau eru haldin."

Við dæmum ekki ALLA múslima út frá hópi misyndismanna.

Einar Karl, 11.1.2016 kl. 10:12

3 identicon

Lykilsetningin er "Við þurfum að tala um kvenhatrið í islam".  

VIÐ.

"Við" sem stöndum vörð um vestrænu gildin hans Björns Vals.  Við sem stöndum með Nató.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.1.2016 kl. 10:22

4 identicon

Nú er ég víst ekki bara vondur, heldur óður líka. Og þetta gerðist bara sísona, án þess að ég hafi orðið var við nokkrar breytingar á sjálfum mér.

Mér virðist á öllu, að ég geti þó ekki sjálfur sjúkdómsgreint mig, heldur þurfi að kalla til fulltrúa góða fólksins, eins og t.d. Guðmund Andra.

Ég er þó allur í því að bæta mig, og reyni því að lesa í gegnum skrif Guðmundar, hvað raunverulega sé að mér. Og sjá, ég er fnæsandi af reiði og ótta yfir einhverju sem ég nenni ekki að telja upp, ég er rasisti og geri aðsúg að öðru fólki á netinu, og er hættulegur vegna tilfinningalegs hópeflis. Það versta er, að ég skil ekki sjálfur, af hverju ég get ekki verið alveg eins og Guðmundur Andri, hófsamur í orðum og fordæmingarlaus.

Nú verð ég að viðurkenna, að ég er ekki rithöfundur, og bý ekki yfir jafn góðum orðaforða og Guðmundur Andri, og því get ég bara lýst honum með einu orði, fábjáni.

Hilmar (IP-tala skráð) 11.1.2016 kl. 10:55

5 identicon

Að gefnu tilefni, við fordæmum ekki alla nasista, fyrir nokkur rotinn epli í þeirri tunnu*

*Þessi röksemd var í boði góða fólksins

Hilmar (IP-tala skráð) 11.1.2016 kl. 10:57

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Hilmar, þessi síðasta athugasemd  hlýtur að koma einhverjum í vanda.

Halldór Jónsson, 11.1.2016 kl. 11:50

7 identicon

Óða fólkið?   Var það ekki "mjelítan" í fyrradag.  Það sagði Hugleikur allavega.

Altént eru þetta engin snilldarbrögð sem áskrifendur listamannalauna bjóða upp á þessa dagana.

ocram (IP-tala skráð) 11.1.2016 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband