Leita í fréttum mbl.is

Skilur einhver Birgittu?

þegar hún skrifar svo:

"Sit á fundi sameiginlegar nefndar hérlendra þingmanna og þingmanna frá EU sem var sett á þegar aðildarviðræður voru á flugi á síðasta kjörtímabili og hef fengið loksins algerlega afgerandi svör varðandi aðildarviðræðurnar; Við erum komin á byrjunarreit í aðildarviðræðum við EU. Ef þjóðin í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu ákveður að fara í aðildarviðræður, þá þýðir það að við erum algerlega komin á upphafsreit. Þráðurinn er rofinn.

Mér finnst alveg magnað að framkvæmdavaldinu hafi tekist að sniðganga þingræðið án meiri viðnámi og að viðkomandi ráðherra sem svo gerði sitji enn í valdastól. Óskiljanlegt af hverju ekki var staðið við það loforð ríkisstjórnarflokkanna fyrir síðustu kosningar að kanna vilja þjóðarinnar áður en svo afgerandi skref voru tekin."

Hvaða ráðherra sem sniðgekk að spyrja þjóðina á síðasta kjörtímabili  um að fara í aðildarviðræður við ESB situr enn?

Hversvegna þarf Birgitta að spyrja þjóðina núna um hvort eigi að halda einhverju áfram sem Birgittu þótti þá ekki ástæða til að spyrja um hvort ætti að hefja?

Ég bíð spenntur eftir landsfundi Pírata þar sem að þeir kjósa sér formann. Skilur einhver hvað Birgitta ætlar sér? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Líklega að hætta við að hætta við að hætta.

Helga Kristjánsdóttir, 10.2.2016 kl. 17:28

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Já, líklega er það það sem hún á við

Halldór Jónsson, 10.2.2016 kl. 18:54

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hefur einhver skilið Birgittu hingað til og er eitthvað að marka það sem Birgitta segir.

Var Birgitta ekki búin að lofa því að gefa ekki kost á sér til Alþingis eftir núverandi kjörtímabili er lokið?

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 10.2.2016 kl. 23:45

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er náttúrulega með ólíkindum hvað þessi manneskja kemst upp með og hefur komist upp með.  Og svo talar hún, sennilega eftir vindáttum, er það virkilega þannig pólitíkusar sem fólk vill hafa á Alþingi? Það virðist vera samkvæmt skoðanakönnunum.  Það má reikna með að fleiri Píratar séu á sama "plani" og fyrrverandi kapteinn þeirra.

Jóhann Elíasson, 11.2.2016 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband