Leita í fréttum mbl.is

Revíuviðbrögð

finnast manni sumar opinberar ráðstafanir vera, bæði hérlendis og erlendis, þegar hryðjuverk eiga sér stað.

Það er verið að setja á allskyns byssusýningar og sérsveitarviðburði allt af því að ISIS er búið að fremja sín hryðjuverk í bili. Þetta hljóta að vera viðbrögð vanmáttugra stjórnmálamanna sem vita ekki í hvorn fót þeir eiga að stíga.

ISIS er búið að skila af sér sínu verki. Þetta hefur áreiðanlega gengið nærri þeim, skipulag, mannfórnir og flótti. Þeir eru ekki líklegir til frekari stórræða í bili.

Hér á Íslandi eru viðbrögð stjórvalda engu skárri. Það er sett á svona sýning í Leifsstöð og einhver nefnd um vástig heldur fund og sér enga ástæðu til að gera neitt.

Stjórnvöld hérlendis segjast vera tilbúin að bregðast við með öllum tiltækum ráðum. Nema því eina sem gæti dugað.  Ytri  landamæri Schengen eru þeim Humpfrey og Bernard svo mikilvæg að allt hverfur í skuggann. Það má ekki krefjast vegabréfa af þeim sem koma til landsins nema þeim sem eru Íslendingar eða fólk frá löndum utan ESB. Hælisleitendur og hverskyns flóttamenn frá EES geta valsað hér inn og út. Það hlýtur að vera mikið atriði að sýna þeim að löggan hérna eigi byssur þó að við höfum endursent til Noregs síðustu byssugjöfina. 

Mér finnst þetta vera revíukennt allt saman og í besta falli bara dýrt og minna en einskis virði. Enda fráleitt að komið sé að næsta hryðjuverki ISIS. Þeir eru ekki svo vitlausir að velja sér ekki betri tíma en núna rétt eftir.

En hversvegna bara revíusýning en ekkert raunhæft?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Það var fullyrt í kvöld á þýsku sjónvarpstöðinni ZDF að ef upplýsingakerfi Schengensvæðisins hefði verið í lagi þá hefði verið hægt að koma í veg fyrir hryðjuverkin í París og Brussel. Innanríkisráðherra þýskalands, Thomas de Maiziere viðurkenndi í gær að það sé  meingallað.                                                          Það er því harla gagnslítið að fletta upp í blöðum frá stofnun í Brussel ef einhverjir skuggalegir náungar skyldu þvælast til landsins. En það skilst mér að ríkislögreglustjóri láti landamæraverði gera.

Hörður Þormar, 24.3.2016 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband