5.3.2016 | 16:59
Af hverju kjósa menn Trump?
Sameinaðir Besserwisserar á Íslandi hafa skýringar á hverjum fingri á eðlisþáttum Donald Trump. Maðurinn er brjálaður, Ameríkanar eru brjálaðir, Ameríka er búin að vera. Farið á síðuna http://patent.blog.is/blog/patent/
Þá sjáið þið hvernig sumu fólki líður í þessu samfélagi.
Samt má leita að hliðstæðum í íslensku samfélagi sem orsök fyrir velgengni Trump. Það er að margt fólk er búið að fá yfir sig nóg af meintum lygum og svikum stjórnmálamanna.
Ég held að menn hafi kosið Jón Gnarr og flokk hans að einhverju leyti vegna þessa. Ég hlustaði á manninn á stöð 2 í gær eða hinn. Mér fannst það blasa við hversvegna menn kusu hann frekar en gamla gengið í Borgarstjórn. Og hvernig veran í sviðsljósinu þroskaði sjálfstraust mannsins.
Mér finnst það líka blasa við hversvegna að fylgi Pírata breytist ekki neitt þó að þeir rífist opinberlega innbyrðis og fái sér sálfræðimeðferð. Skráðum fylgismönnunum er slétt sama því þeir sjá sig ekki vera að kjósa þá á kjördegi hvort eð er. Fólkið er að krefjast þroskaðri stjórnmálamanna.
En Kristján Jónsson á Mogganum er oft glöggur. Hann rekur ástæður fyrir því sem hann sér fyrir fylgi Trumps á eftirfarandi hátt:
" Tortryggni í garð þingsins er mikil vestra í báðum flokkum, innan við 15% treysta þingmönnum. Flestir segja þá spillta sérhagsmunaseggi. Bölsýni er útbreidd. Margir hvítir Bandaríkjamenn í lægri millistétt sjá ekki lengur fram á að gamli, ameríski draumurinn um endalaus tækifæri og hagsæld muni rætast fyrir þá.
Þeim sem hafa ekki lokið nema skyldunámi, sem horfa á störf flutt úr landi, sjá innflytjendum og afkomendum þeirra veitt aukin réttindi og jafnvel umsvifalaus aðgangur að bótakerfum ríkisins finnst þeir skildir eftir.
Og hvers vegna er það allt einu orðið skammarlegt í huga og tali margra stjórnmálamanna, fjölmiðla- og menntamanna að vera hvítur karlmaður í Bandaríkjunum, spyrja þeir. Er það sanngjarnt?
Trump höfðar mjög til þessara kjósenda en hann er líka með mest fylgi allra forsetaefna repúblikana hjá nánast öllum hópum. Körlum, konum, hvítum, svörtum, trúhneigðum og lítt trúuðum, menntuðum og ómenntuðum, efnuðum og fátækum.
En rauði þráðurinn er að stuðningsmönnum hans finnst þeir ekki hafa haft nein áhrif. Þeir séu hunsaðir af ráðandi öflum, traðkað á þeim. Flokkurinn hafi svikið þá. Svo mikil eru bræðin og vonbrigðin að þeir vilja mann sem beinlínis hampar því að hann vilji vera grimmur og illur fantur. Auðmýkt, mildi og siðfágun eru ekki lengur eiginleikar sem þetta fólk vill sjá í forseta sínum.
Ráðvillt flokksforysta
Engu virðist skipta þótt fjármálafurstar eins og hinir frægu Koch-bræður, Sheldon Adelson og aðrir auðkýfingar beiti sér gegn Trump, stór hluti flokksins hlustar alls ekki lengur á þá.
Flokksforysta repúblikana hefur aldrei fengið aðra eins útreið. Forystumennirnir eru í losti, sumir segjast ætla að kjósa demókrata frekar en Trump. En þeir munu vafalaust halda fyrir nefið og sameinast um Trump ef hann verður útnefndur. Allt er betra en Clinton í þeirra augum.
David Frum, ritstjóri hins þekkta tímarits The Atlantic, var í eina tíð náinn ráðgjafi George W. Bush forseta og ræðuskrifari hans. Frum segir að uppgangur Trumps sé merki um hrein og klár stéttaátök innan repúblikanaflokksins. Flokkurinn verði að átta sig á einu: Óbreyttir flokksmenn séu ekki í reynd hlynntir því að skera niður velferðarkerfið, það gagnist þeim of vel. Og repúblikanar eigi að hætta að berjast gegn almennum heilbrigðistryggingum Obama en lagfæra kerfið í staðinn.
Lækkið hæstu skattana minna og notið peningana til að hækka bætur til vinnandi fólks í millitekjuhópum, segir Frum. Mótið innflytjendastefnu sem eflir launin en grefur ekki undan þeim. Hafið meiri áhyggjur af reglum sem auka við auðæfi þeirra sem þegar eiga mikið en minni áhyggjur af reglum sem minnka svigrúm til að stunda fjármálabrask.
Frum er talinn hægrisinnaður repúblikani. En hann segir flokkssystkinum sínum að horfa til þess hvernig margir nýir hægriflokkar í Evrópu, sem kenndir eru við lýðskrum, leggi nánast allir áherslu á stuðning við velferðarkerfið.
Ef enginn sigrar...
Margir hófsamir kjósendur eru í öngum sínum yfir framgangi Trumps. Auðkýfingurinn Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri í New York, veltir því fyrir sér að bjóða sig fram til forseta. Ef, öllum á óvart, atkvæði skiptust þannig að enginn hlyti tilskilinn fjölda kjörmanna, 270, fengi fulltrúadeild þingsins það hlutverk að kjósa forseta. Þar hafa repúblikanar öflugan meirihluta og nokkuð ljóst að þeir myndu ekki kjósa Trump."
Mér sýnist niðurstaða Kristjáns vera sú að venjulegt fólk sé búið að fá nóg af vonbrigðum. Mér finnst ég skynja það sama hér á landi. Bæði innanbrjósts í mér sjálfum."En rauði þráðurinn er að stuðningsmönnum hans finnst þeir ekki hafa haft nein áhrif. Þeir séu hunsaðir af ráðandi öflum, traðkað á þeim." Og því hvernig fólk er að tala í kring um mig.
Okkar íslenska fólk er vonsvikið.Því finnst "að gamli, ameríski draumurinn um endalaus tækifæri og hagsæld muni ekki rætast" fyrir það sjálft. Það tekur út vonbrigðin á því sem hendi er næst. Jóni Gnarr, Pírötum eða einhverju öðru.
Eru það sömu tilfinningar sem valda þessu umróti í stjórnmálum. Fólki finnst það svikið. Það kaus fólk sem í raun hafði enga köllun nema eigin rassa og vegtyllur. Hvar sjá menn hugsjónamenn á ferð í pólitík lengur? Eru þeir ekki orðnir frekar fágætir?
"Spurðu ekki hvað föðurland þitt geti gert fyrir þig heldur hvað þú getir gert fyrir föðurlandið"
Trump er föðurlandssinni. Það fer í taugarnar á mörgum vitringunum. Hann er ekki að biðja um meira að éta fyrir sig. Hann á nóg. Hann vill gera eitthvað fyrir almenning og meinar það. Og fleiri og fleiri Bandaríkjamenn trúa honum.
Svo standa 101 spekingar uppi á Íslandi og segja þennan mann vera fífl.Hvaðan kemur þeim viska og stærð til að tala svo?
Af því kjósa menn Trump.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 3
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 3420157
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
athyglisverðir punktar til umhugsunar.
Indriði (IP-tala skráð) 5.3.2016 kl. 21:17
Fólk er vonsvikið það er rétt
VG og S brugðust algjörlega í að "verja heimilin" svo hvað er þá eftir?
Fólk vill hafa hlutina einfalda. Fylgi S byggðist verulega á hatri á Davíð. Nú er allt fjórflokknum eða feðraveldinu að kenna.
Það væri yndislegt ef stjórnmálaflokkar kynntu raunhæfar lausnir, markmið og leiðir til að ná þeim. En fólk virðist spenntara fyrir engum lausnum og engri stefnu og ætla að kjósa Pírata
Grímur (IP-tala skráð) 5.3.2016 kl. 21:23
(H)IS IQ IS IN EXCESS 0F 156, WHICH PLACES HIM ABOVE 99.9 PERCENT OF THE PEOPLE IN THE WORLD.
Forseta prófkjörin í USA
Þarna fær Trump góða umsögn.
Við eigum því ekki að venjast frá fjölmiðlum.
000
Trump cruising toward blowout win in New Hampshire
https://thehornnews.com/trump-cruising-toward-blowout-win-in-new-hampshire/
walter says
February 8, 2016 at 11:26 am
TRUMP IS THE ONLY PERSON RUNNING THAT IS QUALIFIED TO RUN THE LARGEST BUSINESS ON EARTH, THE US GOVERNMENT.
HE IS NOT OBLIGATED TO ANYONE, NOT AFRAID OF ANYONE, INCLUDING THE NEWS MEDIA.
(H)IS IQ IS IN EXCESS 0F 156, WHICH PLACES HIM ABOVE 99.9 PERCENT OF THE PEOPLE IN THE WORLD.
IF PEOPLE DONT WANT HIM AND ELECT A PUPPET ON A STRING TO BIG MONEY PACS, THEN WE DESERVE WHAT WE GET.
Jónas Gunnlaugsson, 5.3.2016 kl. 21:28
Takk fyrir Jónas
Ég trúi þessum tölum. Donald er klár, hann hefur sýn. Hann hefur hugsjónir. Hann þarf ekki að tala af þrælsótta við nokkurt peningaafl eins og 365 miðlar hér.
Grímur,
Af hverju má ekki segja það sem maður meinar? Donald Trump biður engann um leyfi. Það getur enginn Jón Ásgeir mútað honum með 300 milljónum með skilaboðum í gegn um einhvern Skuggabaldur.
Halldór Jónsson, 5.3.2016 kl. 22:08
Jónas.
Ted Kaczynski hefur greindarvísitöluna 165. Væri ekki ráð að fá hann í framboð? Hann yrði varla verri enn Trump.
Jónas Kr (IP-tala skráð) 6.3.2016 kl. 11:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.