Leita í fréttum mbl.is

Trúi ég á einkavæðingu banka

lengur?

Trúi ég því að það sé best að einkavæða Íslandsbanka og Landsbanka sem allra fyrst?

Voru það endanleg rök þegar bankastjórinn kallaði ráðherann vaxtaflón og var rekinn fyrir? Voru þetta hin endalegu rök fyrir einkavæðingu og það að ríkið þurfti að prenta peninga til að gera upp skuldir SÍS og reka svo bankastjóra til friðþægingar?

Voru það rök gegn ríkisbankarekstri að pólitískir hálfvitar voru margoft gerðir bankastjórar í stað þess að ráða atvinnumenn í bankastjórnun? Sem var þó stundum gert. Það er til fullt af mönnum sem geta stjórnað banka. Meira að segja voru menn meðal pólitísku hálfvitanna sem lærðu í starfinu þó flestir lærðu kannski aldrei neitt nema hlýða fyrirmælum álíka eða meiri hálfvita.

Ég sé miklu meiri vandamál koma með einkavæðingu bankanna til lífeyrissjóðablókanna sem enginn kaus og ekkert kunna heldur en að hafa atvinnumenn við að stjórna þeim fyrir almenning. Það er alveg óþarfi að endurreisa gömlu pólitísku bankastjóra ráðningarnar, það er hægt að gera miklu betur. Ráða jafnvel útlendinga sem þekkja mafíufræði betur en íslenskir sveitalubbar.

Tveir ríkisbankar í samkeppni við einkabanka er bara nóg fyrir mig.Ég er hættur að trúa á allsherjar einkavæðingu íslenskra banka allra í einu, dreifða eignaraðild eða kjölfestufjárfesta og allt það kjaftæði. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Nú líkar mér við þig.

Talað af festu skynsemi og yfirvegun.

Sigurjón Jónsson, 10.2.2016 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband