Leita í fréttum mbl.is

Hvort kemur á undan eggið eða hænan?

Þeirri spurningu skaut upp í hugann þegar maður sá nýja frétt í Morgunblaðinu. Hver er hin nýja atvinnu og íbúðastefna stefna í Reykjavík? 

Í Mbl. er þessi frétt frá Degi Be.:

"Borg­ar­ráð hef­ur samþykkt að hefja viðræður við bílaum­boðið Heklu um mögu­leg­an flutn­ing fyr­ir­tæk­is­ins af Lauga­vegi og upp í Mjódd. Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri grein­ir frá þessu í net­pósti sín­um í kvöld.

Borg­ar­stjóri seg­ir þetta verk­efni mjög spenn­andi. Fari Hekla af Laug­ar­veg­in­um losni um stórt svæði þar und­ir íbúðir og at­vinnu­starf­semi. Jafn­framt geti flutn­ing­ar þess­ir, verði af þeim, styrkt at­hafna­líf í Mjódd­inni.

Af öðrum upp­bygg­ing­ar­svæðum nefn­ir Dag­ur B. Eggerts­son að Baróns­reit­ir hafi nú verið samþykkt­ir í nýju deil­skipu­lagið sem ger­ir ráð fyr­ir yfir 200 nýj­um íbúðum á svæðinu. Í Vest­ur­bugt verði reist­ar 170 nýj­ar íbúðir sam­kvæmt skipu­lagi sem staðfest var af borg­ar­stjórn í vik­unni."

Það á að byggja íbúðir á Heklureitnum svo hægt sé að byggja bílaumboð í Mjódd. Líklega á þá ekki að byggja íbúðir í Mjódd? Ennfremur verður hægt að byggja íbúðir á Barónsreit og í Vesturbugt, hvar sem það er nú, og rífa þá starfsemi sem þar er fyrir og flytja upp í Mjódd eða á Árbæjarsafn.

Hvað er langtímamarkmiðið hjá Reykjavíkurborg? Samþjöppun íbúða á sem minnstum svæðum? Hvar skyldi allt fólkið eiga að vinna sem þarna býr? Í Mjódd væntanlega. Það hlýtur að þurfa félagsaðstöðu þar sem margir búa þétt? Öldurhús, kvikmyndahús og afþreyingu? Verða þarna pláss fyrir róló?

En hvert skyldi fólkið sem þarna býr eiga að hjóla eftir peningum? Eftir Grensásvegi upp í Mjódd. Ekki öfugt?

Fjölbýli fyrir fleira fólk í færri húsum? Endar það í einu allsherjar húsi fyrir alla? 

Íbúðir í stað flugvallar var komið áður. Þá verður hægt að ganga í mannlífið í Kvosinni. Nú eiga enn að rísa íbúðir þar sem atvinnan var áður?  Af hverju skyldi alltaf þurfa að flytja atvinnuna en ekki fólkið? Hvert skyldu hafnirnar, útgerðin og fiskvinnslan eiga að fara?

Hvort kom annars annars á undan í gamla daga eggið eða hænan?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Halldór. Verktakaspillingarmafían stjórnar öllu. Sú mafía er hvorki egg né hæna. Dómstólamafían heldur verndarvængjum yfir þessa lögbrjótandi mafíu, sem hvorki er egg né hæna!

Allir vita (sem vilja vita) hvernig spillingar-verktakarnir stjórna öllu á Íslandi. Alveg frá Siglufjarðar-Kópavogs-stjórum, og aftur til baka, til botnleysu-sanddælingu fáránleikans Vestmannaða.

Þeirra verktakanna klíkuverk áttu meira að segja að nærast út í hið óendanlega, við að moka sandi í botnlausa fötu, í Landeyjarhöfninni. Launasviknir skattgreiðendur áttu svo að borga svikin bæði til hægri og vinstri! Þú veist þetta Halldór!

Það verður að stoppa þessa klíkustýrðu verktakamafíu með opinberri umræðu um staðreyndir.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.2.2016 kl. 00:08

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Varðandi spurninguna um eggið og hænuna held ég að verðum að fara allt til upphafsins til að vita hvort kom á undan. Kannski gildir þetta líka um Reykjavíkurborg ?

Jósef Smári Ásmundsson, 6.2.2016 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband