Leita í fréttum mbl.is

Furðufrétt RÚV

fannst mér vera enn ein í hádegisútvarpinu þegar skýrt var frá úrslitum prófkjara í Bandaríkjunum.

Þar var sagt frá því fullum fetum að "kosningamaskína Republíkanaflokksins"  væri að leita leiða til að losna við frambjóðandann Trump.

Ég hélt að það væri kosningamaskínan sem væri að leita að frambjóðendum fyrir flokkinn? Þeim frambjóðanda sem líklegastur væri til að leiða flokkinn til sigurs í komandi forsetakonsingum? Sem líklega einhverjir í þeim flokki eru orðnir langeygir eftir?

Í RÚV er núna búið að finna það út að Repúblikanaflokkurinn vilji losna við Trump? Tók það ekki RÚV marga daga að halda því frá fólki að það hefðu verið útlendingar sem hópslógust í Skeifunni? Svo segir í Mogga í dag:"Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við HÍ, segir ástæðu til að ætla að hætt sé við því að hópar innflytjenda sem upplifi sig utanveltu í samfélaginu myndi glæpahópa hér á landi. „Í Breiðholti fyrir tveimur árum kom upp alvarlegt atvik þar sem uppgjör var á milli tveggja hópa. Eins kom slíkt atvik upp í Smáralind fyrir nokkrum árum,“ segir Helgi. " Eru það við sem erum ekki nógu góð við innflytjendur? Er þetta allt okkur að kenna?

Hefur engum dottið í hug að það er sérstök tegund Íslendinga, oft kallað GGF, sem er með yfirgangi að framleiða vandamál á andlýðræðislegan hátt til handa öðrum Íslendingum að leysa? Hefur þjóðin eitthvað verið spurð í málefnum hælisleitenda eða hvað flóttamannafjölda varðar? Vill þjóðin vegabréfaskyldu? Eru henni ekki bara færð vandmál á fati án þess að eiga málskotsrétt? Vilja ekki Píratar spyrja þjóðina beint í auknum mæli?

Hefur engum dottið í hug að við vildum hugsanlega skipta út Ríkisútvarpsfólki sem framleiðir svona fréttir eftir eigin smekk?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég veit ekki með repúblikanaflokkinn, en *repúblikanar* sem kjósendur, eru vísir til þess að kjósa heldur Sanders.

Fylgi Trumps er að koma frá fólki sem var að missa áhugann á pólitík, aðallega.

Gaurinn er himnasending, segi ég.

Ásgrímur Hartmannsson, 10.2.2016 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband