3.2.2016 | 19:04
Dýrasta skipið
sem Íslendingar hafa byggt til þessa var sagt að væri Polarsyssel sem Fafnir Offshore lét byggja.
Ég fór að lesa Orkublogg Ketils Sigurjónssonar sem ég geri greinilega of sjaldan. Þetta er vandað blogg og skrifað af þekkingu.
Því þarna sé ég leiðinlegar fréttir af útgerð skipsins Polarsyssel sem ég fylgdist með dálítið þegar það var í smíðum. Þá fannst mér það vera mikil gleðitíðindi að íslenskt útrásarfyrirtæki Fáfnir Offshore sem Steingrímur Erlingsson útgerðarmaður var frumkvöðull að, stæði í slikri útrás.
Félag sem hann stofnaði, Fafnir Offshore, fékk nefnilega margra ára þjónustusamning við norska sýslumanninn á Svalbarða um að þjónusta eyjuna og skeggjana þar á. Skipið átti svo að harka á olíumarkaði hina mánuðina, en þá var mikið búmm í öllu sem olíu tengdist og allir sem vetlingi gátu valdið þustu tl Noregs að vinna. Ég gat ekki farið með vegna aldurs né heldur fékk ég tilboð að gerast hluthafi í Fáfni enda líklega kominn á tíma.
Það breytir því ekki að ég gladdist að sjá þetta verða til. Það streymdu þarna að öflugir hluthafar og stórmenni og ég vissi ekki betur en allt væri á réttri leið.
Nú segir Ketill 21.1.2016 :(þessi Bloggari feitletrar)
Fyrir um tveimur árum ákváðu íslenskir bankar að gerast bæði lánveitendur og fjárfestar í þessari þjónustuskipaútgerð. Tímasetningin hjá bönkunum íslensku gat vart verið óheppilegri. Því með fallandi olíuverði hefur stór hluti af verðmæti bæði Havila og Havyard á hlutabréfamarkaði gufað upp. Havyard er í verulegum vandræðum og Havila er á barmi gjaldþrots. Augljóst er að helsta ástæða þess að skipaútgerð Sævik nálgaðist fé hjá íslenskum bönkum er að þeir bankar voru tilbúnir í meiri áhættu en norskir bankar. Íslenskir bankar komu einnig að fjármögnun Fáfnis Offshore. Þar er skipið Polarsyssel með ónóg verkefni og engin verkefni hafa verið tryggð fyrir hitt skipið;Fáfni Viking. Sem Fáfnir Offshore á að fá afhent frá Havyard á næsta ári; 2017.
Þarna er þó tækifæri til að bjarga verðmætum. Þar skiptir miklu að félagið gæti sín á því að uppfylla skilyrði í samningi sínum við Sýslumanninn á Svalbarða, en þar hefur stjórn fyrirtækisins undanfarið verið á mjög hálum ís. Ekki síður skiptir miklu að fyrirtækið nái að finna farsæla lausn vegna Fáfnis Viking. Þar er sennilega besta tækifærið fólgið í því að nýta eftirspurn vindorkuiðnaðarins eftir þjónustuskipum.
Í Norðursjó, þ.e. við strönd landa eins og Bretlands, Danmerkur og Hollands, hefur verið góður vöxtur í byggingu stórra vindrafstöðva. Þessi vindorkuver í hafinu þurfa talsverða þjónustu og til þess eru smíðuð sérstök þjónustuskip sem kallastService Operation Vessels (SOV). Það væri vafalítið skynsamlegast fyrir Fáfni Offshore að breyta hönnun Fáfnis Viking úr PSV í SOV og um leið tryggja skipinu samning í vindorkuiðnaðinum í Norðursjó. Þar er t.a.m. þýska Siemens umsvifamikið og hefur undanfarin misseri verið að leita eftir aukinni þjónustu SOV í tengslum við sinn rekstur.
Helsti ókosturinn við að breyta hönnum Fáfnis Viking úr PSV í SOV er sá að það væri nokkuð kostnaðarsamt. Á móti kemur að skipasmíðar sem flokkast undir SOV eiga mun greiðari aðgang að fjármögnun, þar sem lánatíminn er lengri en ef um er að ræða PSV. Þar að auki bjóðast svona skipum mjög langir þjónustusamningar. Þess vegna er rekstur slíkra skipa augljóslega áhættuminni en gerist í PSV-bransanum. Þetta væri því farsælasta leiðin fyrir Fáfni Offshore vegna Fáfnis Viking.
Ekki er mér ljós hver sé aðkoma Ketils að Fafnir Offshore en hann virðist býsna vel inni í atburðum sem þar gerast. Í fréttum var að Steingrími Erlingssyni var sagt upp störfum hjá félaginu, en ekki hef ég spurnir af því af hverju.
Nú er ég með þér sem sé orðinn eigandi að þessu með öðrum landsmönnum í gegn um tvo íslenska ríkisbanka. Þetta mál kemur mér þá líklega við. Auk þess sem ég hef grun um að Lífeyrissjóðurinn minn hafi lagt í þetta fé og muni mögulega lækka lífeyrinn minn ef snillingarnir sem ég kaus aldrei og ekki til að stjórna sjóðnum mínum, tapa fé úr honum einu sinni enn. Hvaðan kemur mönnum svona meðfædd snilld til að stjórna lífeyrissjóðum án þess að hafa lært grunnatriði í fjármálum eða hvað annað en að kunna á bíl?
Hvað er að gerast þarna? Ég hef úr fjölmiðlum upplýsingar um að eitthvað sé sé þess valdandi að mjög svo hagstæður samningur við Sýslumann um Polarsyssel og Svalbarða sé jafnvel í uppnámi og framlenging sem boðin var á honum um 3 mánuði árlega sé í vindinum líka. Steingrímur vinur minn er fámáll og vísar á stjórnina í Fafnir Offshore og stjórnarformanninn nýja Jóhannes sem kom í stað Bjarna nokkurs Ármannssonar sem landsmenn þekkja fyrir ýmsar tiltektir í fjármálum.
En ég þóttist skynja af öllu þessu að ekki er allt í lagi eins og Ketill Sigurjónsson staðfestir núna með skrifum sínum og ræðir um opinskátt.
Nú er mér sagt utan úr bæ að jafnvel standi til að endurskipuleggja félagið eins og það er kallað í þeim tilgangi að útiloka einstaka hluthafa. Ég get upp á því að það sé Steingrímur Erlingsson frekar en Bjarni Ármannsson. Svona er gert með því að færa gamla hlutaféið niður í núll og afhenda félagið svo þeim sem geta komið með eitthvað nýtt fé. Og hverjir eiga alltaf nóg fé þegar eitthvað á að gera? Það eru þeir sem eiga endalausa uppsprettulindir frá striti almennings sem á allt en ræður engu.Jú, lífeyrissjóðurinn minn ves frá viku til viku. Hann getur borgað endalaust á minn kostnað.
Hvers konar makk er þarna á ferðinni? Mér finnst að þarna þurfi allar upplýsingar að koma á borð almennings sem tengist þessu máli óbeint. Almenningur á undir því að hagsmunir lífeyrissjóða séu ekki fyrir borð bornir. Almenningi á ekki heldur að vera sama hvernig farið er með eigur hans í ríkisbönkunum. Lífeyrisþegum og eigendum lífeyrissjóða er ekki sama um það hvort er verið að tapa fé þeirra að nauðsynjalausu.
Á ekki núverandi stjórn Fáfnis Offshore að gera almenningi grein fyrir gangi mála, og hvað veldur því að ekki er hægt að fá upplýsingar um framtíðarhorfur félagsins og stöðu samningsins við Sýslumanninn á Svalbarða?
Ég fullyrði að fleiri en ég urðu stoltir þegar fréttir sem bárust af því að smíðin á Polarsyssel sem dýrasta skipi Íslendinga væri hafin. Svona framtak er auðvitað fréttnæmt og fólk vill fylgjast með.
Fjölmiðlar virðast ekki hafa haft mikinn áhuga á að fylgja þessu máli eftir sem ekki virðist nú vanþörf á þegar dýrasta skip Íslendinga á í hlut.
.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:45 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 3419716
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
"Okkur"miðar hægt að hafa hemil á áhættusömum stjórum milljarðanna!
Helga Kristjánsdóttir, 3.2.2016 kl. 21:42
Sæll kæri Halldór
Undarlegt er þetta mál allt saman. Hvað varðar Ketil, þá hafa málsmetandi menn sagt hann leigupenna Landsvirkjunar á bak við tjöldin, líkt og var fyrir hrun með „snillinga“ á borð við Hallgrím Helga og alvitringinn Ólaf Arnarson Clausen sem þekkrur er einnig fyrir gengdarlaust hatur sitt á Davíð Oddssyni nokkrum.. Sá mæti Davíð mun víst að sögn aleinn bera ábyrgð á falli Lehman brothers auk morðsins á Kennedy og beggja heimstyrjaldanna á tuttugustu öldinni svo fátt eitt af sök hans sé tíundað.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.2.2016 kl. 09:26
P.S.:
Eins gott að gleyma ekki að alþjóðlega bamkahrunið er viraskuld algerlega á ábyrgð Davíðs eins og sér.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.2.2016 kl. 09:28
Cacoethes,
já það er gott að Davíð hefur breitt bak og að hann skuli hafa staðist særingar og bölbænir Hallgríms heimska og kommanna svo lengi. Bara að við fengjum einhvern tímann Davíðstímann aftur með gjaldeyrisfrelsi, vaxtafrelsi og frjálsa samkeppni í bankamálum, þá vantaði bara herslumuninn.
Halldór Jónsson, 4.2.2016 kl. 12:43
Miðað við upplýsingar um skipið á Shipspotting.com þá er það norskt skip með norska heimahöfn. Er hægt að fullyrða að þetta sé dýrasta skipið sem íslendingar hafa komið að? Hafa ekki íslendingar eða fjármálafyrirtæki (t.d. lífeyrissjóðir) átt hlutabréf í fyrirtækjum sem hafa látið smíða ennþá stærri og dýrari skip? Eða einhver íslendingur verið að vinna við eitthvað slíkt? Hvenær verður skip íslenskt?
http://www.shipspotting.com/gallery/photo.php?lid=2161853
Sumarliði Einar Daðason, 4.2.2016 kl. 16:27
Sumarliði
Það er nú eitthvað á reiki með heimahafnir íslenska kaupskipaflotans til dæmsi.Nesskip á Seltjarnarnesi á einhver skip sem ég veit ekki hvar eru til húsa, Samskip og Eimskip líka
Halldór Jónsson, 4.2.2016 kl. 19:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.