Leita í fréttum mbl.is

Borgaralaun?

Í Fréttablaðinu er greint frá því að Halldóra Mogensen varaþingmaður Pírata  hafi lagt fram þingsályktunartillögu sem fer nýjar leiðir( og raunar gamlar.)

Fréttin er svona:

"

Þann fimmta júní næstkomandi ganga Svisslendingar að kjörborðinu til að kjósa um skilyrðislausa grunnframfærslu eða svokölluð borgaralaun. Ef tillagan yrði samþykkt yrði Sviss fyrsta ríkið í heiminum til að bjóða upp á borgaralaun.

Þjóðaratkvæðagreiðslan er í reynd breyting á stjórnarskrá Sviss þar sem öllum borgurum yrði tryggð ákveðin lágmarksframfærsla óháð stöðu. Tillagan sem liggur fyrir er upp á 2.500 svissneska franka í framfærslu eða 320 þúsund íslenskar krónur.

Í skoðanakönnun fyrirtækisins Demoscobe segir meirihluti Svisslendinga að þeir myndu halda áfram vinnu þrátt fyrir að fá borgaralaun, einungis tvö prósent sögðust ætla að hætta að vinna. Þá voru 54 prósent sem sögðust vilja nýta aukatekjurnar til að ná sér í frekari menntun.

Píratar hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi sem svipar til þeirrar sem fer í atkvæðagreiðslu í Sviss. Tillagan býður ekki upp á útfærslu heldur er félagsmálaráðherra falið að útfæra hugmyndina.

Halldóra Mogensen, varaþingmaður Pírata er flutningsmaður tillögunnar, segir það vera þess virði að sjá útfærsluna og meta hvort hún væri samfélaginu til bóta.

„Þetta er spennandi hugmynd,“ segir hún. „Það er þess virði að skoða hvort þetta gæti verið ódýrara fyrir okkur.“

Hún vísar í tilraun sem var framkvæmd í bænum Dauphin í Manitoba-fylki í Kanada á árunum 1974 til 1979. Þar á bæ var boðið upp á borgaralaun og niðurstöðurnar fólu meðal annars í sér að fólk treysti menntun sína auk þess sem útgjöld vegna heilbrigðismála drógust saman.

„Þar kom í ljós er að fólk var ekkert að hætta að vinna. Það var það sem fólk var svo hrætt við, að þetta myndi hafa mikil áhrif á vinnumarkaðinn. Eina fólkið sem hætti að vinna var í raun og veru ungt fólk sem fór frekar í nám og kom þá seinna inn á vinnumarkað sterkara. Og svo nýbakaðar mæður sem vildu fá að sinna börnunum sínum betur,“ segir Halldóra.

Þá fækkaði heimsóknum í heilbrigðiskerfinu í Dauphin um 8,5 prósent. Halldóra segir þetta einnig geta komið í veg fyrir að fólk þurfi að þræla sér út til að ná endum saman. Í staðinn fær fólk svigrúm til að huga að sjálfu sér, til dæmis með því að sækja sér menntun eða sinna áhugamálum."

Var ekki einhvern tímann prófuð social-credit stefna á Nýfundnalandi í eldgamladaga?

En þarna sjá til dæmis eldri borgarar fram á uppfyllingu krafna sinna ef af yrði.

Ef allir fengju þetta án þess að vinna þá kostar þetta 305.000 x320,000 = hundraðmilljarða á ári. Svo yrði þetta skattlagt og þá kæmu kannski 20 milljarðar til baka. Svo myndu dragast frá allar núverandi bætur eða hvað? Svo sem vaxtabætur, fjárhagsaðstoð, heimilsuppbætur, húsaleigubætur? Og ef flestir héldu áfram að vinna sína vinnu þá kannski yrði þetta mun ódýrara en maður heldur. En öryrkjar, gamlingjar og letingjar fengju betri daga og hættu þá að hrína þetta á Útvarpi Sögu.

Er ástæða til að strika yfir þetta sem útópíu og dellu? Menn skulu minnast gengis Pírata í skoðanakönnunum. Þetta er ungt fólk, 18-49 líklega að miklu leyti og svo vaxandi sjötíu plús, með hugmyndir sem fólk getur þurft að hlusta á þótt síðar verði.Ég held að við munum sjá margar breytingar á næsta ári sem okkur órar ekki fyrir núna.

Borgaralaun myndu hugsanlega leysa margt sem óleyst er í dag og er ekkert að leysast á morgun heldur með núverandi flokkaskipan.   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það væri náttúrulega rosalega næs að leggja allt helvítis kerfið niður og borga öllum 320 Kílókrónur í fasta greiðslu og ðats it....

Til í að prófa það, byrja á því að stroka alla lagabálka og apparöt þeim tengdum út, svona eins og að hleypa bleikafílnum í postulínsbúðina og segja okey, nú reddið þið ykkur sjálf.

Sjensinn að það sé verið að hugsa málið svona djúpt, bara enn einn aumingjavasinn er það ekki?

Sindri Karl Sigurðsson, 11.2.2016 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband