Leita í fréttum mbl.is

Allir hausar á einn háls

svo hann gæti sniðið þá af í einu höggi. Þeir eigna þessa ósk honum Caligúla Rómakeisara. En karlinn sá var þekktur fyrir ýmis skringilegheit eins og einkennir okkar vinstri menn umfram annað fólk.

Nú kemur Katrín Jakobsdóttir með þessa hugsun fram. Hún vill fá yfirlýsingu allra sem eru á móti núverandi ríkisstjórn um að þeir muni sitja á einum hálsi eftir kosningar. Og væntanlega eftir forskrift sem að sama Katrín leggur fram við þetta tækifæri sem hún telur sjálfsögð baráttunál fyrir sameinaðan flokk.

Já, það eru fleiri en Össur sem hyggjast innbyrða Pírata sér til framhaldslífs. Spurning er hvort að ekki sé bara hreinlegra fyrir þetta fólk að ganga í Pírataflokkinn og hætta með þessa gömlu þreyttu örflokka sína. Það er hinsvegar erfitt að skiljast við ríkisframlagið sem borgar milljónatugi fyrir að viðhalda þessu fyrirkomulagi.

En stjórnmálaflokkar  voru ríkisvæddir með samþykki Sjálfstæðisflokksins  illu heilli fyrir einhverjum árum. Þá hófst sú almenna hnignun stjórnmálastarfsins sem enn stendur. Ef þessi ríkisforsjá hyrfi myndi þessum litlu leiðindaflokkum auðvitað snarfækka til ómældrar blessunar fyrir land og lýð.

Kannski að Caligúla hafi séð þessa nauðsyn fyrir?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ógæfukratar ókyrrast og Össur ætlaði að vera orðinn kommisar í Brussel.,,

Pakkakíkir (IP-tala skráð) 12.2.2016 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband