Leita í fréttum mbl.is

Er ríkisstjórn onemanshow?

Ég hélt að ríkisstjórnir væru byggðar á málefnasamningum flokka fremur en snilld einstakra manna?

Forystumenn flokka væru eðlilega framkvæmdaaðilar samningsins. Ef fulltrúi flokks þarf að hætta þá tekur varamaður við. Þannig hef ég skilið að þetta virki. Eða ætti að virka.

Af hverju þurfa Birgitta eða Helgi Hjörvar  að taka við ef núverandi meirihlutaflokkar flokkar þurfa að skipta út einstökum ráðherrum?Stjórnina burt og nýjar kosningar virðist vera aðalslagorðið hjá mótmælendum á Austurvelli. Alveg gildar prívatskoðanir. En ekki neitt lögmál.

Það er hinsvegar hætta á því þegar svona er uppi að til tíðinda dragi milli stjórnarflokkanna. Ef Framsóknarmenn til dæmis gera stuðning Sjálfstæðisflokks við núverandi forsætisráðherra að fráfaraskilyrði er stjórnin komin í vanda.

Fari þessi ríkisstjórn frá yrði það að öllum líkindum að tjóni fyrir lífskjör þjóðarinnar með hagvaxtarstöðvun sem annars yrði ekki að veruleika fyrr en eftir ár eða svo. Núverandi góðæri er engum einstökum þingmanni að þakka heldur stefnubreytingar ogsem varð í síðustu kosningum og líka fleiru.

En enginn má sköpum renna og Íslands óhamingju verður yfirleitt allt að vopni. Onemanshow í pólitík hafa yfirleitt ekki gefist vel á Íslandi.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Á öllum skipum er bara 1 skipstjóri sem að ber ábyrgð á skipinu:

Þess vegna myndi ég vilja taka upp einhverskonar útgáfu af franska kosningakerfinu hér á landi í framtíðinni:

=Að kjósa pólitískan forseta sem að bæri raunverulega ábyrgð á sinni þjóð.

Hann hefði raunverulegan meirihluta þjóðarinnar á bak við sig.

Hugsanlega þyrfti að kjósa í 2 umferðum á milli efstu manna; en það gerði ekkert til.

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2169416/

Jón Þórhallsson, 5.4.2016 kl. 10:06

2 identicon

Forsætisráðherra á engar eignir í skattaskjólum. Eiginkona hans á fyrirtæki, sem fer með arf hennar.
Þetta er allt saman löglegt.
Og þjóðfélag er rekið eftir lögum, ekki tilfinningum.

Ef Sjálfstæðismenn virða ekki lög, heldur ætla að láta aðför Ríkisútvarpsins og vinstrimanna að einstökum ráðherrum ráða ákvarðanatöku, þá er flokkurinn í raun ekki stjórntækur. 

Ef þetta er að gerast, þá er útséð um stuðning minn við Sjálfstæðisflokkinn. Ég kýs ekki lyddur og aumingja.

Hilmar (IP-tala skráð) 5.4.2016 kl. 13:27

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Eins og staðan er í dag að þá getur forsætisráðherra landsins stjórnað landinu með sinni stefnu með minna en 15 % fylgi þjóðarinnar á bak við sig.

= núverandi stjórnkerfi bíður upp á að þetta sé hægt.

Það er spurning hversu æskilegt það sé.

Jón Þórhallsson, 5.4.2016 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband