Leita í fréttum mbl.is

Reipi í Reynisfjöru

gæti manni dottið í hug að væri til bóta.

Svona 50 metra frá landi lægi lína samsíða flæðarmálinu með belgjum og bjarghringjum við stjóra með fullt af taumum sem lægju áleiðis niður að botni.Kannski með þverböndum?

Ferðamaður sem væri á útleið gæti hugsanlega gripið i eitthvað til að stöðva sig.

Svo væru þarna kannski skilti með myndum til að vara fólk við. Það er engin framtíð í því að setja þarna löggumann til viðvörunar. 

Kannski gæti reipi í Reynisfjöru komið að gagni?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það yrði þá haldreipið... Heimskur maður á sandi byggði hús, segir textinn og ef hann á ekki við þarna þá veit ég ekki hvar.

Það þarf samt að koma með hugmyndir, aðrar en að loka fjörunni.

Sindri Karl Sigurðsson, 14.2.2016 kl. 01:21

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það mætti örugglega setja kaðalgirðingu eins og er kringum heitu pyttina í Selvogi Krísuvíkurinnar.

Þeir sem vilja svo fara út fyrir þá Reynisfjöru-kaðlagirðingu gætu farið með sinni eigin sjálfsábyrgð og landtengdum björgunarhrings-köðlum, út fyrir girðinguna.

Semsagt, kaðal-landfestitengja sig í björgunarhring, ef á að fara út fyrir kaðalgirðinguna.

Flestir myndu skilja og virða hættuna í Reynisfjöru, ef slíkur einfaldur og ódýr varnar-björgunarútbúnaður væri til staðar, með skiljanlegum leiðarvísi á algengustu tungumálunum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.2.2016 kl. 03:54

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Sindri, ertu að skilja mig rétt. Mín lína flytur i sjónum 50 metra frá landi meðfram fjörunni

Halldór Jónsson, 14.2.2016 kl. 10:30

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Já Halldór. Það er það mikil ferð á sandinum á þessu svæði að það helst ekkert við, sem sett er í hann. Trúlega er það rétt hjá Önnu að það verður að girða fjöruna af og fólk tekur síðan afleiðingunum ef það vill storka örlögunum.

Reynsla síðustu daga, með lögreglu á svæðinu til að benda fólk á hættuna án árangurs, sýnir að fólk er án glóru, gengur þarna um eins og Frisínettí hafi dáleitt það.

Sindri Karl Sigurðsson, 14.2.2016 kl. 11:22

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Að fara svo nálægt sjónum í brimi aðvetrarlagi, eins og sjá má ferðamenn gera í fréttatímum á hverju kvöldi og kútveltast um í flæðarmálinu og oft naumlega dregnir á land af viðstöddum eftir atvikum, - þetta er bara álíka og ganga undir foss í þungu vatnsfalli.

Það er eins og íslendingar séu búnir að gleyma hve sjórinn er hættulegur, sérstaklega í vissum skilyrðum og oft á vetrum.

Hefur ísland ekki misst nógu marga menn í sjóinn í gegnum aldirnar?

Hvað á svona fífla- og hálfvitagangur að þýða!?

Geriði eitthvað andskotans framsjallastjórn annað en moka undir eigin elíturass!  

Andskotinn hafi það bara.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.2.2016 kl. 12:03

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Ómar Bjarki, þú bregst ekki í orðkynginni. Þetta er auðitað stjórnarflokkaelítunni að kenna. Og þú vildir ekki Náttúrupassann?

Halldór Jónsson, 14.2.2016 kl. 12:30

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þó hægt væri að viðhafa einhver töfrabrögð til að þessi reipishugmynd virkaði kæmi það að engu gagni. Það er ekki fjarlægðin frá landi eða öldurnar sem drepa þá sem lenda í sjónum. Það er hitastig sjávar, með öðrum orðum kuldinn, sem það gerir. Tekur aðeins nokkrar mínútur.

Reipið er eftirá redding. Það á auðvitað að bjarga fólkinu áður en það lendir í sjónum, sem sagt að koma í veg fyrir að það lendi í sjónum. Ráðagerðir um eftiráreddingar eru kjánaskapur, í bestafalli.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.2.2016 kl. 12:58

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Reipis úræðið virkar ekkert.  Að mínu mati þarf að hugsa ýmsa hluti uppá nýtt ef það er metið svo að fjöldi ferðamanna sem sjá hefur mátt síðustu misseri verði viðvarandi svo mikill.

Þetta er alveg ótrúleg fjölgun.  Sú fjölgun hlýtur að leiða til að hugsa verði ýmislegt uppá nýtt.

Að á hættulegum ferðamannastöðum sem eru svo geypivinsælir, full Reynisfjara dag eftir dag um hávetur o.s.frv, - að ríkið verður einfaldlega að hafa eftirlit með þessu.  

Útsýnispall, göngustíga o.s.frv.  Þetta yrði atvinnuskapandi.  Svo yrði hús þar sem farið væri yfir söguna, hve hættulegur sjórinn væri og hvernig litið hafi verið á fyrr á tímum.

Það fóru þarna menn á árabátum sko í gamla daga.  Þeir vissu alveg hve sjórinn er hættulegur.

Það var talað um að sjórinn tæki svo og svo marga o.s.frv.  Þ.e. hann var álitin ógn. 

Það að hleypa öllum bara svona niðurí stórhættulega fjöru, - það er bara ekki í lagi!  Þessi fjara er hættuleg.  Td. ef maður er kominn soldið nærri sjónum þarna, þá á aldrei að líta undan eða horfa til baka.  Aldrei.  Alltaf hafa augun á sjónum.  Aldrei snúa í hann baki.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.2.2016 kl. 16:19

9 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Reynisfjara er ekkert haettulegri en megnid af sudurströnd Íslands. Öll sudurströndin er meira og minna jafn haettuleg. Reyndar eru allar strandir haettulegar, ef thví er ad skipta. Kadlar, reglur, eftirlitsmenn og ég veit ekki hvad, kemur ekki ad neinum notum thegar asnast er of nálaegt sjónum. Thad skildi enginn vanmeta mátt hafsins og ef ekki er haegt ad koma fólki í skilning um thad, er fátt vid thví ad gera, annad en ad taka thví sem ad höndum ber. 

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 14.2.2016 kl. 18:23

10 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Thetta med reipid nafni, er nú svona álíka gáfulegt og Landeyjahöfn. Algerlega galin hugmynd, svo ég komi thví nú ad;-)

Áfram ósk um gódar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 14.2.2016 kl. 18:40

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hún hættulegri í því samhengi sem við erum að ræða.  Fjöldinn sem fer þarna er ótrúlegur, jafnvel um hávetur.

Náttúrufegurðin þarna er líka alveg gríðarleg.  Aðdráttarafl mikið og auðvelt fyrir túristabissnesinn að henda fólki af þarna.

Svæðið var svo hættulegt til útræðis, að eftir um 1940 fékkst enginn á bát sem ætlaði að lenda þarna.  Háskinn var þá orðinn of mikill og mannskaðinn talinn óásættanlegur.

En núna, 2016, koma menn upp með það, að það sé bara í lagi að sjórinn taki svo og svo marga útlendinga í Reynisfjöru, aðeins ef ríkisstjórnin fær evrur.

Eg segi:  Þetta er óásættanlegt og íslendingum til skammar ef þeir gera ekki eitthvað í þessu.

Horfandi uppá það í hverjum kvöldfréttatíma að túristum hafi bara verið sleppt í Reynisfjöru og kútveltist þar um í flæðarmálinu og svo og svo margir kunna að farast.

Þetta er óásættanlegt.  

Sjórinn hefur tekið nógu marga á Íslandi í gegnum aldirnar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.2.2016 kl. 18:53

12 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það er að sjálfsögðu ekki hægt að banna fólki að ganga um landið og skv. því sem mér skilst á víst að láta bann útlendinga gilda gagnvart íslenskum ríkisborgurum. Þar stendur hnífurinn í beini og fer hvergi. Ef útlendingar eru með sama rétt og aðrir, þá er ekki hægt að gera neitt.

Nú síðan er hin leiðin, sem Ómar og fleir eru fjáðir í að láta verða að veruleika, að breyta Stjórnarskránni þannig að öllum sé hægt að stjórna, hvar og hvenær sem er.

Hvort tveggja er vitlaust, ekki rangt heldur vitlaust. Fólk verður einfaldlega að vera ábyrgt gerða sinna, hvað sem s.s. hægt er að segja um glóru og glóruleysi.

Sindri Karl Sigurðsson, 14.2.2016 kl. 19:55

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er auðvitað vel hægt að banna fólki að ganga um land sem er metið hættusvæði og ákveðin hættumörk mörkuð gagnvart ferðamönnum og skoðunum.  Það er vel hægt og gert með einum eða öðrum hætti víða.  Settar girðingar og stígar etc.

Málið er að íslendingar virðast ekki hafa áttað sig á hvað stóraukinn fjölgun ferðamanna getur þýtt.

Þýðir að það verður að hugsa ýmislegt uppá nýtt.

Sérstaklega ef við erum að tala um viðvarandi ástand, - og kannski fjölgun!

En hitt er annað, að íslendingar geta ekki horft uppá það sem sjá hefur mátt í hverjum kvöldfréttatíma sjónvarpsstöðva. Alveg stræking að sjá þetta.  Svona gera menn ekki!  Þetta verður að stoppa undireins!

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.2.2016 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband