24.2.2016 | 09:28
Óli Björn
er beinskeyttur að vanda í Morgunblaðinu í dag.
Hann kemur inn á mál sem hefur lengi pirrað mig rosalega. En það er að Sjálfstæðisflokkurinn lét litlu kommaflokkana fífla sig til að samþykkja ríkisframfæri til stjórnamálaflokka.
Afleiðingin var stjórnalaus fjölgun vinstrivillinganna sem framleiddu allskyns örflokka til ómælds skaða fyrir Alþingi og starfshætti þess.
Við búum við þenna glundroða enn í dag í formi þess að allskyns undirmálsfólk vermir þar bekki. Fólk sem aldrei hefði náð inn á lista með vitibornu fólki. Kemur sem vatn og sem vindur fer. Og enginn er nokkru nær til hvers vera þeirra á þingi leiddi nema minningar um málþóf.
Sjálfstæðisflokkurinn til dæmis sá um sig sjálfur að mestu leyti með sína breiðu félagsaðild. Litlir sérvitringaflokkar, byggðir í kring um eiginhagsmunapot einstakra kverúlantaa mestan part, lifðu fæstir lengi og fjórflokkurinn sem svo kallaðist tók sviðið aftur.
Óli Björn segir í dag:
Ekki ætla ég að blanda mér í deilur um Flokk heimilanna og meðferð ríkisstyrkja sem flokkurinn hefur fengið frá síðustu þingkosningum. Ýmislegt hefur gengið á hjá þessum smáflokki sem náði þó þeim árangri að fá 3% atkvæða og þar með rétt á tugmilljóna styrk úr ríkissjóði á kjörtímabilinu. Í byrjun vikunnar var Pétur Gunnlaugsson, útvarpsmaður og lögmaður, sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna ummæla um núverandi forráðamenn Flokks heimilanna og ráðstafanir ríkisstyrkjanna.
Pétur, sem var í framboði og í forystu flokksins í síðustu kosningum, hefur fagnað sýknudómnum enda sé hann mikilvægur fyrir lýðræðislega umræðu í landinu. Deilurnar um Flokk heimilanna ættu að beina athygli almennings að þeim ógöngum sem íslenskir stjórnmálaflokkar eru komnir í.
Flestir flokkar eiga nær allt sitt undir ríki og sveitarfélögum. Samkvæmt ársreikningum þeirra flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi voru allt að 90% af tekjum þeirra frá opinberum aðilum árið 2013. Aðeins Sjálfstæðisflokkurinn hafði minni hluta tekna sinna frá hinu opinbera og Framsóknarflokkurinn um 52%.
Í desember 2006 voru samþykkt lög um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda [nr. 162/2006]. Þar með voru stjórnmálaflokkar endanlega settir á jötu ríkis og sveitarfélaga. Lögin kveða á um að árlega skuli úthluta fé úr ríkissjóði til starfsemi stjórnmálasamtaka sem fengið hafa a.m.k. einn mann kjörinn á Alþingi eða hlotið hafa a.m.k. 2,5% atkvæða í næstliðnum alþingiskosningum samkvæmt ákvörðun á fjárlögum hverju sinni.
Hver stjórnmálaflokkur fær greitt í hlutfalli við atkvæðamagn. Því meira fylgi því hærri er ríkisstyrkurinn. Stjórnmálasamtök sem bjóða fram í öllum kjördæmum geta sótt um sérstakan styrk úr ríkissjóði og runnu nokkrir tugi milljóna úr ríkissjóði til hinna ýmsu framboða í síðustu kosningum.
Auk þessa er árlega veitt fé úr ríkissjóði til starfsemi þingflokka á Alþingi. Lögin skylda sveitarfélög með fleiri en 500 íbúa til að styrkja stjórnmálasamtök sem hafa fengið a.m.k. einn mann kjörinn í sveitarstjórn eða a.m.k. 5% atkvæða í kosningum.
2.100 milljónir.
Frá 2010 til 2015 fengu stjórnmálaflokkar í heild tæplega 2.100 milljónir króna úr ríkissjóði. Þetta jafngildir því að hver Íslendingur með atkvæðisrétt í síðustu alþingiskosningum hafi greitt um 8.800 krónur til stjórnmálasamtaka. Þessu til viðbótar bættust nokkur hundruð milljónir frá sveitarfélögunum.
Með setningu laga um fjármál stjórnmálasamtaka ákvað Alþingi að setja stjórnmálaflokkunum miklar skorður við að afla sér fjár til rekstrar með frjálsum framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum.
Þar með voru stjórnmálaflokkarnir og sérstaklega forystumenn þeirra gerðir óháðari eigin flokksmönnum. Nú er svo komið að stjórnmálamenn eru farnir að líta á ríkisstyrkina sem sérstakt viðskiptamódel. Þannig komust Píratar í Reykjavík, að þeirri niðurstöðu á stjórnarfundi í janúar á síðasta ári að business modelið okkar ætti að vera að fá sem mestar tekjur frá ríkinu. Í fundargerð segir: Þar fáum við mest áhrif og miklu meiri tekjur en frá fjáröflun. Ná inn mönnum í öllum sveitarfélögum, öllum þröskuldum. Besta return on investment er í kjörnum fulltrúum.
Gegn skoðanafrelsi.
Ég hef haldið því fram að umrædd lög gangi gegn skoðanafrelsi. Hvernig hægt er að réttlæta að þvinga kjósanda til að styrkja stjórnmálasamtök, sem ganga gegn öllum grunngildum viðkomandi, er a.m.k. ofar mínum skilningi. Einstaklingi sem hefur skömm á stefnu Sjálfstæðisflokksins og er sannfærður um að hún leiði til ógæfu, er gert skylt að styrkja íhaldið. Og sjálfstæðismað- urinn sem berst fyrir takmörkuðum ríkisafskiptum og lægri sköttum, er neyddur að standa undir starfsemi Vinstri grænna sem leggja áherslu á hærri skatta og ríkisafskipti.
Frumvarp til laganna var samið á vegum nefndar fulltrúa allra þingflokka sem skipuð var árið 2005 til að fjalla um lagalega umgjörð stjórnmálastarfsemi á Íslandi. Það er lagt fram í þeim tilgangi að kveða á um fjárframlög til stjórnmálasamtaka og stjórnmálastarfsemi, draga úr hættu á hagsmunaárekstrum og tryggja gagnsæi í fjármálum stjórnmálasamtaka, með það að markmiði að auka traust á stjórnmálastarfsemi og efla lýðræðið, sagði í nefndar- áliti allsherjarnefndar.
Frumvarpið var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum en þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins sátu hjá; Birgir Ármannsson, Einar Oddur Kristjánsson og Sigurður Kári Kristjánsson.
Óhætt er að halda því fram að markmið laganna um að auka traust á stjórnmálastarfsemi hefur ekki náðst. Vefþjóðviljinn benti á þessa staðreynd í pistli 2. febr- úar 2014. Árið sem lögin voru sett var Ísland í fyrsta sæti á lista Transparency International yfir þau lönd sem þar sem minnsta spillingu mátti finna:
Eftir að lögin um fjármál flokkanna voru sett hér á landi hefur heldur hallað undan fæti hjá Íslandi í könnunum Transparency International Það virðist hvorki hafa dugað til að halda í ágætiseinkunn að fjórflokkurinn hafi tapað fylgi né að stjórnmálin væru ríkisvædd.
Á síðasta ári var Ísland fallið niður í 13. sæti. Öll hin Norðurlöndin voru fyrir ofan Ísland þar sem Danmörk var metið sem það land í heiminum þar sem er minnst spilling. Mat á spillingu er huglægt en úttekt Transparency Internarional rennir að minnsta kosti stoðum undir þá staðhæfingu að ríkisrekstur stjórnmálaflokka hafi ekki aukið traust almennings á stjórnmálamönnum og Alþingi.
Kannanir Gallups benda til hins sama. Í febrúar á síðasta ári báru aðeins 18% landsmanna traust til Alþingis. Árið 2006 sögðust 43% treysta Alþingi. Þrátt fyrir allt þetta er engin umræða um að rétt sé að endurskoða lög um fjármál stjórnmálasamtaka. Kannski er stjórnmálaflokkunum farið að líða of vel á jötu ríkisins. "
Það er nauðsyn að stjórnarskrárnefnd athugi með að hækka þröskuldinn til þess að ná mönnum á þing. Draga úr því að allskyns skjáhrafnar séu að nota það sem bísnessmódel að bjóða fram til þings. Og afnema sem mest ríkisstyrki til stjórnmálaflokka og þá um leið aflétta takmörkun þeirra til innlendrar fjármögnunar eins og hér var. Hér flæddi að vísu Rússagull og blandaðist í pólitíkina en það breyti endanlega engu. Skynsamir flokkar fá fylgismenn og fylgismenn styðja sinn flokk.
Það er allt sem þarf í stjórnmálabaráttu skeleggra manna eins og Óla Björns.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Já, Halldór, Óli Björn átti hér enn eina frábæra greinina um þetta málefni, og það er sannarlega þakkarvert af honum að afhjúpa þá blekkingarundirstöðu sem þetta fyrirkomulag hefur byggzt á. Afleiðingin hefur í raun verið öndverð við það, sem átti þó að heita tilgangurinn! Allt þetta sýnir hann fram á með skýrum og staðfestum dæmum.
Fjarri fer því, að þetta fyrirkomulag frá 2006 sé lýðræðislegt eða byggt á áhrifum hins óbreytta flokksmanns, grasrótarinnar; það minnir í raun meira á þá flokka í Suður-Ameríku sem hafa komið sér á garðann, á kerfið, og láta ríkið halda sér uppi og nota að til að dæla til sín fé, fyrir utan verkefnin sem vildarvinir og máttarstólpar flokkanna fá bæði í áhrifaríkum embættum og í verktakamálum.
Og þetta er hin algera hneisa að neyða okkur til að styðja fjárhagslega stjórnmálaflokka sem við viljum ekkert með hafa og hafa, til dæmis, fengið (2013) rauða spjaldið frá þjóðinni, jafnvel frá um eða innan við helmingi sinna eigin fyrri kjósenda (og Samfylkingin féll þá úr 29,8% fylgi niður í 12,9%)!
En þegar tilvitnunum þínum í grein Óla Björns lýkur, tekur þú sjálfur til máls, og þá lízt mér nú ekki á minn mann: Þú vilt "hækka þröskuldinn til þess að ná mönnum á þing," og ekki er það lýðræðislegt! Ef einhverjir verða illa úti úr þessu fyrirkomulagi, eru það smærri samtök, sem byrja með tvær hendur tómar, hafa enga sjóði til auglýsinga eða reksturs skrifstofu og enga launaða áróðursmenn, eins og Fjórflokkurinn hefur haft og nú Sexflokkurinn. Svo þegar kosningar nálgast og skoðanakannanir eru gerðar, þá fá þau nýju framboð lítinn byr undir vængi meðfram vegna fjárskorts, auglýsingaleysis og ekki sízt vegna þess að varla er haft fyrir því að spyrja um fylgi þeirra í könnunum, og þegar það hins vegar er gert, fá þau framboð gjarnan lítið fylgi í byrjun (eykst þó með opinberum umræðum frambjóðenda í kappræðum og viðtölum), og þá fer það að hafa sín áhrif á kjósendur, að skoðanakannanir sýni, að viðkomandi framboð nái ekki yfir þann múr, sem Fjórflokkurinn reisti til að vernda sjálfan sig, þ.e. að hafa þröskuldinn nógu háan; og þá finnst kjósendum að þeir séu að "kasta atkvæðinu á glæ" með því að kjósa slíkt nýframboð!
Án efa ertu að hugsa um hag Sjálfstæðisflokksins, styður því við þá yfirráðahyggju hans að deila og drottna -- eins og jafnvel annað prýðisfólk: Kjartan Magnússon borgarfulltrúi og Sigríður Á. Andersen alþm., gera einnig með sínum hætti með því að vinna gegn fjölgun borgarfulltrúa. En flokkurinn hefði í reynd bara gott af því, að annar miðju- og hægri-flokkur kæmi fram á sjónarsviðið og yrði að valkosti manna í þínum (og mínum gamla) flokki og gæti haft samvinnu við sjálfstæðismenn í þinginu um ýmis góð stefnumál, auk þess að vera e.k. spori á Valhallar-veldið að láta ekki algera ofurfrjálshyggjumenn og efnis- og veraldarhyggju menga flokkinn enn meira en orðið er og hrinda frá honum kristnum kjósendum, sem sumir hverjir sitja heima eða skila auðu fremur en að kjósa flokkinn, sem brugðizt hefur vonum þeirra.
Jón Valur Jensson, 24.2.2016 kl. 11:47
Að sjálfsögðu á að fella niður alla ríkissstyrki til stjórnmálaflokka. Þeir sem vilja bjóða sig fram eiga bara að bera kostnaðinn af því sjálfir í anda hins frjálsa hagkerfis.
Sömuleiðis á ríkið að hætta að kaupa öll blöð og tímarit, sem hafa verið keypt í massavís áratugum saman til að styrkja þau. Ef blað eða tímarit er rekið með tapi, þá er það vegna þess að það á ekki hljómgrunn hjá lesendum og eigendur þess eru ekki tilbúnir að greiða upp tapið sjálfir, þá á ekki að greiða þann kostnað úr vasa skattgreiðenda.
Halldór Þormar Halldórsson, 24.2.2016 kl. 12:17
Jón Valur
Þú byrjar vel og ég er sammála. En tveimur síðustu málsgreinum er ég ósammála.Litlir sérvitringaflokar eru litlir af því að þeir eru vitlausir og enginn villtala við svo vitlaust fólk. Það á ekki að vera mylka undir svoleiðis sem verður bara til vandræða. Sjáðu Píratana með Birgittu og Helga Hrafn Gunnarssom.Hann er í lagi en hún er bíbí. Og hún verður aldrei formaður í stórum flokki eins og píratar eru að verða núnaHelgi Hrafn og Jón Ólafsson eru menn sem hægt er að tala við. Svona flokkur mun velja hæft fólk til forystu, ég er alveg viss um það að hreinsunarkerfið virkar þar eins og Sjálfstæðisflokknum. Það er bara seinvirkara í mínum flokki sem eru alltaf að lefla fyrir fíflunum þó þeir séu búnir að gera í buxurnar. En það er um að gera í pólitík að vera nógu fljótur að sturta þeim niður um klósettið sem ekki standa sig. Þar er veikleiki í Sajálfstæðisflokknum að hann er alltof aumingjagóður.Pólitíkus sem skítur á sig á að fara burt og það strax.Hann getur komið aftur síðar ef hann vill og einhver vill hann
Nafni Þormar, þú ert með það á tæru. Sammála 100% Burt með spillinguna sem þú lýsir.
Halldór Jónsson, 24.2.2016 kl. 14:16
Það er alveg ljóst, Halldór, að við erum ósammála. Og það er allsendis fráleitt af þér að gefa þér, að litlir, byrjandi flokksvísar séu bara "litlir sérvitringaflokkar [sem] eru litlir af því að þeir eru vitlausir, og enginn vill tala við svo vitlaust fólk." Þú getur t.d. alls ekki gefið þér, að framboð á vegum öryrkja og aldraðra (sbr. hér: Eiga aldraðir að stofna stjórnmálaflokk?) félli undir þá formúlu þína eða skilgreiningu.
Það er nánast ólýðræðislegt af þér að tala svona um framboðs-hugleiðingar annarra en stóru flokkanna, sem kjósa kannski að vera endalaust drembilátir og bolast áfram með ranglátri kosningalöggjöf (sbr. A welcome to specialist observers of the OSCE [=ÖSE]: You have work to do in this country! -- einnig: Af ofríki stóru flokkanna og milljarða fjáraustri þeirra úr vösum skattborgara).
Mjór er mikils vísir, þannig á margt gott upphaf sitt hér í heimi.
Njótið dagsins!
Jón Valur Jensson, 24.2.2016 kl. 14:57
Góði vinur Jón Valur
Ekki misskilja mig vitlaust. Ef að flokkur með hugsjón en ekki bisness módel eins og þessir Píratar, eins og þú nefnir, þá leggja félagsmenn fé saman og safna styrkjum hjá þeim sem vilja styrkja málefnið. Kommarnir voru svo vitlausir og öll málefni svo vitlaus að ekki nokkur maður vildi legja þeim lið. Og sjálfir tímdu þeir aldrei sjálfir að leggja neitt fram enda kommar þeir harðdrægustu ó viðskiptum sem ég hef kynnst um dagana.Verri en kvenfólk sem er mjög harðsnúið í bisness af því að .ær eru svo smámunasamar yfirleitt þessar elskur. Kommarnir náðu sér í Rússagull og gátu notað það. Sjálfstæðisflokkurinn höfðaði til svo marga með sinni einföldu heimspeki að þegar hann sýndi það í verki að hann færi eftir henni þá var enginn endir á aðstreymi til flokksins, sjá td.þegar Albert byggði Valhöll. Nú eru engir svona hugsjónamenn eftir, allt baunateljararr og potarar fyrir eign framdrátt.
Halldór Jónsson, 24.2.2016 kl. 20:03
Margt mælirðu rétt hér, Halldór, og þetta var mikill fyrirmyndarflokkur um svo margt, enda fylgdi ég honum flestöll mín fullorðinsár.
En nú er hún Snorrabúð stekkur (Valhöll alltsvo!) eða í einhvrju eymdarástandi, lét jafnvel innanbúðarmann komast upp með að féfletta sig!
Jón Valur Jensson, 24.2.2016 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.