Leita í fréttum mbl.is

Sigmundur klumsar Gylfa

Arnbjörnsson þegar sá býsnast yfir því að sínir umbjóðendur séu bundir af búvörusamningnum sér til kostnaðarauka.  Verslunin fái ekki að flytja inn erlenda landbúnaðarvöru sem með óbreyttri samræmdri krónutöluálagningu yrði ódýrari en hin innlenda.

Sigmundur benti honum vinsamlegast á að íslenskir bændur væru bundnir af þeim kauptöxtum sem Gylfi væri búinn að "semja" um. Bændum stæði til boða að flytja inn miklu ódýrara vinnuafl til sinnar framleiðslu sem gerði þeim kleyft að lækka kostnað verulega.

Gylfi er skiljanlega í vanda eftir þessa ábendingu forsætisráðherra.  Hún á auðvitað líka við um flesta kröfugerðarmenn í íslensku þjóðlífi, frá dr. Kára Stefánssyni niður í nafna Gylfa í álverinu í Straumsvík. En þeim Gylfa tekst væntanlega að loka þessu fyrirtæki farsællega þegar útséð er með að forstjórinn geti náð nægilegum afköstum í útskipun.

Íslensk kjaramálafyrirbrigði eins og þessi Straumsvíkur- Gylfi virðast ekki vita að það er hægt að fá nóg af fólki til að vinna fyrir dollar á dag. Aðeins meðan þjóðin leyfir þessum     stéttarfélagafurstum  að halda byssuhlaupi á gagnauga sínu í svokölluðum "kjaraviðræðum" er þetta ekki notað.

Kjarabaráttubófarnir ásamt fjármálafyrirtækjunum virðast vera einu aðilarnir í markaðshagkerfinu sem njóta algerrar verndar og samkepnnisleysis fyrir sig og sína. Það er almenningur sem er sláturfénaðurinn en ekki endilega bara landbúnaðurinn.

Sigmundur á þakkir skildar fyrir að vekja athygli á þessu grundvallaratriði.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3420148

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband