Leita í fréttum mbl.is

Hver selur Gróttakvörnina sína?

Ţađ virđist vera er stađreynd ađ peningaframleiđslan hefur veriđ framseld frá Seđlabanka Íslands til bankastofnananna.

Seđlabankinn hefur einkaleyfi til ađ prenta seđla og slá mynt. Gallinn er bara sá ađ seđlar og mynt eru orđinn kannski tíundi hluti peningamagnsins í umferđ.  Hafa ekki bankarnir bara tekiđ viđ peningaframleiđslunni.Búa ţeir ekki einir til rafeyrinn sem ţjóđfélagiđ notar?

Stendur eitthvađ á bak viđ krónnuna? Nokkuđ nema ţegjandi samkomulag ađ bankamillifćrsla sé fullnćgjandi greiđsla. Og ţađ er hćgt ađ fá seđla líka í bönkum ţótt ţú getir ekki borgađ međ ţeim hjá símanum.

Er ţetta ekki bara allt blekking?

Bankaleyfi er núna jafngilt ţví ađ hafa fengiđ leyfi til ađ framleiđa peninga. Og ţađ er hćgt ađ grćđa peninga á peningum ef einhvern vantar ţá.

Í ćvintýrinu mínu gamla  var til kvörn sem kallađist Grótti. Hún malađi bćđi gull og silfur. Svo gat hún líka malađ malt og salt ef heitiđ var á ţann vonda og auđvitađ endađi sagan á hafsbotni til ţess ađ enginn fćri burt međ hugmyndir um auđvelda peninga.

Núna gengur peningaframleiđsla á Íslandi svona fyrir sig:

Ég fer í bankann og hann veitir mér milljón ađ láni. Hann skrifar milljón á reikninginn minn og tekur tryggingu í húsinu mínu til ţess ađ ég borgi. Hann fćrir á höfuđstólsreikning hjá sér milljón í credit. Hvađ hefur gerst?

Liggur ekki í augum uppi ađ milljón er fćdd úr engu? Efnahagur bankans hefur styrkst. Um hver mánađarmót tekur bankinn svo tíuţúsund( eitt prósent) til baka af reikningnum mínum og debet inn á höfuđstólsreikning sinn. Halló hagvöxtur!  Mín eign hefur rýrnađ um tíuţusund en hans skuld á höfuđstólsreikningi hefur lćkkađ um sama og efnahagur styrkst. Eftir tíu ár borga ég lániđ upp og er ţá búinn ađ borga bankanum tvćrmilljónir. Kannski keypti ég vöru fyrir upphaflegu milljónina og seldi hana međ gróđa. Segjum ađ ég hafi grćtt milljón á miljóninni.Urđu ekki til ţrjármilljónir á ţessu brölti? Er ţađ ekki hagvöxtur?

Hvoru megin borđsins vilt ţú vera? Bankamegin eđa mín megin?

Nú tala sumir eins og ţađ sé ómögulegt ađ eiga svona Gróttakvarnir.  Ţađ verđi ađ selja allar svona myllur á grundvelli hugsjónarinnar um einkavćđingu. Bara einhverjum. Ríkiđ á núna tvö stykki. Ţađ er viđţolslaust ađ losna viđ ţćr. Ţađ vantar bara einhvern til ađ Borga ţćr.Og međ hverju? Er ekki tilvaliđ ađ fá  bara lánađ í hinum bankanum til ađ kaupa ţennan? Ţá er mađur orđinn kjölfestufjárfestir og endar kannski á Kvíabryggju eftir nćsta krass?

Í alvöru. Er ţađ venja til sveita ađ selja nythćstu kúna? Hvort seldi Rockefeller olíulindir eđa olíu?

Hver selur Gróttakvörnina sína?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Coins and bills are simply pre-printed accounting notes, marked with different values to allow for paying any specific amount.

Peningar, seđlar, eru fyrirfram prentađ bókhald, nótur međ mismunandi verđgildi sem rađađ er saman til ađ geta greitt einhverja ákveđna upphćđ í viđskiptum.

Egilsstađir, 05.01.2016 Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 22.2.2016 kl. 14:36

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 3420142

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband